10.5.2013 | 10:30
Svolítið Ítalskur brunch
Það kom að því að hægt var að sitja út á svölum í glaða sól og góðum hita. Ég notaði tækifærið og gerði svaka fínan brunch, einnig út af því að við erum að passa rosalega fín garðahúsgögn fyrir vini okkar og það var perfect dagur í gær að sjá hvort þau væru nothæf og viti menn, það verður hvert tækifæri nýtt út á svölum í sumar til að bjóða í brunch.
Það var eitthvað stórkostlegt við þennan rétt, kannski var það sólin og hlýja veðrið, kannski var það frábæru garðahúsgögnin eða Beronia, Reserva, sem var borin fram með réttinum. Hvað sem það var þá mun ég geri þennan aftur því hann var að dansa!
Ég notaði það sem var til sem var:
Spæld egg í tómatsósu
- Passata, tómatar í glerflösku, lífrænir frá Biona (sósa)
- Paprika
- Fersk basilika
- Hvítlaukur
- Parmasen ostur
- Salt
- Pipar
- Oregano
- Egg (eins mörg og þið viljið borða)
Ég skar papriku smátt, steikti í ólífuolíu með hvítlauk, bætti viðtómatsósu og kryddi og lét malla smá.
Svo braut ég 3 egg út í sósuna, þannig að eggin fljóta ofan á sósunni, þau þurfa ekki að snerta pönnuna.
ég setti lok á pönnuna til að eggin elduðust ofan á líka.
Í lokin saxaði ég ferska basil og reif niður parmasenost sem ég stráði yfir.
Með þessu bar ég fram ofnbakað beikon og nokkurskonar rósmarín grissini stangir.
Lykillinn er að nota góða tómatsósu. Mér finnst Passata frá Biona mjög góð.
Flokkur: Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 10:34 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.