The Ricemarket

Það er nýbúið að opna nýjan asískan stað hér við Kultorvet, við Köbmagergade.
Hann kallast The Ricemarket.
Ég kíkti þangað í hádeginu um daginn, og var mjög sátt við matinn.  Reyndar var ansi stór
eggjaskurn í omelettunni, þannig að við létum þjóninn vita, hún var ekki alveg viss hvað hún ætti að gera, sagði að það væri nýr kokkur í eldhúsinu (...þetta er viku gamall staður :)
Hún spurði hvort við vildum nýja omelettu, en við báðum um afslátt í staðinn. Svo kom þjóninn stuttu síðar og sagði að við þyrftum ekki að borga fyrir matinn, og reyndar þurftum við ekki að borga fyrir drykkina heldur.

Hvítvínið var mjög gott, ég fékk mér Riesling, en  heldur dýrt. 10 cl glas á 50 dkr og 20 cl á 100 dkr (sem er miðað við gengi.  750 kr og rúmar 1500 fyrir stærra glasið.  Ansi dýrt! Lítill Bjór er á 40 kr

Þar sem við sátum úti, þá færðum við okkur um 2 borð, og vorum þá komin á staðinn við hliðin á, þar sem vínglasið var á 30 kr og betur útlátið en 10 cl.  En það var reyndar ekki jafn gott og á Ricemarket.

Ég ætla að fara aftur á The Ricemarket, maturinn var góður, og þjónustan fín.  Þar sem þetta er nýr staður þá má alveg búast við smá byrjenda örðugleikum, en það var vel tekið á okkar máli.  Eigendur staðarins reka einnig ótrúlega flottan tælenskan stað sem heitir Kiin Kiin sem er með eina Michelin stjörnu.  Ég hef ekki enn kíkt á þann stað, en hef heyrt góða hluti.  Fagmennskan frá Kiin Kiin kemur greinilega í ljós í rekstri The Ricemarket.  Þar virðist vera metnaður við að gera vel við kúnnann.

Ég læt ykkur svo vita hvernig reynsla mín af Ricemarket verður eftir næstu heimsókn.

Hej hej
Soffia


Veitingastaðir við Grábræðratorg

Grábræðratorg

Grábræðratorg er mjög fallegt torg hér rétt hjá Strikinu, og mjög nice að sitja þar á
sólríkum sumardögum.  Þar eru nokkrir veitingastaðir.  Ég ætla að fjalla um þá sem ég hef heimsótt.

Skildpadden
Mjög skemmtilegur samlokustaður, þar sem maður "hannar" sína eigin samloku.  Maður fær brauð, ost og skinku, og svo hleður maður sjálfur á samlokuna af salatbar áleggi og sósum.  Mjög skemmtilegur staður, kósí og fínar samlokur.  Hvítvín hússins alveg hreint ágætt.

Sporvejen

Hamborgara og ommelettustaður.  Ágætis borgarar, kjúklingaborgarinn með avacado var fínn.
Það sem er skemmtilegt við þennan stað er að hann er innréttaður eins og gamall sporvagn. Annað skemmtilegt við staðinn er Lamumba, heitt kakó með koníaki.  Ótrúlega góður drykkur, og ég mæli með að fá hann í "to go" máli, og rölta um miðbæinn.

Huks Fluks
Þessi staður er með fullt af borðum úti á sumrin.  Hvítvín hússins er ágætt.  Ég fékk mér smárétt þarna, sem var serrano skinka með mossarella, fínn réttur, en ekki sérlega ódýr.  Fínn staður til að sleikja sólina og kæla sig niður með hvítvíni.

Jensen's Bøfhus

Ágætis steikur, ég var mjög ánægð með steikina mína (Oksemørbrad).  Svo er all you can eat ribs, þau eru svona ágæt, hef smakkað þau betri, en alls ekkert slæm.  Verðið á þessum stað er mjög gott. (Value for money staður)
Los Tilos, Sauvignon Blanc frá Chile (159 dkr) smakkaðist bara vel, og einnig Los Tilos, Cabernet Sauvignon. 

Ég sá að á vínseðlinum var Angove's Butterfly Ridge Shiraz / Cabernet frá Ástralíu á 169 dkr.  Ég hef smakkað það á öðrum stað, og það var mjög gott.

 

Svo mæli ég með að þið kíkjið á aok.dk síðuna, þar er fólk að tjá sig um þessa staði, ef þið viljið fá álit frá fleirum. 

Hér er svo listi yfir fleiri staði sem eru þarna.


Hej hej,
Soffia

____________
http://www.soffia.net/


Bloggfærslur 6. maí 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband