Færsluflokkur: Matur og drykkur

Ostar og rauðvín í kvöldmat

Mig langar í milljón og fara í IKEA og versla.  Mér tækist eflaust að eyða helmingnum í smávörudeildinni. Hvað er málið?  Maður fer og grípur NOKKRA hluti og aldrei verður reikningurinn undir 20.000 kalli.  Og alltaf þegar ég á að borga þá verð ég jafn hissa á hvað þetta kostar mig.

 

Mér finnst fátt skemmtilegra en að fá mér osta og rauðvín með góðu baguette og nokkru vel völdu salami, þ.á.m grænpipar salami..

What to serve:

  • Gott baguette
  • Osta
  • Salami
  • Jam
  • Rauðlauk, þunnt skorinn
  • Raprika, þunnt skorin
  • Avexti, t.d melónu, vínber og jarðaber
  • Rauðvín og hvitvín

Mitt uppáhald er sneið af baguette með camembert, sultu, sneið af grænpipars salami og þunnum sneiðum af rauðlauk og papriku.


Masterchef á Íslandi - ég yrði send heim fyrst

Ég tók Top Chef moment í eldhúsinu um daginn.  Kærastinn gaf upp 2 hráefni og svo mátti ég bæta við tveim hráefnum og ég hafði 2 mínútur til að elda.

Þetta endaði í að ég bætti við 3 hráefnum og var að í næstum 3 mínútur. 

Svo var komið að honum.  Ég gaf honum 2 hráefni, melónu og hnetusmjör.  Hann mátti bæta við 2 hráefnum og hafði 3 mínútur.  Hann bætti við rjóma og heitt kakó sem ég hafði gert fyrr um daginn og var orðið kalt út á borði.

Ég væri sem sagt ekki að gera góða hluti í svona þáttum.  Ég er búin að horfa á ansi margar seríur af Top Chef bæði afmeríska og Kanadíska og hef gaman að.  (Langar að horfa frönsku útgáfuna). Það verður fróðlegt að sjá þá Íslensku.

En ég er ekki að grínast með að ég myndi ekki gera góða hluti í þessum þáttum.  Ég dáist af fólkinu fyrir hugmyndaflugið að réttunum sem þau gera miðað við hráefni sem þau hafa og tímanum.  Það er aðallega þetta tímaspursmálið sem myndi stressa mig upp úr öllu valdi.

Melónurétturinn hjá kærastanum var afbragð.  Hann þeytti saman rjóma, hnetusmjör og skvettu af kalda "heita" kakóinu og bar það fram á melónusneið.

Hnetusmjör og rjómi þeytt saman = frábært! 

Kærastinn lét mig fá ferska basil og engifer og ég bætti við baguette sneið, sesamfræjum og það þriðja (svindlið) var olía til steikingar, þannig að úr varð snitta sem smakkaðist ágætlega, engin snilld samt.  

En hér snilld, réttur sem ég bloggaði um fyrir þó nokkru og er vel þess virði að rifja upp.

Svona gerði ég hann síðast:

avocado 

Humar og avocado (Uppskrift miðað við 4)

 

  • Slatti af Humarhölum, skelhreinsuðum (einnig hægt að nota tígrisrækjur)
  • 2 Avocado, þroskaðir og vel mjúkir
  • Hvítlaukur, kannski 1-2 rif
  • 1/2 rauðlaukur 
  • 1/2 rauð paprika
  • Smjör, til að steikja, 2-3 msk, eða bara eftir smekk

 

Paprika, rauðlaukur og hvítlaukur skorið smátt og léttsteikt á pönnu í íslensku smjöri.  Humar steiktur með í ca 2-3 mín í lokinn.

Skerið avacadoinn til helminga og takið hann úr hýðinu og skerið í fremur grófa bita.  Blandið við humar og grænmetið í skál.  Hreinsið vel báða helminga hýðisins og notið sem skálar, setjið gumsið ofan í og berið fram.  


Steikt egg í papriku

Ég sá þetta einhverstaðar og fannst þetta skemmtileg framsetning á steiktu eggi.  Ég prófaði og þetta smakkast vel.  

Þið einfaldlega sneiðið papriku og skellið henni á pönnuna og brjótið egg ofan í.  

paprika egg 

Ég bar þetta fram á heilsusamlegum klatta.  Það mætti alveg bera fram með þessu nokkrar beikon sneiðar og ferskan mjúkan avocado. 

paprika egg 


Lax með bláberjum og garðablóðbergi

Vinir okkar buðu okkur í mat um daginn.  Á boðstólnum var lax, reyktur með birki á útigrillinu.  Þar sem við vorum í sumarbústaðnum þá var farið út að tína krydd á laxinn, bláber, krækiber og garðablóðberg.

lax 

Þau skáru niður birkigreinar og settu í botninn á álboxi, því næst kom laxinn á grind og svo lox og öllu pakkað inn í álpappír með smá loftgötum.

lax 

Það tók um 20 mínútur að elda laxinn.

lax 

Uppskriftin gæti hljóðan einhvernvegin svona...

Reykeldaður lax

  • 1 laxaflak
  • Salt og pipar
  • Krækiber
  • Bláber
  • Garðablóðberg
  • Birki til að reykingar

Skerið birkið í bita og setjið í botninn á boxinu.  Kryddið laxinn og setjið hann á grind ofan á boxið og svo lok og álpappír eins og ég sagði frá hér áðan.  Leggið boxið á heitt útigrillið og eldið laxinn þar til hann er tilbúinn.  Það tók um 20 mínútur í þetta sinn.

svartá 

Svartá 

svartá

svarta2 

svartá 

 

THE HOUSE BY THE SEA Á FACEBOOK 

 


Tvær mjög ólíkar blómkálssúpur og vanmetinn hálfmáni

Við nágranni minn ákváðum að elda saman en þó í sitthvoru lagi, sem við gerum ansi oft. Hún eldar heima hjá sér og ég heima hjá mér og svo hittumst við á öðru hvoru heimilinu með allan matinn og borðum saman.  Við leggjum svona óljóst línurnar hvað við ætlum að elda og í hvert sinn verður allt fáránlega gott sem við gerum og smellpassar saman.

Meir að segja tókst vel til þegar hún kom með gulrótarsúpu og ég gerði hálfgerða pizzu með sýrðum rjóma og chile pipar.  Á meðan við borðuðum súpu og chile pizzu var flannastór hálfmáni í ofninum, stútfullur af gæða salami, osti og fleiru góðu.  Ég sá ekki fyrir mér að snert yrði á honum enda allir vel saddir eftir súpu og flatböku.  

Ég tók hann nú samt úr ofninum og lét hann á borðið, skar eina sneið af honum til að smakka. Hann var étinn upp til agna á 10 mínútum.

Þetta var besti hálfmáni sem ég hef smakkað og minnti mig á að gera hálfmána oftar, en ég hef forðast það því mér finnst venjulegar pizzur svo góðar.  Það verður fljótlega gerður hálfmáni aftur.

Í þetta sinn átti  nágranni minn blómkál og ég einnig þannig að við ákváðum að fara í blómkálssúpukeppni.  Við unnum báðar! 

Það er magnað hvað hægt er að gera ólíkar súpur úr þessu ágæta hráefni.

Ég er ekki með nákvæma uppskriftir en það er bara ekki svo nojið hvernig þið gerið þetta, málið er að smakka sig bara til og segja það gott þegar maður er sáttur.

Blómkál og kartöflur eru góður grunnu að súpum. Ég nota aldrei súputeninga.  Mér finnst hráefnið sem maður notar í súpur hverju sinni njóta sín vel.  En það er líka lykilatriði að nota gott hráefni. Ég notaði enga mjólk né rjóma í mína súpu.

súpa 

Blómkálssúpa með beikoni

 

  • 1 blómkál
  • 4-5 kartöflur
  • 3-4 sneiðar af góðu beikoni (Fékk mitt hjá Kjötpól á laugarnesvegi)
  • Valhnetukjarnar, lúka og smá vatn til að mauka með
  • Smjörklípa 
  • Pipar
  • Hvítlausrif 
  • Rjómi ef þið viljið (Ég átti engan rjóma)
  • 2 epli

 

Sjóðið blómkál, kartöflur og epli í vatni.

Steikið beikon og bætið út í pottinn.

Maukið í töfrasprota valhnétukjarna með smá vatni svo úr verði mauk.

Bætið valhnetumauki, pipar, smjöri og pressuðu hvítlauksrifjum út í súpuna. Setjið súpuna í blender og maukið.  Þið getið ráðið þykktinni með að taka eins mikið vatn úr pottinum með í blenderinn og þið viljið. Setjið súpuna aftur í pottinn með smá skvettu af rjóma og mallið saman.

 súpa

Blómkálssúpa með grillaðri papriku

 

  • 1 blómkál
  • 5-6 kartöflur
  • Grilluð paprika
  • Hvítlauksrif
  • Basilíka, fersk
  • karrí
  • Mjólk eða rjómi

 

Grillið papriku í ofni.  Sjóðið allt saman í vatni, bætið við paprikunni og kryddi. Maukið í blender.

 

 


Ristaðar möndlur

Það er hægt að gera svo margt með möndlur.  Rista þær, gera marsipan, möndlumjólk, möndlumjöl og svo má lengi telja.

Ég prófaði að rista nokkrar um daginn, það er ágætis maul. 

möndlur 

Ristaðar möndlur 

 

  • 2.5 dl sykur
  • 7 dl möndlur 
  • 1/2 dl vatn
  • 1/2 msk kanill (má sleppa)

 

Setjið sykur, vatn og kanil á pönnu.  

möndlur 

Bætið við möndlum og hrærið öllu vel saman á meðalhita þar til sykurinn kristallast.  

Takið möndlurnar af pönnunni og setjið á smjörpappír og leyfið þeim kólna. 

möndlur

 

 

 


Undir áhrifum Aloo Palak

Ég freistast alltaf til að kaupa fjallaspínat þegar ég fer í mín vikulegu grænmetisinnkaup hjá Frú Laugu.

Ég datt niður á uppskrift af Aloo Palak og hafði hana til hliðsjónar þegar ég eldaði kvöldmatinn í gær. 

 spínat

Spínat kartöfluréttur

  • 1 poki spínat
  • 2 tómatar
  • 1/2 laukur
  • 1-2 hvítlauksrif
  • 1-2 tsk Karrí krydd blanda frá Yndisauka (eða annað gott indverskt krydd)
  • 5-6 soðnar kartöflur
  • 1/2 tsk sykur
  • Skvetta af mjólk, kannski 1/2 - 1 dl, ekki svo nojið
  • Salt og pipar eftir smekk
  • Smjörklípa 

 

Skolið spínatið og hitið það á pönnu með smá vatni.  Maukið það í blender.  Leggið til hliðar.

Svitið lauk og hvítlauk á pönnu.  Bætið við kryddum og svo tómötum, fínt skornum og smá sykri. Bætið út í þetta spínatinu, smá mjólk og hrærið saman.  Bætið við kartöflum og saltið og piprið eftir smekk.

Ég setti smá smjörklípu í lokin, en það má sleppa því. 

spínat 

Þá er þetta tilbúið.  Berið fram með góðum fiski eða þess vegna eitt og sér sem léttur grænmetisréttur.  Ég bar þetta fram með þorski.

 


Macaroni & cheese

Macaroni & cheese er svo vinsælt í Norður Ameríku.  Þegar við bjuggum í Kanada var þetta eitt af því fáa sem börn vina okkur gátu skóflað í sig.  Og þá var það ekki gert frá grunni heldur úr pakka frá Kraft, úffff ekki líst mér vel á það, ef eitthvað er unnin vara....

Inniheldur: 

Enriched Macaroni Product (Wheat Flour, Niacin, Ferrous Sulfate [Iron], Thiamin Mononitrate [Vitamin B1], Riboflavin [Vitamin B2], Folic Acid), Cheese Sauce Mix (Whey, Modified Food Starch, Whey Protein Concentrate, Cheddar Cheese [Milk, Cheese Culture, Salt, Enzymes], Granular Cheese [Milk, Cheese Culture, Salt, Enzymes], Salt, Calcium Carbonate, Potassium Chloride, Contains Less than 2% of Parmesan Cheese [Part-Skim Milk, Cheese Culture, Salt, Enzymes], Dried Buttermilk, Sodium Tripolyphosphate, Blue Cheese [Milk, Cheese Culture, Salt, Enzymes], Sodium Phosphate, Medium Chain Triglycerides, Cream, Citric Acid, Lactic Acid, Enzymes, Yellow 5, Yellow 6). 

Ég veit ekki hvort Mac n´cheese frá Kraft fáist á Íslandi, hef ekki séð það...kannski í Kosti? Ekki það að ég muni nokkurntíma kaupa það svo það skiptir ekki öllu.

Ég hef aldrei almenninlega spáð í Macaroni & cheese, hvernig heimagerðu uppskriftirnar hljóma, þannig að ég ákvað að hafa Mac ´n cheese í matinn, bara svo ég viti hvernig á að gera það og leitaði uppi örfáar uppskriftir.  Þær hljómuðu nokkurnvegin allar eins.

Í grunninn þá er þetta einfaldlega bechamel sósa með osti.

Uppskriftirnar segja að nota skuli cheddar ost. Ég átti hann ekki til og notaði bara Gouda í sósuna og toppaði með mossarella og parmigiano reggiano ofan á áður en rétturinn fór í ofninn.  Ég semsagt fór skerfinu lengra og ofnbakaði réttinn líka, en þess þarf ekki.  Það er nóg að bera þetta fram í pottinum. 

macncheese 

Macaroni og ostur

  • Macaroni pasta, eldað skv leiðbeiningum á pakka
  • 2 msk smjör
  • Nokkrar msk hveiti þar til þið eruð komin með smjörbollu
  • Mjólk og/eða rjómi þar til hæfileg þykkt er komin á sósuna
  • Rifinn ostur (ég hef notað um 2 dl)
  • Mossarella
  • Parmigiano reggiano
  • Salt
  • Pipar

 

Sjóðið Macaroni pasta.

Bræðið smjör í potti á meðal hita, bætið við hveiti og hrærið upp í smjörbollu.  Bætið við mjólk og rjóma smá í einu og hrærið vel í allan tíman þar til þið eruð komin með sósu sem líkjist vöffludeigi á þykkt (Þetta er bara hvít sósa eins og lasagna sósa eða plokkfisksósa...)

Bætið við rifnum ostinum. Hrærið vel saman. Saltið og piprið. Hellið vatninu af Macaroni pastanu og bætið pastanu við sósuna.  

Ef þið viljið stinga þessu lka í ofn með enn meira af bræddum osti setjið þá pastagumsið í eldfast mót, skerið ferska mossarellakúlu í sneiðar og leggjið ofan á ásamt smá rifnum parmaosti.

Ég skellti nokkrum sneiðum af tómötum þar ofan á til að fá smá lit í réttinn.  Þetta bakaði ég svo í ofni á 230°c þar til osturinn varð gullinbrúnn. 


Útieldhús er draumurinn

Mig dreymir um útieldhús.  Það er svo sem ekki mikið mál að skella upp einhverri aðstöðu og það er á teikniborðinu þar sem við erum að byggja draumahúsið í sveitinni.

Veðrið er kannski ekki upp á marga fiska alla daga en það koma dagar og þá er það svo þess virði að hafa góða aðstöðu til að geta dúllað sér í matargerð og boðið vinum og fjölskyldu í brunch, lunch eða dinner... Ég er ekki sólbaðstýpa en að geta verið úti að elda, þá er tímanum í sólinni vel varið. 

Ég skellti litla ofninum mínum út á hlað um daginn og bakaði flatkökur í sólinni.  Það kemur oft bræla þegar maður bakar flatkökur inni á hellu þannig að það var frábært að sitja út í sólinni og baka. Mjög afslappandi!

flatkokur 

Ef þið eigið svona lítinn sumarbústaðarofn þá er brill að fara út á svalir eða pall og skella í nokkrar flatkökur í næsta góðviðri.  

Ég á ekki grill þannig að ég veit ekki hvernig það kemur út að grilla þær, en um að gera að prófa, örugglega mjög gott.  Muna bara svo að stinga  kökunum í vatn þegar það er búið að baka  þær áður en þær fara inn í rakt viskastykki eða plast. 


Jarðaberja ávaxtarúlla - 1 hráefni ...Jarðaberjasushi?

Ég prófaði að gera jarðaberja "fruit rolls".  Þetta reyndar misheppnaðist hjá mér, held ég hafi smurt jarðaberjamaukinu aaaaðeins of þunnt á plötuna þannig að ég endaði með jarðaberjapappírsarkir. Ég held ég þurfi að prófa þetta aftur því þetta er ágætis hugmynd.  

Ég sit uppi með pappírsþunnar rúllur sem eflaust er hægt að gera eitthvað við...þær líta út eins og Nori blöð, þannig að ég gæti gert jarðaberja sushi... hmm. Eftirréttajarðaberja sushi? 

jarðaber 

Hér er fín uppskrift sem greinilega heppnaðist mjög vel.  Ég ákvað að gera jarðaberja "fruit roll" og notaði bara jarðaber.  Maukið leit vel út og allt svoleiðis en ég áttaði mig ekki alveg á þykktinni sem maður smyr á pappírinn.

Ég læt þessa uppskrift flakka, og mæli með að þið kíkjið á linkinn með uppskriftinni hér fyrir ofan til að sjá hvernig á að gera þetta svo vel takist til.  

 jarðaber

Jarðaberja ávaxtarúlla

  • 2 öskjur fersk jarðaber

Maukið berin í blender eða matvinnsluvél.  Setjið maukið á  bökunarpappír á ofnplötu.  Passið að dreyfa ekki of þunnt úr maukinu (eins og ég gerði).  Það má eflaust vera góðir 3 mm á þykkt.

Bakið í ofni á lægsta hita (minn er á 50°c ) í 5 - 8 hita með örlitla rifu á hurðinni. 

Ef þið viljið gera jarðaberjapappír þá dreyfið þið bara betur úr maukinu og hafið það fremur þunnt. :) 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband