The Ricemarket

Það er nýbúið að opna nýjan asískan stað hér við Kultorvet, við Köbmagergade.
Hann kallast The Ricemarket.
Ég kíkti þangað í hádeginu um daginn, og var mjög sátt við matinn.  Reyndar var ansi stór
eggjaskurn í omelettunni, þannig að við létum þjóninn vita, hún var ekki alveg viss hvað hún ætti að gera, sagði að það væri nýr kokkur í eldhúsinu (...þetta er viku gamall staður :)
Hún spurði hvort við vildum nýja omelettu, en við báðum um afslátt í staðinn. Svo kom þjóninn stuttu síðar og sagði að við þyrftum ekki að borga fyrir matinn, og reyndar þurftum við ekki að borga fyrir drykkina heldur.

Hvítvínið var mjög gott, ég fékk mér Riesling, en  heldur dýrt. 10 cl glas á 50 dkr og 20 cl á 100 dkr (sem er miðað við gengi.  750 kr og rúmar 1500 fyrir stærra glasið.  Ansi dýrt! Lítill Bjór er á 40 kr

Þar sem við sátum úti, þá færðum við okkur um 2 borð, og vorum þá komin á staðinn við hliðin á, þar sem vínglasið var á 30 kr og betur útlátið en 10 cl.  En það var reyndar ekki jafn gott og á Ricemarket.

Ég ætla að fara aftur á The Ricemarket, maturinn var góður, og þjónustan fín.  Þar sem þetta er nýr staður þá má alveg búast við smá byrjenda örðugleikum, en það var vel tekið á okkar máli.  Eigendur staðarins reka einnig ótrúlega flottan tælenskan stað sem heitir Kiin Kiin sem er með eina Michelin stjörnu.  Ég hef ekki enn kíkt á þann stað, en hef heyrt góða hluti.  Fagmennskan frá Kiin Kiin kemur greinilega í ljós í rekstri The Ricemarket.  Þar virðist vera metnaður við að gera vel við kúnnann.

Ég læt ykkur svo vita hvernig reynsla mín af Ricemarket verður eftir næstu heimsókn.

Hej hej
Soffia


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Gaman að geta fylgst með ykkur í Köben, bestu kveðjur, Anna.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 6.5.2008 kl. 16:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband