Færsluflokkur: Menning og listir

Lime Jalapeño aioli

Þessi er meiriháttar með super nachos eða burrito og færi líka vel með fiski og hrísgrjónum.

Það er líka hægt að búa til sitt eigið aioli í staðin fyrir tilbúið majónes.

Lime Jalapeño aioli

  • Majónes
  • Smá lime safi, eftir smekk
  • nokkrir jalapeño peppers, niðursoðnir.  Líka eftir smekk
  • Salt og pipar
  • Hvítlauksrif ef þið viljið, fínt skorið eða með hvítlaukspressu
  • Kóríander

Setjið  lime safa, jalapeño, salt, pipar og kóríander (og hvítlauk ef hann er notaður) í blender eða maukið með töfrasprota.  Bætið út í  majónes og blandið létt sama.  Líka hægt að nota 50/50 majó og sýrðan eða bara sýrðan.

Einnig er hægt að nota ferskan jalapeño, skerið frá fræin.

 

Ef þið viljið búa til ykkar eigið Lime Jalapeño aioli þá er þetta uppskriftin:

  • 1 egg
  • 1 eggjarauða
  • 1 bolli Canola olía
  • Smá lime safi úr einni lime, eftir smekk
  • nokkrir jalapeño peppers bitar, niðursoðnir.  Líka eftir smekk
  • Salt og pipar
  • Hvítlauksrif ef þið viljið, fínt skorið eða með hvítlaukspressu
  • Kóríander

 

Maukið hvítlauksrif og salt í matvinnsluvél, bætið við eggi og extra eggjarauðu. 

Blandið vel saman.  Setjið vélina á slow og bætið við olíunni mjög rólega.  Nokkra dropa til að byrja með og svo í mjórri bunu.

Þá fer þetta að taka á sig majónes mynd.  Bætið við lime safa og jalapeño bitum og kóríander.  Saltið og piprið.

 tea


Kleinuhringir úr pizzadeigi

Sá þetta á Food Network áðan og fannst þetta doldið cool.

Taktu pizzadeig (heimatilbúið eða keypt tilbúið út í búð).  Rúlla það út, u.þ.b 2 cm þykkt.  Takið hringlótt mót og skerið út hringi, takið svo minna mót og skerið út innri hringinn svo þetta lítur út eins og kleinuhringur.  Djúpsteikið í ca 45 sek á hvorri hlið.  Svo má dýfa þeim í súkkulaði og hnetur, eða sykur osfv.

Afgangurinn af deiginu sem kemur úr innri hringnum er svo mótaður í kúlur og djúpsteiktur líka.  Setjið svo kúlurnar í bréfpoka með flórsykri, hristið og ta-ta, þið eruð komin með ítalskan eftirrétt. 

Sx


Matarbloggið á ensku

chsa

Ég er svona smám saman að koma matarblogginu mínu yfir á ensku. /  I´m translating my food blog to English.

http://chileandsalt.blogspot.com/

Ég var lengi að spá í hvað það ætti að heita, datt ekkert í hug.  Vinkona mín hér í Kanada sem er mikil matar manneskja sagði svo við mig.  Soffía! Þú elskar chile (chili pipar) og þú eeeelskar salt.  Afhverju heitir það ekki þá bara chile og salt.  Ég er algjörlega forfallin chile fan og hef miklar skoðanir á salti :)

Þannig að við látum það duga í bili.

Já, og ég nota spænsku útgáfuna á orðinu chili, sem er chile. Löng saga og eiginlega bara snobb stælar þess vegna. Þannig að það hefur ekkert skylt með landinu Chile, eða Síle eins og sumir segja.

Svo þarf ég að koma upp einhverju efnisyfirliti fyrir uppskriftirnar hér,  tjekka á því við tækifæri.

Sx

 


Svartar baunir og kjúklingabaunir

Tilbreyting frá dæmigerðum hummus

  • Svartar baunir ( í dós, eða þurrkaðar eldaðar)
  • Kjúklingabaunir ( í dós, eða þurrkaðar eldaðar)
  • Ferskur grænn jalapeño
  • Lime, smá kreist
  • pinku pons hvítlauksrif
  • Cumin, pinku
  • Salt og pipar
  • smá paprikuduft
  • smá cayenne pipar
  • Avacado olía, svona smá
Svo er bara að setja allt í blender eins lengi og þið viljið að hún verði smooth.  Gott með Tortilla chips.

Svo verð ég að segja fyrir minn smekk þar sem ég er svartra bauna fanatic að það er gott að sleppa kjúklingabaununum og nota bara svartar baunir

Einhverstaðar var ég að heyra að það þyrfti ekki að leggja baunir í bleyti, en í staðin þyrfti að auka suðutímann, svona fyrir þá sem hafa tíma í það.

 


 


Humar Heaven

Fékk dýrindis humar í jólagjöf.  Snilldar gjöf.  Þannig að í hádeginu á jóladag eldaði ég hann með rjómasósu og geymdi svo að sjálfsögðu allar skeljarnar og gerði svaka góða humarsúpu á annan í jólum.

Þar sem ég átti ekki von á að fá humar þá var ég ekkert búin að spekúlera í uppskriftum eða kaupa hráefni sérstaklega inn.  En þar sem þetta er um jól þá var svo sem til hellingur af allskonar góðu hráefni svo að ég bara imprúvæseraði úr því sem til var.

Humar á jóladag

  • Humarhalar
  • Rjómaostur
  • Hvítlaukur
  • shallot laukur
  • Hvítlaukur
  • Rjómi
  • Hvítvín
  • Smjör
  • Salt og pipar

Mallið í smjörinu mjög smátt skornum shallot lauk og  hvítlauk.  Bætið út í slatta af rjómaost,alveg 4-5 msk. Setjið góða skvettu af rjóma.   Og að lokum smá skvettu af hvítvíni.  Sjóðið smá svo þetta þykkist aðeins.  Ef þið viljið hafa þetta þykkara þá bara meira af rjómaosti og minna af hinu.

Svo klippti ég með skærum skelina á humrinum. Semsagt rauða partinn ofan á humri, ekki undir humrinum og raðaði honum á eldfast mót með skelina upp.   Opnaði aðeins skelina með puttunum og setti ca 2 msk af sósunni á hvern humar.  Inn í vel heitan ofn á grill í ca 5 mínútur eða svo.  Passið að ofelda ekki humarinn.

Svo bar ég þetta fram með afganginum af sósunni og olíu-hvítlauks panini grilluðu baguette.

 

Humarsúpa á annan í jólum

Sósan frá því deginum áður ásamt humarskeljunum var góður grunnur að humarsúpu.

  • Humarhalaskeljar
  • Humar
  • Hvítlaukur
  • Shallot laukur
  • Paprika, rauð
  • Karry de lux  krydd
  • Tomatpaste
  • Cumin
  • Rjómi
  • Hvítvín

Ég lét malla í potti í góðri klípu af smjöri lauk, hvítlauk, papriku  (allt gróft skorið þar sem ég sigta þetta frá) og humarskeljar.  Svo set ég ca 1 og 1/2 til 2 lítra af vatni og læt sjóða í ca 2 klst.

Svo sigta ég soðið. Set það í pott og sýð með rjóma, hvítvíni, smá tómat paste og karry de lux.  Ég set bara eina og eina teskeið og smakka til þar til ég er sátt.  Sama með salt og pipar.  Svo setti ég 1/2 tsk af cumin.

Það var pínkupons afgangur af sósu frá deginum áður og ég lét það flakka með.

Ég geymdi nokkra humarhala sem ég var búin að skelflétta og setti þá á pönnu með smá smjöri og hvítlauk í u.þ.b mínútu og svo út í súpuna rétt áður en hún var borin fram.

Svo þeytti ég rjóma og setti slettu af honum ofan í hvern súpudisk áður en ég bar hana fram.

 IMG 8247


Reyktur lax

Var með reyktan lax í brunch á aðfangadag.  Bar hann fram á 3 mismunandi vegu.

Laxamauk borið fram í harðsoðnu eggi.

  • 2 harðsoðin egg
  • Sýrður rjómi
  • Reyktur lax
  • Lime
  • Salt og pipar

Skerið harðsoðnu eggin til helminga, langsum.  Skafið varlega eggjarauðuna úr. Setjið hana í blender ásamt laxinum, sýrða rjómanum, lime salti og pipar og maukið.  Setjið maukið ofan í harðsoðna eggjahvítuna þar sem rauðan var og berið fram með góðu baguette.

 

Laxa-eggja salat

  • Majónes og sýrður rjómi
  • Nokkur egg
  • Rauðlaukur rokkar
  • salt og pipar 
  • Olíuborið panini-grillað baguette

Skerði eggin í smáa bita, blandið saman við majones og sýrðan rjóma.  Bætið við ofurfínt skornum rauðlauk.  Saltið og piprið.   Setjið laxinn ofan á olíuborið panini-grillað baguette og svo slettu af eggjasalatinu ofan á laxinn. 

 

Lax með rjómaosti og rauðlauk og kapers.

  • Reyktur lax
  • Rjómaostur
  • Rauðlaukur
  • Kapers
  • Olíuborið panini-grillað baguette

Klassík.  Smyrjið olíuborna panini-grillaða baguette-ið með rjómaosti.  Laxinn ofan á og stráðið yfir kapers og fínt skornum rauðlauk.

 

IMG 9407

 


Uppgjör

Síðasti dagur ársins á ansi mögnuðu ári.  30 mismunandi rúm (nei, ég er ekki að selja mig) 14 lönd og grunnur að góðu húsi.

Bjuggum fyrstu 6 mánuði ársins í Kaupmannahöfn.  (Minni ykkur á að ég bloggaði hér fyrr á árinu um alla veitingastaði og bari sem ég fór á í Köben ef þið eruð á leiðinni þangað)

Svo komum við heim í júní og steyptum grunn fyrir hús sem við keyptum og bíður okkar í tveim rándýrum gámum.

Í lok júlí fórum við í brúðkaup aldarinnar, snilldar brúðkaup sem var haldið í Sun Peaks, B.C, Kanada. Eyddum um mánuði í Kanada, með stórskemmtilegri viðkomu í Seattle.

Í September fluttum við svo til Madrid, sem er snilldar borg og ég 100% mæli með henni, sérstaklega fyrir þá sem hafa gaman að mat og drykk.  Ferðuðumst mikið, drukkum góð vín, borðuðum yfir okkur af tapas og nutum lífsins.

Stoppuðum í Köben á leið heim til að fá okkur uppáhalds samloku kærastans á Salon.  Sú samloka klikkaði ekki, og við gengum svo langt að fara þangað tvisvar :P  Mun blogga sérstaklega um hana fljótlega.

Eyddum jólum á Íslandi í góðu yfirlæti hjá tengdaforeldrum.  Brunuðum svo til Kanada þan 27.des.  24 klst ferðaleg og svo þess virði þar sem Kamloops er einn af mínum uppáhalds stöðum í heimi.  Eigum góða vini hér, snilldar vinahópur.  Þar á meðal 2 aðrir íslendingar sem bjuggu hér fyrir nokkru, en klikkuðu á að koma með okkur hingað yfir áramótin :) Við skálum fyrir ykkur!

Einnig heimsóttum við m.a Grikkland, Tyrkland,  Búlgaríu, Úkraínu, Rúmeníu, Kýpur, Ísrael og Egyptaland á árinu.

Hér sit ég svo á síðasta degi ársins á hóteli í Kamloops með laptop og rauðvín upp í rúmi, food network channel í sjónvarpinu og rifja upp þetta snilldar ár. 

Áramótunum eyðum við með góðum vinum hér í Kamloops. Þemað er Redneck New Years Eve.  Þannig að maður mætir í hettupeysu og setur upp derhúfuna... en ég ætla að sleppa budveisernum.  Í dag verður bara drukkið gæðavín frá Okanagan.

Við höldum upp á áramótin 8 klst á eftir ykkur á Íslandi.  Klukkan er 11.30 núna og komin tími á hádegismat hjá mér á meðan flest ykkar eru eflaust að ljúka við að borða hátíðarmatinn.  

Verði ykkur að góðu, takk fyrir góðar stundir á árinu.  Gleðilegt ár til ykkar allra!  

Sxx

 

 


Lambafille

Hljómar þetta ekki stórkostlega?

Lambafille

  • Lambafille
  • Engifer
  • Hvítlaukur
  • Cumin
  • Chile
  • Olía

Allt saxað örsmátt og blandað saman.  Kryddblöndunni  núið inn í lambið.  Látið standa í klst eða lengur.  Brúnið lambið á öllum hliðum og setjið svo í álpappír og látið standa í smá stund, 10 mín eða svo.  Við viljum hafa það fallega bleikt.

Avacadomauk

  • Avacado, almenninlega þroskaðann
  • Paprika, rauð
  • Rauðlaukur rokkar
  • Chile
  • Lime
  • Ferskt kóríander
  • Salt og pipar

Skerið avacado frekar gróft, papriku og rauðlauk fínt og chile örsmátt.  Bætið við lime, fersku smátt skornu fersku kóríander, saltið og pipar.  Blandið þessu vel saman. 

Skerið lambið í fínar sneiðar og berið fram með avacadomaukinu. 

TIP:  Það eru til nokkrar tegundir af Avacado, LANG bestur er HAAS.  Hann er svartleitur, krumpaður og frekar ljótur, en bara 1000 x betri en þessi fallega sletti og græni!

 

 


Lambakjöt með Red Curry

Þennan rétt þarf ég að fá mér reglulega, sérlega hressandi á köldu vetrarkvöldi.  Það er eitthvað við þennan rétt sem er að svínvirka, þannig að ætli hann sé ekki bara líka í top 10.  Eitthvað sem ég verð að fá áður en ég fer til Kanada eftir jól.

Lambakjöt með Red Curry

  • Lambaframhryggsbitar, skornir í tvennt
  • 1 laukur
  • 2-3 hvítlauksgeirar, smátt saxað
  • 2-3 cm engifer, saxað smátt
  • 3 msk Red Curry Paste
  • Salt
  • 1 dós tómatar, stewed
  • 1 rauð og 1 græn papríka
  • 1 dós kókósmjólk

 

Látið lauk krauma í olíu ásamt hvítlauk og engifer. Curry paste og svo kjötið sett útí og velt upp úr gumsinu.  Því næst koma tómatar í dós og paprikan og að lokum  kókósmjólkin og svo salt eftir smekk.

Látið malla í klst.  Svo má bæta við smá vatni eftir þörf svo sósan brenni ekki upp.

 

rioja


Cannelone - alveg top 10 uppáhalds.

Ég er búin að vera ofnlaus á Spáni síðustu 3 mánuði þannig að ég hef ekki getað gert þennan rétt lengi og hann er ógeeeeðslega góður! Sko, ÓGEÐslega góður!  En ég einmitt eldaði  þetta í gær.

 

Kjúklinga cannelone

  • 1 pakki ferskar lasagna plötur
  • 2 kjúklingabringur (hráar)
  • 1 egg
  • 1/2 dl rjómi
  • Salt og pipar 
  • 1-2 hvítlauksgeirar
  • Fersk basilíka

Ég nota lasagna plötur sem ég sker i tvennt  og rúlla svo upp frekar en að nota þurrkuð cannelone rör.  Setjið allt dótið í blender (nema nottla lasagna plöturnar) svo úr verði paste.  Setjið svo slatta á hverja lasagna plötu og rúllið upp.

 

  • Slatti ferskan mossarella sem fer ofan á
  • Parmagiano Reggiano sem fer líka ofaná rúllurnar

Sósan

  • 1 dós niðursoðin tómatsósa
  • 2 skallot laukar
  • 2 msk ólífuolía
  • 2 msk balsamik edik
  • 1 tsk hlynsýróp
  • salt og pipar

 

Mallið lauk og hvítlauk á pönnu, bætið við tómatsósunni og öllu hinu, látið malla.  Setjið hana í eldfast mót, svona helminginn.  Leggjið lasagnarúllurnar í mótið, hellið yfir næstum því restinni af sósunni svo helling af ferskum mossarella.  Bakið í ofni í 25 mín eða þar til lasagna plötunnar eru til.

Borið fram með súpergóðu hvítlauksbrauði og jafnvel smjörsteiktu spínati.

Ég bý yfirleitt til tvöfalda sósuuppskrift því það á það til að minnka magnið í ofninum..þorna. Og svo ber ég fram restina í skál (heita) svo fólk getur bætt á að vild. Hún mætti reyndar alveg vera þreföld sósan, var étin upp til agna í gær...

Þetta er alveg óheyrilega gott!  

 

IMG 8678

 

 

 

 

 

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband