16.8.2010 | 10:46
Uppskrift af rúgbrauði soðið í niðursuðudósum í potti
Ég hafði heyrt um rúbrauð eldað í ofni eða í hverum. Svo fékk ég uppskrift hjá tengdó af rúbrauði soðið í vatni í potti í niðursuðudósum og varð að prófa.
Rúgbrauð
225 g rúgmjöl
150 g hveiti
125 g heilhveiti
2 tsk sódaduft
2 tsk salt
1/2 l súrmjólk
325 ml síróp
Öllu hrært saman. Deilist í 5 niðursuðudósir.
Smyrjið niðursuðudósir að innan og setjið smjörpappír í botninn á þeim.
Fyllið dósirnar til hálfs með deiginu.
Setjið dósirnar í pott sem fylltur hefur verið að vatni sem nær upp á miðjar dósirnar.
Leyfið suðu koma upp og lækkið þá á minnsta straum og sjóðið í amk 2 klst. Skv uppskrift var það 2 tímar en ég hafði það í u.þ.b 3.5 klst.
Best með plokkfiski.
Flokkur: Matur og drykkur | Breytt 18.8.2010 kl. 11:37 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.