30.5.2011 | 22:09
jalapeño, vorlaukur, hvítlaukur og tortilla í frystinum
Ekki mikið til og þegar ég er svöng og langar í allt og veit ekkert hvað ég á að fá mér þá endar það oft á því að ég skelli því sem til er á tortillu sem ég á yfirleitt í frysti. Bráðinn ostur og niðursoðinn jalapeño í dós er hin fullkomna samsetning.
Þegar þú átt...
...tortillu í frysti, taktu hana þá út úr frystinum
...ost, rífðu hann!
...jalapeño í krukku, skerðu hann smátt
...hvítlauk, saxaðu hann í sneiðar
...vorlauk, skerðu hann smátt
...góð krydd, náðu þér í það sem þér þykir gott, í mínu tilfelli sótti ég mér oregano, salt og grænan pipar. Úr verður dýrindis réttur sem að þessu sinni lét mér duga sem kvöldmat.
Flokkur: Matur og drykkur | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.