Færsluflokkur: Menning og listir
17.12.2008 | 13:00
Dýrasta pulsa ever
Kom ógeðslega svöng úr vélinni frá Madrid. Ákvað þrátt fyrir óhagstætt gengi að fjárfesta í einni með öllu á Kastrup.
Pulsan kostaði 27 kr danskar, og ég borgaðu með 10 evru seðli og fékk 48 danskar krónur til baka. Það þýðir að pulsan hafi kostað mig 590 íslenskar krónur!
Lyktin frá pulsuvagninum (þar sem maður sækir töskunar) var svo dásamleg að ég gat ekki staðist hana og var tilbúin að borga uppsett verð!
Og svo var gegnið á krónunni svo hagstætt:
17.12.2008 | 10:56
Besta rjúpu uppskriftin?
Það er stjanað í kringum rassgatið á mér og svo ég fái ekki hamborgarahrygg 24. og 25.des (hamborgarahryggur 24 hjá tengdó, og 25. hjá foreldrum) þá var mér gefin rjúpa sem mun ég matreiða fyrir mig á meðan hinir borða svínið.
Ég er algjör nýgræðingur í rjúpu eldun svo að nú er bara spurning hvað sé besta rjúpu uppskriftin.
Ég er svona aðeins byrjuð að googla. Eina er að ég er ekki mikið fyrir gráðost en það virðist vera mjög vinsælt í rjúpu uppskriftum.
16.12.2008 | 21:27
Saltfiskur
Ég ætlaði að gefa ykkur uppskriftina af saltfiskinum, sniðugt að hafa saltfisk á Þorláksmessu fyrir þá sem ekki borða skötu.
Saltfiskur með súkkíní og fleiru góðu
- Saltfiskur, nokkur stykki (ca 2 flök)
- Hveiti
- 1 dl. ólífuolía
- 1/2 eggaldin
- 1/2 súkkíní
- 1 dós tómatar, stewed
- Smá hvítlauksrif
- Basil, ferskt
- Steinselja, fersk
- Sérrí edik
- Hlynsýróp
- 1 dl gott hvítvín
- Salt og pipar
Veltið fiski upp úr hveiti og steikið ca 2 mín á hvorri hlið á pönnu eða þar til hann er eldaður. Leggið til hliðar
Steikið upp úr olíu eggaldin, súkkíní sem er skorið í fremur smáa teninga og hvítlauk. Bætið við tómötum og kryddi, svo sérrí ediki (sem ég reyndar sleppi því ég á það aldrei) hvítvíni (aldrei nota vont hvítvín í matargerð). Látið malla.
Setjið svo allt í eldfast mót og salfisksstykkin ofan á og berið fram með t.d litlum smjörsteiktum kartöflum.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 22:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.12.2008 | 12:31
Seinkun
Sit í VIP lounge á Barajas flugvelli. 3 klst seinkun svo vid brugdum á thad rád ad ad skella okkur a svona VIP lounge, thar sem manni er thjónad med raudvini og sódavatni eins og thu í thig getur látid á medan madur hangir i tolvunni og facebookast, bubble shootast og bloggar, ekki jafn slaemt ad hanga a flugvollum og thad var hér i den.
Lagdi mig ádan og sá á tolvuskjá hjá mjog MJOG feitum og sveittum gaur ad hann var ad skoda mega klám. Hann hélt ad engin vaeri ad horfa thví hann lokadi glugganum i hvert sinn sem einhver labbadi framhjá og thóttist vera ad gera eitthvad annad.
Nú sit ég hér og blogga um hann á medan hann er enn ad. Nice.
En thrátt fyrir ad thad fari vel um okkur hér thá langar mig gjarnan ad komast til Copenhagen og bjóda kallinum upp á ofursamlokuna sem ég bloggadi um fyrir longu sídan. A stadnum sem ég baud kaerastanum á á 35 ára afmaelinu hans, Salon.
Jaeja, var bara ad taka eftir ad thad snjóar úti! Fyrsti snjórinn okkar í Madrid :)
Annad bladur blogg, en ég er med rosa góda uppskrift heima ad saltfiski frá Sigga Hall, Nýkaupsbókinni. Set hana inn vid taekifaeri.
Í Logroño var haegt ad fá íslenskan saltfisk, ekkert merkilegt thad, flest allur saltfiskur hér frá Íslandi ...
Farin ad spila smá poker vid kaerastann...
Salut frá Madrid og Copenhagen here we come!
Sx
12.12.2008 | 13:31
Flottastur
12.12.2008 | 11:16
ADIOS MADRID
Síðasti dagurinn í Madrid. Búið að vera skemmtilegur tími. Get 100% mælt með Madrid, ein af mínum uppáhalds borgum. Sit núna við tölvuna og er að velta því fyrir mér hvernig mig langar að eyða síðasta deginum. Er svo kvefuð, en búin að dæla í mig asperin og C vítavíni (ok, ætla ekki að laga þessa prentvillu...vítavíni!! freaudískt slip?)
Það minnir mig á rosa gott vín frá Okanagan í British Colombia, Kanada sem hét Freudian Sip frá Therapy Vineyards.
Nema hvað síðasti dagurinn hér. Ætli ég fari ekki á Reina Sofia listasafnið. Svo er spurning með hvað maður fær sér að borða í lunch og svo í kvöld. Það er svo mikið af stöðum hér að það er ómögulegt að hugsa um eitthvað sem maður á eftir að prófa því það er óteljandi, og samt hefur maður farið á óteljandi staði síðan við komum hingað.
Indverski stendur uppúr, án þess endilega að vera besti inverski staðurinn í Madrid þá var hann alltaf góður og fín þjónusta.
Svo er lítill bar með svaka góðum djúpsteiktum saltfisk, svona í tapas útgáfu.
Svo er slatti að dýrum og fínum mishelin stöðum, nema bara þegar krónan hefur verið svona erfið þá hef ég ekki tímt því, finnst nóg að vera að borga 60 evrur á pizza stað og sinnuma það með 170.
Svo er eitt sem ég endaði aldrei á að prófa og það er lítill heill grís, rétturinn heitir Cochinillo Asado. (Roast Suckling Pig).
Það er bara af svo mörgu að taka að ég fæ valkvíða við að reyna að ákveða hvað mig langar að borða í kvöld.
Svo verðum við eina nótt í Köben á morgun og þar eru nú nokkrir staðir sem mig langar að kíkja á, nr.1 er Salon, samlokustaðurinn góði sem ég bloggaði um hér einu sinni.
Jæja, þetta er nú bara röfli færsla sem engin nennir að lesa nema kannski tengdó. Ætli maður fái sér ekki eitt hvítvínsglas af góðu Blume og skelli sér svo á listasafnið.
Sxx
La Rioja rokkar alveg eins og rauðlaukur
ps. Munið bara að drekka hóflega :)
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 11:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.12.2008 | 17:49
Það kom að því..
Ég eldaði vondan mat. Sko mér fannst hann alveg fínn en kærastinn var ekki alveg sáttur. Var aðallega útaf því að ég gleymdi að rífa kjúklinginn af beinunum áður en ég bar matinn fram, s.s kjúklingurinn var í súpunni með beinum og skinni og fjöðrum ...liggur við og eftir á að hyggja þá var þetta mjög ógirnilegt :P
Minnir mann á það að presentation is everything.
Þessi er flottur og góður:
Rækjutapas (Verkamannaútgáfan)
- Tigris rækja
- Egg
- Túnfiskur úr dós
- Majónes
Steikjið rækju upp úr smá smjöri og kælið. Harðsjóðið eggið. Takið túnfiskinn úr dósinni og setjið smá af honum á disk. Skerið eggið til helminga og setjið ofan á túnfiskinn. Setjið rækjuna ofan á og setjið tannstöngul í gegnum allt. Slettið svo smá mayjonesi ofan á þetta og jafnvel smá svörtum pipar.
Og útgáfan fyrir ríka og fallega. (Ég á reyndar eftir að prófa en bara datt hún svona í hug rétt í þessu)
- Humar
- Egg
- Ferskur túnfiskur
- Aiioli
Steikjið humar upp úr smjöri og smáááá hvítlauk. Harðsjóðið eggið. Steikið túnfiskinn á pönnu með salti og pipar þar til hann er eldaður RARE.
Ég veit ekki alveg samt með að hafa harðsoðið egg með þessu, kannski frekar spælt svona pínulítið egg.
Er svona að spá, þetta er ekki alveg að gera sig, en humar og túnfiskur, kannski hægt að blanda því skemmtilega saman, jafnvel út í japanskt þema. OOH Soffía.. Þarf aðeins að hugsa þetta betur
En verkamannaútgáfan var alveg að virka, og ágætis presentation.
4.12.2008 | 14:16
Rioja, part ll
Við eyddum seinni nóttinni í Haro. Við komum við í Laguardia en ákváðum svo að halda áfram aðeins lengra og fórum til Haro. Doldið furðulegur bær, einhver vetrarstemmning í fólki, enda var ógeðslega kalt.
Culinary highlight: Pimiento picante. Sterk paprika. Hún er sæt eins og paprika og sterk eins og chile. Fullkomið! Ég er fegin að hafa farið til Haro, hefði ekki viljað missa af því að smakka þessa papriku.
Cultural highlight: Eins og í svo mörgum borgum þá var Haro draugabær þegar við komum. Engin á ferli og rennihurðir fyrir öllum stöðum en svo um kvöldmat lifnaði yfir bænum. Allir tapas barir og veitingastaðir opnuðu og götur og staðir fylltust af fólki. Við fórum á tapasbara rölt, og það virðast flestir gera. Þar sem þetta er lítill bær þá var maður farin að þekkja fólk, og hitta sama fólkið á mörgum börum.
Það voru fuglar í milljónatali þegar við vorum að keyra um Rioja, stoppuðum og tókum myndir. Einn skeit á kærastann fallegum vínberjakúk.
Fleiri myndir frá þessu Hitchcock atriði á FLICKR
Á heimleiðinni komum við við í Burgos og fengum okkur burger. Þar var "tapas og vín" hátíð á börum borgarinnar. Burgos minnir svolítið á Salamanca. Örugglega skemmtileg borg í hlýrra veðri.
4.12.2008 | 11:12
LAVINIA
Fór í stærstu vínbúðina hér í Madrid, ef það er til himnaríki þá lítur það svona út. Það er rosa flottur veitingastaður sem er opin á dagin frá 13.00 - 16.00. Við fórum kl 20.00 þannig að hann var lokaður en barinn var opinn. Fengum að smakka hin og þessi vín, og það var ekkert verið að spara að hella í glösin hjá okkur.
RIOJA, 2008
Við keyptum 3 flöskur, ég er ekki búin að opna þær, þannig að ég læt vita síðar hvernig smakkast.
3.12.2008 | 10:25
Overdose á tapas og rauðvíni
Nei, kannski ekki overdose á rauðvíni (er það hægt?) en held ég eldi venjulega máltíð í kvöld þar sem ég er búin að lifa á tapas alla helgina. Við fengum svona smjörþefinn af Rioja og okkur langar að fara aftur að sumri til.
Við fórum til Logroño, Laguardia og Haro. Það var ágætis veður í Logroño en skíta skíta kuldi í Haro. Stemmningin í þessum borgum er örugglega allt önnur í sól og sumri og þegar allar bodegurnar eru opnar.
Fyrsta stoppið okkar á leið til Rioja frá Madrid var á bensínstöð um 150 km frá Madrid. Við fórum þar inn til að kaupa vatn, en þegar inn var komið blasti við glæsilegur veitingastaður og tapasbar. Ég stóðst nú ekki mátið og fékk mér rauðvínsglas. Callejo, Crianza 2005. Þetta var góð byrjun á vel heppnaðri ferð.
Logroño var mesta snilldin. Nokkrar götur þar með tapasbörum og veitingastöðum hurð við hurð. Þar hittum við tvo innfædda, kalla á sextugsaldri og þeir voru hressari en ég veit ekki hvað. Drógu okkur með sér á stað eftir stað og virtust þekkja annan hvern mann þarna. Það var drukkið og borðað tapas.
Culinary highlight: Bar sem selur ekkert nema drykki og grillað kjöt á teini, í tapas útgáfu. Það var óheyrilega gott.
Cultural highlight: Eldgamall og tannlaus kall sem sat einmannalega út í horni á einum bar. Þegar við svo komum inn með nýju gömlu vinum okkar þeim Jose og Victor, og Jose byrjaði að syngja Flamengo þá lifnaði yfir gamla. Hann stóð upp og byrjaði að syngja með, og nema hvað, gamli söng eins og engill. Þvílík rödd! Já og þegar hann tók af sér húfuna átti maður von á að sjá silfurlitaðan koll. En aldeilis ekki, ég trúi ekki að hann liti á sér hárið, ekki alveg metró týpa.
Ég samviskusamlega byrjaði að skrá niður nöfn og árgang á öllum vínunum sem ég smakkaði, en sú skrif fóru fyrir ofan garð og neðan þegar leið á kvöldin.
Puerta Vieja, Crianza 2003 var nokkuð gott
Alcorta, Tempranillo, Crianza 2003 var gott
Vina Vial, Reserva 1998, Patenina var mjög gott
Banda Oro, Crianza 2004, Pasternina var mjög got
...To be continue
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 10:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)