Færsluflokkur: Matur og drykkur

Bananaís - eitt hráefni

Og þetta eina hráefni mun vera.... BANANI.

Enn og aftur þegar maður dettur niður á einfaldar uppskriftir þá er ekki úr vegi að prófa þær. Þannig að ég fylgdi leiðbeiningum.

bananaís 

Bananaís

 

  • 3-4 bananar

 

Skar banana í sneiðar og frysti. Það tekur þá nokkra klst að frjósa almennilega.

Setti skornu bananana í matvinnsluvél og maukaði.  Það þarf að vera fremur þunnar sneiðar svo hnífarnir á vélinni ráði við að mauka bananana.

 bananaís

Eftir stutta stund voru bananarnir orðnir að hálfgerðu púðri sem svo tók fljótlega  á sig svona íslega mynd. Þannig að já, þetta leit út eins og ís.

bananaís 

Þetta er brilliant hugmynd sérstaklega til að gefa litlum börnum sem langa í ís. 

Það eina sem ég myndi hafa í huga er að bera lítið fram í einu og geyma það sem ekki er borðað í frysti (eða kæli, eftir því hve fljótt á að borða þetta) því mér fannst þetta verða slepjulegt þegar það bráðnar, þá er þetta auðvitað bara orðið að bananamauki.

Hér eru svo endalausir mögur á skemmtilegum útfærslum.  Mér datt strax í huga að bæta við smá heimagerðri möndlumjólk og gera sjeik.  

En í grunninn, ágætis aðferð sem vert er að prófa og þróa.  Og best af öllu, engin sykur!


Nutella smákökur og aðrar úr hnetusmjöri. - 3 hráefni

Eins og ég er nú að gera allt frá grunni þá er ég ekki heilagari en svo að ég keypti Nutella heslihnetusmjör í annað sinn á jafn mörgum mánuðum. (Það er oftar en á allri minni ævi). Í fyrra skipti til að eiga handa ungum næturgestum og í seinna skiptið þá hef ég verið að skoða einfaldar smákökuuppskriftir með Nutella sem mig langaði að prófa.

Loks lét ég verða að því að prófa að baka með Nutella.  Einhver uppskrift innihélt sykur og önnur ekki og ég ákvað að láta reyna að þessa sykurlausu þar sem Nutella er alveg nógu sætt fyrir, ca 60 g sykur í 100 grömmum.  Það þarf ekkert að ræða það frekar! Svo sá ég uppskrift sem var einnig með smjöri en það eru 30 g fita í 100 g.  Látum það duga!

Þá held ég að við séum búin að átta okkur á því að þetta er ekki það hollasta sem við látum ofan í okkur og getum hafði baksturinn. 

nutellasmakokur 

Nutella smákökur 

  • 1 bolli nutella
  • 1 bolli hveiti
  • 1 egg

Öllu hrært saman.  Svo notaði ég hendur til að rúlla í kúlur sem ég flatti út með gaffli á bökunarplötu klædda smjörpappír.

Ég er Snickers aðdáandi og þar sem ég átti salthnetur þá muldi ég þær út í part af deiginu.

Bakist í ofni í 10 mín við 180°c. 

Og fyrst þetta var svona einfalt þá var lítið mál að flækja hlutina aðeins.  Þar af leiðandi gerði ég svipaða uppskrift nema með hnetusmjöri.  Nema nú notaði ég sykur og egg.

Hér getur maður bakað með betri samvisku, sérstaklega ef maður minnkar sykurmagn.

Uppskriftin hljóðaði svona

Hnetusmjörs smákökur 

  • 1 bolli hnetusmjör - Hreint hnetusmjör sem inniheldur bara hnetur!
  • 1 bolli sykur
  • 1 egg

 Sama aðferð og með Nutella kökurnar. Bakist í ofni í 10 mín við 180°c. 

Ég notaði þó mun minna af sykri.  Og hér er örugglega gaman að leika sér með að minnka sykur til muna og bæta frekar við súkkulaðibitum, góðu 70%. 

Og að sjálfsögðu þá lét ég ekki staðar numið í tilraunastarfsemi og gerði nokkrar þar sem ég blandaði báðum smákökudeigum saman svo úr varð Nutella- hnetusmjörs smákökur.  Í nokkrar gerði ég holi og lét tsk af Nutella ofan í, hefði prófað súkkulaði hefði ég átt það.

 


Döðlukaka sem leynir á sér, borin fram með karamellusósu

Vinkona gaukaði þessari uppskrift að mér.  Ég veit að hún er smekkmanneskja á mat þannig að fyrst að hún mælti með henni þá vissi ég að þetta væri uppskrift sem ég þyrfti að prófa.

Og viti menn, þessi kaka, sem ég hélt að væri kannski of hversdagsleg fyrir afmælisboð sómaði sér vel sem eina afmæliskaka dagsins.  

Hversdags eða spari, fábær uppskrift.

döðlukaka 

Döðlukaka með karamellusósu

  • 235 g döðlur
  • 1 tsk matarsódi
  • 120 g mjúkt smjör
  • 5 msk sykur
  • 2 egg
  • 3 dl hveiti
  • 1/2 tsk salt
  • 1/2 tsk vanilludropar
  • 1 1/2 tsk lyftiduft

 

Hitið ofn í 180°c

Setjið döðlur í pott og látið vatn fljóta yfir.  Leyfið suðu koma upp, slökkvið á hellunni og látið döðlur bíða í pottinum í 3 mín.

Bætið matarsóda saman við döðlurnar í pottinum.

Þeytið saman smjör og sykur

Bætið við eggjum, einu í einu.

Blandið við hveiti, salti og vanilludropum.

Setjið lyftiduft út í og 1/4 af döðlunum (sem þið hafið sigtað upp úr vatninu) og hrærið varlega saman.

Blandið að lokum afganginum af döðlunum út í.

Smyrjið kökuform, tvö lítil eða eitt stórt.

Bakið við 180°c í 30-40 mín.

döðlukaka

Karamellusósa

 

  • 120 g smjör
  • 115 g púðursykur
  • 1/2 tsk vanilludropar
  • 1/4 bolli rjómi

 

Setjið allt í pott og látið suðuna koma upp.  Lækkið hitan og látið krauma í 3 mín.  Hrærið í sósunni allan tímann. 

 


Sjálfvökvandi kryddjurtapottar - heimagerðir úr 2 L gosflöskum

Það er með eindæmum hvað þessir heimagerðu sjálfvökvandi pottar eru að svínvirka.  Ég hef lítið sem ekkert þurft að sinna kryddjurtunum eða vökva þær á meðan þær hafa verið að koma upp.

Ef þið eruð ekki búin að koma niður t.d smá basil og kóríander fræjum þá er um gera að setja niður nokkur fræ í svona sjálfvökvandi potta... 

sjalfvokvandi 

Það má lesa allt um þessa frábæru aðferð hér


Avocado súkkulaði terta - pínku holl...

Ég á vinkonu í Kanada sem borðaði ekki avocado. Ég átti erfitt með að trúa því og keypti nokkra girnilega avocadoa, skar þá í bita og saltaði vel með Maldon. Svo bauð ég henni að smakka. Hún var tilbúin til þess en lét mig þó vita að þetta þætti henni ekki gott.

Hún var fljót að klára úr skálinni og biðja um meira.

Hún gerði svo góðan eftirrétt um daginn með avocado og bauðst til þess að deila með okkur uppskriftinni.  Ég prófaði að gera þennan eftirrétt fyrir vini og hann sló í gegn.


Svona hljóðaði bréfið sem ég fékk frá henni:

I used to hate avocados – my mom ate them all the time and they were gross.  The texture, the taste, the slimy pit – ew.  Then I met Soffia, and she chopped a ripe avocado up and sprinkled liberally with sea salt.  I said “I hate avocado’s.” and she said “You have try it.  How can you hate avocado’s?” And  I am always game, so I tried it, for the first time in probably 20 years, and it was delicious.  With the salt it tasted almost like butter, but better (and much healthier).  Now I love avocados.  I probably eat 4 per week – on my eggs, in a smoothie, on a burger, as a guacamole side dish, the list goes on….

I recently found a couple recipes that use avocado and are absolutely amazing.  I dare you to make them and tell me you don’t like it – they are gems that I will make regularly for many years to come!

This is the first recipe – originally found here  and modified slightly.  Not only is it chocolatey and delicious – it is actually really good for you!

Chilled Double Chocolate Torte: The No-Bake Version

No Bake Chocolate Crust:

  • 1 cup almonds or pecans
  • 1/8 cup cocoa powder
  • 1 tbsp coconut oil (other light taste oil may work)
  • 1/8 cup pure maple syrup
  • 1 tsp pure vanilla extract
  • 1/2 tsp kosher salt

Chocolate Avocado Mousse:

  • 2 cups avocado flesh (approx 3 small avocados), pitted and scooped out
  • 1/3 cup almond milk
  • 2/3 cup pure maple syrup
  • 1 tbsp smooth peanut butter (or other nut butter)
  • 1 tsp cornstarch
  • 1/4 tsp kosher salt
  • 1 tsp pure vanilla extract
  • 4 oz unsweented Baker’s chocolate (melted)
  • 1/4 cup cocoa powder, sifted if clumpy

Directions:

1.       Crust: Oil a 7-10 inch springform pan and line it with a circle of parchment paper. In a food processor, pulse the pecans until crumbly. Be careful not to over process them as you still want them a bit chunky. Now add in the rest of the crust ingredients and pulse until just mixed. Scoop mixture onto prepared pan and press down firmly and evenly with slightly wet fingers or a spatula. Pop into freezer to set while making the mousse.

2.       Chocolate mousse: Place all mousse ingredients (except melted chocolate) into food processor. Process until smooth. In a small bowl, melt your chocolate chips in the microwave and scoop melted chocolate into food processor mixture. Process until smooth.

3.       Remove crust from freezer and scoop this mousse on top of crust. Smooth out as much as possible and then place in the freezer for 2 hours to firm.

4.       Once firm, remove from freezer and allow to sit on the counter for about 5-10 minutes before serving chilled. Place leftover torte in the freezer wrapped and placed in a seal container.

Note that this torte should be served chilled as it gets soft at room temperature.

And the second recipe is for muffins.  I have three kids, and of course they all like different foods.  If I find something healthy that all three enjoy it is a cause for celebration.  These muffins are one of the few food all three kids, and even my husband, love.   I go through a batch of these in a few days in our house.  I originally found the receipt here: http://www.yummly.com/recipe/Avocado_-Banana-And-Mango-Muffins-Recipezaar - but I have made quite a few changes and could probably rightfully call it my own creation now J

Avocado, Banana and Mango Muffins

  • 2 ripe bananas (I freeze mine when they get to rip and save them for recipes like this)
  • 1 avocado
  • 1 mango (or  1 cup thawed frozen mango cubes)
  • ½ cup melted butter
  • 2 eggs
  • ¾ cup honey
  • 3 cups total of dry stuff – I do varying mixtures of flour, whole wheat flour, ground flax, oatmeal flour, wheat germ – use your imagination…
  • 2 tsp baking powder
  • 2 tsp baking soda
  • 2 tsp vanilla
  • 1 cup chocolate chips

Put the fruit, melted butter, eggs and honey into a blender and blend thoroughly.  Put the dry ingredients, except the chocolate chips, in a large bowl and mix thoroughly.  Add the wet ingredients from the blender to the dry ingredients and mix with a spoon until combined.  Add the chocolate chips.

Spoon into muffin tins.  I always use mini-muffin tins and pile them pretty high.

Bake for 350 for approx. 15 minutes (the original recipe says 35 minutes for regular sized muffins).

Enjoy!  I am going to buy some avocados right now  :)

September Kuromi

http://allthedoors.wordpress.com 


Hundurinn Kópur fær sér rauðvín, camembert og baguette

Hér er hundur að mínu skapi.  Ég var að lesa barnabók fyrir dóttur mína eftir frakkann Pierre Probst, gefin út um 1960 um hundin Kóp.  Hann fór út og keypti sér camembert, nýbakað baguette og rauðvínsflösku.  Þetta er alvöru gourmet gaur!

kopur 

Ég veit ekki hvort það myndi fá að viðgangast í barnabókum sem eru skrifaðar í dag að sögupersónan fengi sér smá rauðvínstár með camembertinum, eða það að nokkrum dytti í hug að hafa camembert á boðstólnum í sínum barnabókaskrifum.

kopur 

 kopur 

Hér er hann, Kópur litli, að ösla pollana með camembert, rauðvínsflösku og baguette í körfunni góðu. Kannski er þetta bara áfengislaust rauðvín...

Bon appetit. 


Heimagert smjör - 1 hráefni

Það er ekkert praktískt fjárhagslega við að gera sitt eigið smjör en það er ótrúlega flott að sjá það gerast þegar rjómi verður að smjöri.  

Þannig að ef þið hafið aldrei prófað að gera ykkar eigið smjör þá mæli ég með því að þið prófið það bara til að sjá ferlið og til að geta boðið gestum upp á heimagert smjör með heimabakaða brauðinu.

Þetta er einstaklega einfalt, ferlið tekur innan við 10 mínútur ef þið eigið  hrærivél.  Ég notaði Kitchen aid, fyrst notaði ég þeytarann og svo spaðann.  

Áður en ég fór í smjörgerð þá horfið ég á þetta video sem sýnir nákvæmlega hvernig þetta er gert.  Það má eflaust finna myndbönd sem sýna hvernig hægt er að gera þetta í matvinnsluvél eða með blender.

smjör

Heimagert smjör

  • 1/2 L rjómi

Þeytið rjóman í ca 3 mínútur eða þar til hann verður að smjöri og vökvinn (áfir) skilur sig frá.  Hellið honum frá. (Þið getið geymt hann og notað siðar, t.d í bakstur.)

Setjið ca dl af ísköldu vatni í skálina og þeytið með spaðanum í smá stund.  Kreistið vökvan reglulega úr smjörinu.  Því meiri vökva sem þið náið úr smjörinu því lengur eykst geymsluþolið segja þeir.

Eftir að hafa þeytt með spaðanum í smá stund þá er komið smjör, þið sjáið það strax þegar þið eruð ánægt með afurðina og getið látið staðar numið.  Þetta gerist mjög fljótt. 

Nú er hægt að krydda smjörið eftir smekk og jafnvel blanda það saman með góðri óífuolíu í hrærivélinni.  Ég leyfði mínu vera hreint en saltaði það aðeins með Maldon salti.

smjör 


Hádegisverðarklúbbur og mér var boðið

Þær eru nokkrar stelpur sem hittast reglulega í Brunch.  Síðast hittust þær hér hjá vinkonu minni og nágranna í Kjósinni og ég var svo heppin að vera boðið að vera með og fá því að kynnast þessum stelpum og borða matin þeirra.  Það er miklar kröfur gerðar hvað varðar matargerð og mikið lagt upp úr góðu hráefni og góðum mat.

Ekki spillti fyrir að veðrir var brilliant og hægt var að sitja úti á palli allan daginn og njóta kræsinganna

brunch 

Þær buðu upp á mintu salat, basil pasta, kúrbítssmárétt, kryddjurta kokteil, hrísgrjónavefju, rækjusalat og banana kókós eftirrétt með basil svo fátt eitt sé nefnt.  Þemað að þessu sinni var Ferskar kryddjurtir.

Þegar maturinn var komin á borðið gleymdi ég alveg myndavélinni og tók því ekki fleiri myndir en naut þess í stað matarins, félagsskapsins og ekki síst veðurblíðunnar sem er svo kærkomin,. 

ponnukokur 

Ég bauð upp á bleiku pönnukökurnar með salvíu, borið fram með sýrðum rjóma og stökku beikoni.

Ég minni ykkur á síðuna mína, húsið við sjóinn.  Þar er hægt að leita eftir uppskriftum með "search" og "tags" og eins eru þær flokkaðar hjá mér að einhverju leiti. 


Dagbók osts

Ég gekk skrefinu lengra en síðast og setti ostinn í 90° heitt vatn þegar hann var búin að skilja sig frá mysunni.  Þar teygði ég á honum í svolitla stund áður en ég bjó til úr honum kúlur og setti í kalt saltvatn. (Síðast setti ég ostinn í örbylgljuofn, en mér fannst ég ná meiri stjórn á að teygja hann með sjóðandi vatni, amk þegar maður er byrjandi).

mossarella

Ef þetta misheppnast hjá ykkur og osturinn verður ekki svona teygjanlegur þá er alltaf hægt að nota hann eins og ricotta.  Þannig að ekki henda honum, hann er vel ætur.

Ég horfði á nokkur myndbönd á YouTube um mossarellagerð og varð aðeins kokhraustari fyrir vikið.

Þessi maður er greinilega vanur, enda eigandi ostabúðar og svo er þessi heima í eldhúsinu og með ágætis lýsingu á ferlinu.

Ég notaði sömu uppskrift og síðast, 2-3 msk sítrónusafa, 2 L lífræna nýmjólk og 2-3 dropa ostahleypi sem ég blandaði við 2-3 dropa af vatni.

mossarella

Þetta hljóp vel hjá mér í þetta sinn ofan í pottinum, en varð svolítið mulningslegt þegar ég var búin að kreista mysuna frá en svo hljóp þetta saman aftur þegar ég sauð ostinn og hann varð teygjanlegur og mossarellalegur og auðvelt var að krumpa honum saman í mossarellakúlu.

Látið ykkur ekki bregða hvað það verður mikil mysa eftir, og þið fáið bara tvær kúlur úr 2 lítrum af mjólk (ca 100 g af osti úr 1 L mjólk).

Þetta er áhugavert ferli og algjörlega þess virði að prófa, svo þarf maður bara að vera duglegur að nýta mysuna, t.d í pizzadeigið sem osturinn fer svo á...

mossarella

Þessar dásamlegu kúlur enduðu ofan á pizzu og osturinn varð gullinbrúnn og girnilegur.

mossarella

Við vorum með ostagerð í tveimur pottum, í hinum var notað eplaedik og hann endaði sem ricotta, og var stráð yfir pizzuna góðu og gerði hana enn betri.

mossarella


Ostagerð er leikur einn

Ég gerði mossarella sem heppnaðist vel, kúlan leit út eins og þessi sem maður kaupir í vökva út í búð og smakkaðist þannig.
 
Það eru mikil fræði á bak við ostagerð.  Ég get seint sagt að ég sé sérfræðingur, en maður lærir heilmikið á að fikta og prufa sig áfram. 
 
Ostagerð getur verið misflókin.  Einfaldast eru ferskostarnir sem þurfa enga geymslu og eru því tilbúnir strax, jafnvel eftir hálftíma.  Einfaldasti osturinn sem ég hef gert er Ricotta.  Mossarella var einnig einfaldur í gerð og tilbúin á innan við klukkutíma.
 
Ég keypti ostagerðabókina og þar er góður fróðleikur og nokkrar uppskriftir.  Á netinu má einnig finna fullt af uppskriftum og þar fann ég nokkrar mossarellauppskriftir sem ég hafði til hliðsjónar þegar ég gerði minn mossarella.
 
Í ostagerðabókinni var manni bent á að halda dagbók þegar maður gerir osta til að fylgjast með vinnsluferli og útkomu því það er margt sem spilar inn í, til dæmis hitastigið á mjólkinni.
 
Ég var ekki með hitamælir þegar ég gerði mossarella í fyrsta sinn. Í einni uppskrift var talað um 30°c og hækka svo í 37°c.  Ég hitaði mjólkina aðeins of mikið en það virtist ekki koma að sök, a.m.k varð 
osturinn að kúlu og góður var hann.  Svo finnst mér líka hafa að segja hversu mikla mysu maður kreistir úr honum.
 
Ég notaði 3 dropa af ostahleypi í 1 L af mjólk og 2-3 msk sítrónusafa.

Fróðleiksmolar

10 L af mjólk gefa af sér 1 kg af osti

Það er hægt að gera mismunandi osta með sama hráefninu en eiginleikar osta breytast við mismunandi skilyrði t.d hitastigi á mjólkinni, hversu lengi hún er síuð og með geymsluaðferð.

Ostar þroskast mislengi.  Ferskostar eru tilbúnir strax.  Harðir ostar, t.d Gouda, eru geymdir í 3 mánuði.  Parmasen ostur þarf að geymast í a.m.k 2 ár.

Mysa
Eins og ég sagði þá gefa 10 L af mjólk 1 Kg af osti.  Þá sitjum við uppi með 9 L af mysu.
 
Mysan er holl og próteinrík og má nýta á marga vegu.  Til dæmis er hægt að nota hana í brauðgerð þar sem uppskrift kallar á mjólk eða vatn, setja í smoothie og svo þykir hún góð sem fóður fyrir skepnur og einhverstaðar las ég að hægt sé að vökva með henni plöntur.
 
Það má lesa sér til um nýtingu á mysu á netinu, á ensku nefnist mysa whey.

Ostahleypir
Það er búið að vera aðeins í umræðunni að í ostum er ostahleypir sem gerður er úr ensímum úr kálfamaga.
Það er ekki að henta grænmetisætum, sem margar hverjar vissu ekki af þessu. Svo má minnast á gelatín, sem er gert úr dýrabeinum og er í ýmsum mat.
Það er misjafnt hversu langt fólk gengur í að neyta ekki dýraafurða, og það er spurning hvort fólk sem borðar ekki osta með ostahleypi gangi í leðurskóm.  
 
 
ostur 

Mossarella
  • 1 Líter Nýmjólk 
  • 2 dropar ostahleypir (Það ætti að vera nóg að nota 1 dropa segja þeir)
  • 1-2 msk sítrónusafi
  • Smá salt
 ostagerð
 
Setjið mjólk og 1 msk af sítrónu í pott og hitið að 30°c.  Ég setti líka tsk af salti.  Hrærið reglulega í. 
Þegar mjólkin nær 30°c bætið þá við ostahleypi og hitið mjólkina að 37°c.  Hrærið varlega, bara smá á nokkura mínótna fresti til að brjóta ekki upp ostakornin.
(Hér setti ég aðeins meiri sítrónu út í pottinn, var hrædd um að ég hefði ekki sett nóg og væri að klúðra þessu). 
 
Slökkvið á hellunni og látið pottinn standa í 20 mín.
 
ostagerð 
 
Takið nú ostinn upp úr pottinum með sigti og sigtið frá mysuna.  
(Á þessum tímapunkti var osturinn minn "vel hlaupinn" í kúlu og barasta tilbúin).
 
ostagerð 
 
Í uppskriftinni sem ég fór eftir svona að einhverju leyti, þessari hér, átti svo að setja ostinn í örbylgju og teygja á honum og allskonar ævintýri en þegar ég setti ostinn í örbylgjuna fannst mér endalaust leka mysa úr honum og hann rýrna ansi mikið.  
 
Þannig að ég lét staðar numið.
 
Svo er stórt atriði að salta ostana.  Það má gera á ýmsan hátt, t.d með pækilsöltun eða þurrsöltun.
Ég stráði bara Maldon salti yfir ostinn sem smám saman leysist upp og fer inn í ostinn. 
 
Þessi ostur var borðaður daginn eftir þannig að ég hef ekki kynnt mér geymsluaðferðir enn sem komið er, hvort maður ætti að geyma hann í poka eða setja í vökva og í box.  Finn út úr því næst.
 
bruchetta
 
Til að láta reyna á nýju afurðina gerði ég tómat bruchetta.  Mér fannst góð teygja í ostinum og hann var ferskur og skemmtilegur undir tönn.
 
Ostagerð er semsagt eitthvað sem hægt er að leika sér með, gera tilraunir og prófa sig áfram aaaalveg óhræddur.  Það er með þetta eins og allt annað, þegar maður er komin í æfingu þá er þetta leikur einn.
 
Ég mæli með að þið lesið ykkur aðeins til áður en þið byrjið, það er nóg af fróðleik hér á netinu. Og látið svo bara vaða, í versta falli misheppnast þetta einu sinni eða tvisar áður en þið "masterið" ostagerð. 

 

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband