Færsluflokkur: Matur og drykkur

Jóladagatal ...14 - Kjúklingasúpa fyrir sálina

Þið hafið heyrt orðatiltækið "Chicken soup for the soul".  Það er margt satt í þeim orðum.  Ég var með veika fjölskyldumeðlimi og ákvað því að henda í eina slíka.  Ég lét vita að þetta væri engin venjuleg súpa heldur " Chicken soup for the soul".  Hvar lækningarmátturinn í þeirri súpu liggur er spurning því þær eru eflaust jafn misjafnar og þeir eru margir sem elda hana.

Ég fyllti mína af hvítlauk, engifer og chili, íslensku grænmeti og heimagerðum kjúklingakrafti.

kjúklingasúpa 

Kjúklingasúpa fyrir sálina

  • 2 Kjúklingabringur
  • gulrætur
  • Paprika
  • Laukur
  • Fennel
  • Hvítlaukur
  • Engifer
  • Chili
  • Karry de lux
  • Salt
  • Pipar
  • Kjúklingakraftur (ég fékk minn með því að sjóða nokkur læri)
  • 1 dós kókósmjólk
  • 1 dós tómatar, chopped
  • 1/4 peli rjómi
Saxa og svita grænmeti.  Bæta við kryddum, kókósmjólk, tómötum og rjóma í l lokin.  Ég steiki kjúklingabringuna á annarri pönnu, sker kjötið í munnbita, krydda með salti og pipar og brúna létt áður en ég bæti út í eins og 2 dl af vatni, set lok á pönnu og læt malla þar til kjúlkingurinn er tilbúinn, sný bitunum við öðru hvoru.  Þá bæti ég honum við súpuna.  (ég er með salmonellufóbíu).
 
Kjúklingsoðið fékk ég með því að brúna nokkra leggi á pönnu og bætti við vatni svo rétt flaut yfir. sauð þar til kjötið var eldað.  Át þá leggina (má skella á þá bbq sósu) en setti soðið í skál og inn í ísskáp.  Svo fleytti ég af mestu fitunni sem settist á soðið þegar það var orðið svona eins og jelly.
 
Mér finnst betra að gera soðið sér, ég hef sett leggi og dót í sjálfa súpuna en okkur fannst það ekki nógu gott, ég vil geta fleytt eitthvað af fitunni af áður en ég nota soðið. 
 
Og áfram flýgur tíminn, dagur 10
calendar10 
 

 


Jóladagatal ...15

Það var einn sunnudag að við hittum vinafólk, fengum okkur vín og góðan mat.  Nema í stað þess að setjast niður og borða klukkan sjö þá byrjuðum við klukkan þrjú.  Við elduðum allan daginn smárétti sem við skoluðum niður með góðu víni.  Svo vorum við þess í stað komin heim á kristilegum tíma og vöknum líka hress og kát á mánudagsmorgni.  Þetta var frábær leið til að eyða sunnudegi.

Fyrsti rétturinn sem var borinn fram var lax með appelsínusafa og fleira góðu en ég kom með uppskriftina að honum um daginn, hana má finna hér.

feast

Það var einnig boðið upp á Quinoa buff, baunaídýfu með ferskum mozzarella, steik sem var fullkomnlega elduð og í eftirrétt var grísk jógúrt með bláberjum og krækiberjum. 

greek yogurt

Grísk jógúrt með berjum og mintu

  • Grísk jógúrt
  • Alvöru Maple sýróp eða gott hunang
  • Ber
  • Fersk minta

Blandið sýrópi (eða hunangi) við jógúrt.  Skreytið með berjum og ferskri mintu.  Það eyðileggur eflaust ekki réttinn að spæna smá súkkulaði yfir.

Dagur 9…

calendar09


Jóladagatal ...16

Sá þennan sæta snjókall og varð bara að setja hann hér.  Það mætti líka útfæra þessa hugmynd með minni gjafir.

Snowman 

Dagur 8...

calendar08 


Jóladagatal ...17 - Nýrnabaunatortilla

Fyrir meir en tveimur árum síðan skrifaði ég færslu með frábærri uppskrift.  Það var aðeins eitt krydd (fyrir utan salt) í réttinum og samt var hann rosalega bragðmikill.  Kryddið var kanill og í tilefni jólanna þar sem kanill er allsráðandi í piparkökugerð þá ætla ég að rifja upp þessa uppskrift af því að hún er góð, einföld og holl.   

Ég ætlaði ekki að trúa því að eina kryddið í réttinum var Kanill.  I kid you not, það var allt og sumt því ég prófaði að elda þennan rétt eftir uppskrift áðan og hann var fáránlega bragðgóður.

Ég fylgdi uppskriftinni nokkuð vel en svona fór ég að...

nýrnabauna tortilla 

Nýrnabaunatortilla

  • 1 dós baunir (blanda af pinto, kidney og canelini baunum)
  • 1 gulrót
  • 1 Steinseljurót (parsnip)
  • 1/2 laukur
  • 1 dós hakkaðir tómatar
  • 2 hvítlauksrif
  • 1 tsk kanill
  • 1-2 tsk salt
  • 1 bolli rifinn ostur
  • Tortilla kökur

Skerið lauk, nípu og gulrætur í tenginga og steikið upp úr smá olíu ásamt salti og kanil.  Bætið svo við baunum og tómötum.  Látið malla.  Setjið fyllingu í tortilla (burritos kökur) ásamt rifnum osti og inn í ofn í 5 mínútur við 200°c.

 jaalpenoIMG_0469

Með þessu bar ég fram Jalapeno sósu

  • 2 msk sýrður rjómi
  • Smátt skorinn jalapeno, niðursoðinn (2-3 hringir)
  • 1-2 tsk lime safi
  • 1 tsk sýróp
  • Salt 

Öllu blandað vel saman.  Ég steytti í morteli jalapeno, lime og salti, bætti svo við sýrðum og sýrópi.

 

Svo bjó ég til Tómat salsa úr því sem til var

  • 2 ferskir tómatar
  • 3-4 hringir niðursoðinn jalapeno
  • Salt og pipar
  • 1/4 laukur
Tómatar, laukur og jalapeno skorið smátt og öllu blandað saman.

Jólajól...dagur 7
calendar07 

Jóladagatal ...18 - Lax í appelsínu-soya legi

Flott snjókornajólaskraut.  Hér er template frá VintageJunkie.com.

snowflakes

(Image from VintageJunky.com)

Ég fékk þessa fínu uppskrift hjá vini.  Brilliant forréttur og ef þið þurfið að taka með ykkur rétt í jólaboðið þá er þessi snilld.  Léttur og ferskur..

salmon

 Lax í appelsínu-soya legi

  • Safi úr ferskri sítrónu
  • Safi úr ferskri appelsínu
  • Soyasósa
  • Ferskt engifer
  • Fresh chili
  • Ferskt kóríander
  • Ferskur lax

Skerið engifer, chili og kóríander smátt og blandið við safana og soya. Skerið fiskinn í munnbitastærð.  Blandið honum saman við löginn rétt áður en þið berið hann fram, kannski 30 -60 mín áður.  Því lengur sem laxinn liggur í leginum því meira eldaður verður hann.

 

salmon

 Dagur 6

calendar06

 

 

 


Jóladagatal ...19 - fallegt smákökudeig

Ég veit nú ekki hvaða tilviljun það var að ég rakst á þesar ótrúlega sætu smákökur áðan eftir að hafa póstað video með Charlie Brown í gær.  

peanuts 

Mynd og uppskrift:www.bakeat350.blogspot.com

Svo var ég að vafra og datt niður á einfalt smákökudeig og myndin var svo falleg að ég verð að prófa þessa uppskrift næst þegar ég baka.

elephant-cookie-dough

Mynd og uppskrift:  www.sweetopia.net) 

Dagur 5

calendar05 

 


Jóladagatal...20

Ég elska Charlie Brown.  Þetta kemur öllum í jólaskapið...eða hvað?

 

20 dagar til jóla en samt bara 17 dagar frí fyrir ykkur útivinnandi og okkur heimavinnandi að fá ykkur útivinnandi í frí.

calendar 


Jóladagatal...21

Eftir að maður ánetjaðist internetinu þá má aldeilis finna óteljandi hugmyndir til að telja niður dagana til jóla.  Við erum reyndar byrjuð að telja og nú þegar komin á dag númer 3 þrátt fyrir að manni finnst ennþá vera október.

En mig langar samt að benda ykkur á þetta safn hugmynda sem  Home and Delicious hefur tekið saman, ef ekki fyrir þetta ár þá kemur alltaf desember eftir þennan...og fyrr en ykkur grunar.

dagatal 

 

Opnum númer þrjú...

calendar 

 


Jóladagatal...22

Mér finnst Biscotti ómissandi yfir jólin, það er eitthvað svo "sophisticated"  við Biscotti.  Þær fara bæði vel með morgunteinu og síðdegisrauðvínsglasinu.

biscotti 

Biscotti með heslihnetum og möndlum

  • 100 g heslihnetur (ég notaði muldar)
  • 100 g möndlur (flögur eða heilar)
  • 120 g 70% súkkulaði
  • 210 g púðursykur
  • 230 g hveiti
  • 30 g Kókó
  • 4 g Instant espresso duft (má sleppa)
  • 1 tsk matarsódi
  • 1/4 tsk salt
  • 3 stór egg
  • 1 1/2 tsk vanilludropar


Hitið ofn í 150 °c

Skerið niður súkkulaði og blandið því saman við púðursykur í mixer þar til súkkulaðið er orðið smátt (púðurkennt)

Sigtið saman hveiti, kókó, expressó dufti, matarsóda og salti

þeytið egg og vanilludropa í matvinnsluvél eða með handþeytara.  Blandið því við hveiti og púðursykurs blönduna.

Bætið hnetunum við og blandið vel saman,

Stráið hveiti á flöt og búið til tvo pulsulaga drumba úr deiginu.  (u.þ.b 25 cm langa og 5 cm í þvermál). Setjið þá á bökunarpappír á plötu og bakið í 35-40 mínútur.

Takið úr ofni og látið kólna í 10 mínútur.  Skerið í 2 cm sneiðar (eins og þið væruð að skera brauðsneiðar) og leggið þær aftur á plötuna og bakið á sitthvorri hliðinni í 15 mín á hvorri hlið.

Kælið á grind.

Þá er komið að því að opna glugga númer tvö.

calendar 

The House By the Sea 

 


Jóladagatal ...23

Þá er komið að því að telja niður til jóla.  Ég mun setja inn uppskriftir og föndur og annað sniðugt tengt jólunum næstu 24 daga og á hverjum degi munum við opna einn glugga í dagatalinu.

calendar 

Ég ætla að byrja á þessari hugmynd sem ég sá á netinu, ótrúlega einfalt, ódýrt og flott.

konglar

Nánar um þessa góðu hugmynd hér sayyestohoboken.com. 

Þá getum við opnað fyrsta gluggann. Fundu ekki allir glugga númer eitt? Veii.

calendar01 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband