Rúgmjölstortillas með brakandi fersku grænmeti og frábærum heimalöguðum sósum

Það er ekki oft sem maður rekst á íslenskt rúgmjöl, (aldrei) en það gerðist þegar ég var á Flúðum um daginn. Við fórum á bændamarkaðinn þar í bæ og þar fjárfesti ég í poka af rúgmjöli frá Ískorni. 

rúgmjöl 

Það má lesa meir um Ískorn hér

Ég notaði það til að baka flatkökur og það kom mjög vel út.  Ég notaði 200 g af rúgmjöli á móti 100 g af steinmöluðu heilhveiti.  Svo nota ég venjulegt hvítt hveiti til að rúlla þeim út.

Ég hef áður minnst á það að einhverntíma skoðaði ég innihaldslýsingar á  flatkökum út í búð og þar var aldrei rúgmjöl notað í meirihluta.  Oftast var heldur ekkert rúgmjöl í flatkökunum.

flatkökur 

Ég hef verið að styðjast við uppskrift frá matarást, en hér er bloggfærsla sem ég gerði um flatkökur. Ég mæli eindregið með að þið látið vaða í flatkökugerð.  Það jafnast ekkert á við nýbakaðar heimagerðar flatkökur.

tortillas 

Síðast var ég búin að fletja út svo margar og átti enn eftir deig þannig að ég gerði nokkrar kökur eins og ég væri að gera tortilla kökur.  Svo fyllti ég þær með brakandi fersku grænmeti sem ég fékk á Flúðum ásamt svakalega góðum heimagerðum sósum.

salat 

Við vorum orðin ansi svöng eftir góðan dag á Flúðum þannig að við fundum stað til að setjast niður og fá okkur eitthvað að borða.  

Á matseðlinum var Flúðaborgari með grænmeti frá bændunum í sveitinni.  Það hljómaði vel en fannst mér lítið til hans koma og undraðist ég mjög á að fá þreyttan borgara með aumingjalegu iceberg og 2 sneiðum af fölum tómati í hjarta grænmetisræktunar á Íslandi.  

Sjálf var ég með út í bíl fullan poka af ilmandi paprikum, agúrkum, sveppum salati og fleira góðu sem ég hafði verlsað af bændum þarna í grenndinni.  Ég hefði betur nartað í það.

Rúgmjöls tortilla kökur eru fáránlega góðar!

 hvalfjörður

Uppskrift af þessum svakalega góðu tortilla kökum má finna hér ásamt myndum sem ég tók þegar þokan læddist inn Hvalfjörðinn.

Og þá er komið haust?...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband