Fersk grænmetissúpa

Ég var að hlusta á Matur fyrir öllu á Rás 1.  Stórfínir þættir ef þið hafið ekki enn hlustað og það er hægt að nálgast þá í Sarpinum á ruv.is.  

Ég heyrði hjá viðmælanda tala um það þegar menn komu heim úr vinnunni í hádegismat, lögðu sig svo með hádegisfréttunum og fóru svo aftur í vinnuna. Það eru eflaust fáir sem tileinka sér þennan sið í dag.  

En það eru víst aðrar forendur í dag og þar á meðal sú að það engin heima til að elda ofan í viðkomandi og svo er það fjarlægð til vinnu, það tæki marga eflaust þennan klukkutíma sem færi í matarhléð að koma sér til og frá vinnu.  En þetta er notaleg hugmynd um hvernig var.

 

grænmeti 

Ég náði mér í eins mikið íslenskt grænmeti og ég gat hjá Frú Laugu í þessa súpu og hún endaði á að vera ansi græn grænmetissúpa þrátt fyrir að vera rauð á litin.  Íslenska spínatið var mjög gott.

Ég versla allt mitt grænmeti hjá Frú Laugu, og alla ávexti sem þau bjóða upp á.  Svo eru þau með frábæra ólífuolíu sem ég fylli reglulega á hjá mér.  

Þessi súpa er ekki með neina stæla, þannig að svona eldamennska hentar svo vel þegar maður er í því að elda allt sjálfur.  Þetta er því frábær uppskrift fyrir þá sem vilja elda allt sjálfir frá grunni með lítilli fyrirhöfn.  

Ég nota aldrei súputeninga.  Ég sleppti því að krydda súpuna nema með salti og pipar því ég setti rósmarín í croutonið og svo er nóg bragð af hvítlauknum og ostinum, og ég tala nú ekki um öllu þessu ferska og fína hráefni.

grænmetissupa 

Grænmetissúpa

  • 1 dós Chrused tomatoes frá Eden 
  • 1 græn paprika (íslensk)
  • 1/2 kúrbítur (íslenskur)
  • Spínat, 2 góðar lúkur (íslenskt)
  • 1/2 laukur
  • 1-2 hvítlauksrif
  • Óífuolía
  • Salt og pipar
  • 3 dl vatn
  • Góð skvetta af rjóma
  • Croutons
  • Parmagiano Reggiano
Skerið grænmetið í bita. Svitið grænmetið upp úr smá ólífuolíu. Bætið við tómötum og vatni og látið malla í hálftíma.  Í lokin má hella út í smá rjóma og fá upp suðu og bera hana svo fram með croutons og parmagiano.
 
Ég setti helmingin af  súpunni í blender, örsnöggt.
 
Berið fram með heimagerðum croutons og ferskum Parmagiano Reggiano.
 
Ég hef áður gefið uppskrift af croutons.  Þeir klikka aldrei.  Það er svo einfalt að gera þá og þeir gefa ótrúlega gott bragð þegar maður er með einfaldar súpur.
 
Ekki því henda brauðinu sem er orðið of aðeins of gamalt, skerið það frekar í teninga og setjið í frysti, þá má skella teningunum á pönnu í 5 mín með góðri olíu og gera þannig heimsins bestu croutons.
 
croutons 
Croutons 
  • Nokkura daga gamalt brauð (heimabakað eða gott baguette)
  • Þó nokkrar msk góð ólífuolía, bætið við eftir því sem þarf miðað við hvað brauðið dregur í sig
  • Rósmarín
  • Maldon salt
Skerið brauðið í litla teninga. Ég var með heimagert brauð, svipað og þetta.
og þetta brauð myndi líka virka vel.
 
Veltið teningunum upp úr olíu, rósmarín og salti á meðalheitri pönnu svo að þeir brúnist smá. 
Það er líka hægt að rífa/kreista eitt hvítlauksrif út í á pönnuna.  
 
Pottagaldrar eru með ágætis ítalskar eða grískar kryddblöndur sem hægt væri að prófa að krydda með.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nú fæ ég móral, ég er ekki búin að prófa vorlauksleikinn.

En þú talar um að breyta brauði í croutons, ég er svo mikil búkona að ég bý til mitt eigið brauðrasp. Þá þarf maður bara að þurrka brauðið aðeins,´láta standa á borði í 2-3 daga, ekki í plastpoka, (Gott að rífa það í bita áður) og svo malar maður þetta í svona sallafínt brauðrasp í matvinnsluvélinni. Maður nefnir nú ekki hvað það er gott að nota dálítið dökkt brauð í þetta, raspið verður svo bragðmikið...

Nanna Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 23.5.2012 kl. 14:57

2 Smámynd: Soffía Gísladóttir

Mmmmm. Já, ég ætti að gera smá brauðrasp úr rúgbrauðinu mínu. Ég er alltaf að lesa í dönsku blöðunum (mad og bolig og svona) að það er mikið notað rúgbrauð í rasp og brauðteninga.

Soffía Gísladóttir, 24.5.2012 kl. 09:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband