26.1.2011 | 19:43
Konfekt, sykraður appelsínubörkur með 70% súkkulaði
Ég rakst á þessa uppskrift um daginn í gömlum Gestgjafa (16. tbl, 2008, bls 50) og stóðst ekki mátið þar sem einn sem ég þekki er appelsínukall.
Svona fór ég að:
Konfekt, sykraður appelsínubörkur með 70% súkkulaði
- 1 appelsína
- 180 g sykur
- 1 1/4 dl vatn
- 100 g 70% síríus súkkulaði
Rífið börkinn utan af appelsínunni, svo hann sé heillegur. Skerið hann í ræmur. Sjóðið hann 3 x í sjóðandi vatni með því að skipta um vatn í hvert sinn sem þið sjóðið hann. (Sjóða í 10 mín, skipta um vatn, sjóða í 10 mín, skipta um vatn, sjóða í 10 mín.)
Með því að skipta um vatn nokkrum sinnum þá losnar maður við remmuna í berkinum.
Þerrið appelsínubörkinn á eldhúspappír.
Sjóðið saman vatn og sykur í 5 mínútur. Setjið appelsínubörkinn út í sykurvatnið og sjóðið þar í 20 mínútur.
Kælið hann á grind.
Bræðið súkkulaðið og hjúpið börkinn.
Flokkur: Matur og drykkur | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.