Færsluflokkur: Menning og listir
29.9.2008 | 15:59
Madrid, madre mia!
Ég er flutt til Madrid. Komum hér um 18.00 leytið í gær í íbúðina, og ákváðum að rölta um hverfið á meðan það var enn bjart.
Við búum í íbúðahverfi, en þurftum þó ekki að rölta lengi þar til við duttum niður á fyrsta barinn/restaurant. Þannig að við settumst við barinn og fengum okkur öl og vín, og svo var bara dælt í mann tapsréttum, on the house.
Þá mundi ég hvað ég saknaði Spánar. Röltum síðan áfram, og inn á annan stað þar sem eldri menn voru að spila borðspil, bara kallar þarna og engar kellingar, mjög spánskt. Stóðum við barinn og fengum okkur öl og vín, og aftur var byrjað að dæla í okkur mat. Þetta er almennilegt!
Þetta var það sem við fengum:
- Makkarónur í karrísósu með sjávarréttum
- Calamare patas (djúpsteiktar smokkfiskalappir)
- Grænar ólífur í kryddolíu
- Djúpsteiktar sardínur
- Tortilla de español (spænsk eggjakaka með kartöflum)
Hér kemur svo uppskrift af Tortilla de español
- 6 kartöflur
- 4-5 egg
- 1 laukur
- 1 bolli ólífuolía
- salt og pipar
Kartöflur skrælaðar og skornar í litla bita, og steiktar upp úr olíunni á lítilli pönnu. Þannig að þær eru hálfpartinn djúpsteiktar. Bætið svo lauknum útí.
Þegar kartöflur og laukurinn eru steikt, veiðið þetta þá upp úr olíunni og hellið svo olíunni af pönnunni, en geymið hana, við notum hana síðar.
Til að fá fallega fluffy eggjaköku, aðskiljið þá rauðurnar frá hvítunum, og hrærið hvíturnar þar til þær eru fallega fluffy.
Bætið eggjarauðunni saman við kartöflurnar og lauk, hrærið varlega. Bætið þá við eggjahvítunni og hrærið saman með gaffli. Leyfið þessu svo að chilla í 5-10 mínútur.
Setjið 2 msk af olíu á pönnu og hellið eggjablöndunni út í og steikið í ca 5 mín. Hristið pönnuna varlega af og til svo kakan brenni ekki við, takið svo disk leggið ofan á eggjakökuna og snúið henni við á diskinn, bætið við 2 msk af olíu á pönnuna og slædið kökunni svo aftur á pönnuna með óbökuðu hliðina þá niður.
Steikið þar til eggjakakan hefur eldast.
Ég er orðin ansi svöng, og er farin út að finna mér eitthvað að borða í þessu nýja hverfi mínu hér í Madrid. Já, ég var að gæða mér á 2 evru víni meðan ég skrifaði þessa færslu, það var bara ágætt, alveg tveggja evru virði, sem er alveg 285 kr í dag. Það er nú ekki verið að eyða í stórann miða á flöskuna, en hér segir:
Los Tinos, Vino de mesa, 12 % Embotellado por Bodegas Los Tinos, España
Hasta luego,
Menning og listir | Breytt 1.10.2008 kl. 09:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.9.2008 | 10:00
Letingi - Kreppa
Svona í anda kreppunnar þá allt í einu mundi ég eftir Letingjabrauði, sem svo vinur minn kallar Kreppubrauð. Alveg hreint ógeðslega gott og allt það.
Letingjabrauð
- 300 gr sykur (en 200 er alveg nóg!!)
- 240 gr haframél
- 350 gr hveiti
- 4 tsk sódaduft
- 2 tsk kakó
- 2 tsk kanill
- 1 tsk negull
- 7 dl mjólk.
Öllu hrært sama, bleytt með mjólkinni. Sett í tvö form, og bakað við 200°í eina klst.
Ég nota ekki meir en 200 gr sykur, og bý líka oft til bara hálfa uppskrift.
24.9.2008 | 09:33
Þegar eitt hráefni vantar...
Hér áður fyrr var ég engin sérstakur kokkur. Gjörsamlega kunni ekki að elda, nema ég færi eftir uppskrift frá A - Ö.
Eitt sorglegt dæmi er þegar ég var yngri og ætlaði að bjóða vinum í mat og langaði að gera nokkurs konar lasagna og eitt innihaldið var nautahakk.
Svo fæ ég að vita ð einn gesturinn er grænmetisæta. Þannig að mér dettur ekki í hug að gera sömu uppskrift og t.d bæta við grænmeti í stað hakksins, hélt nefnilega að það væri ekki hægt. þannig að ég síð pastaskrúfur og hendi Knorr pastasósu pakka í pott.
Á meðan allir voru að gæða sér dýrindis nautahakksrétti var greyið svo kurteis og sagði að pastað væri svaka fínt. Síðar þegar ég lærði að elda og var komin í matarboðsmenninguna þá skammaðist ég mín extra mikið fyrir þessa ó-gestrisni mína.
Í dag fer ég sjaldnast eftir uppskriftum frá A-Ö. Og ef eitthvað hráefni er ekki til þá bara sleppi ég því, eða finn eitthvað í staðin.
Eitt dæmi er Hummus, ég hélt að ég gæti ekki gert almenninlegt Hummus nema hafa Tahini, en núna sleppi ég því alltaf, og finnst það betur þannig.
Það sem fer í minn Hummus er:
- Kjúklingabaunir
- Maldon salt
- Góð ólífuolía
- paprikuduft
Allt blandað saman nema paprikuduftið, sem er deyft ofan á í skálina sem Hummusinn er borin fram í ásamt extra slettu af ólífuolíunni. Ég mauka Hummusinn ekki of mikið, finnst betra að hafa hann smá chunky. Og galdurinn er að hafa nóg af salti.
Þetta er best borið fram með pítubrauði. Það er ágætt að eiga í frysti þessu týpísku pítubrauð sem maður fær út í búð, og svo er gott að skera þau niður í þríhyrninga, dreypa á þau ólífuolíu og hita á grilli í ofni, eða setja þau í panini grill.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 16:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.9.2008 | 11:56
Hot mama
Ég skrifaði um chile olíu sem er svo gott að hafa með kebab um daginn. Hér kemur aðeins öðruvísi útfærsla sem er snilld með Taí núðlum, og þá meina ég ALGJÖR snilld.
Papriku og chile sósa
- 1 Rauður chile
- 2 rauðar paprikur
- Matarolía eða ólífuolía
- Salt
Paprika, chile og olía sett í eldfast mót og inn í ofn í ca hálftíma á 180°. Taka svo híðið af paprikunum og setja í matvinnsluvél eða blender, ásamt olíunni og eitthvað af chile-inum, setjið bara smá í einu af chile og smakkið til svo að þetta verði ekki of sterkt. Maukið í smooth sósu og berið fram með taí núðlum. SUUUPER gott því paprikurnar verða sætar og góðar á móti sterka bragði chile-sins.
Menning og listir | Breytt 23.9.2008 kl. 13:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.9.2008 | 10:48
Foodwaves uppskrift
Hér eru önnur uppskrift sem varð til á Foodwaves helginni.
Lambið sem fór til Arabíu (Fyrir 2)
- 1 Lambalund
- Arabískt kjúklingakrydd frá Pottagöldrum
- Kartöflumós
- Hálfur avacado
- sýrður rjómi
- Vorlaukur
- Smjörsteikt paprika sveppir og spínat
Lambalundin krydduð með arabíska kjúklingakryddinu, þrædd upp á grillspjót í bitum og elduð á grillpönnu, passa að elda kjötið ekki of mikið.
3 soðnar kartöflur maukaðar frekar gróft með smjöri og mjólk og salti. Avakadóinn skorinn í grófa bita og varlega gaflaður í kartöflumósið, hafa hann doldið chunky.
Paprika, sveppir og spínat steikt á pönnu upp úr smjöri. (skerið sveppina og paprikuna í mjög litla tening. Saltið og piprað.
Setjið smá slettu af sýrðum rjóma ofan á kartöflumaukið þegar það er borið fram ásamt smá vorlauk.
Góða helgi,
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 10:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.9.2008 | 12:02
FOODWAVES
Eina Airwaves helgina þá bjuggum ég og kærastinn minn til nokkuð sem við köllum Foodwaves.
Nema hvað, við fórum í búðina á föstudegi eftir vinnu, og keyptum hitt og þetta, án þess að pæla mikið í hvað við keyptum, bara allskonar spennandi hráefni. Svo skiptumst við á að elda, en hver réttur átti bara að vera í formi smáréttar. Við keyptum svo mikinn mat að úr varð að við skiptumst á að elda frá föstudegi - sunnudags. Nóg til að mat og víni, þannig að við fórum ekkert út alla helgina.
Foodwaves conseptið er semsagt: Allir koma með eitthvað girnilegt hráefni, og setja allt í púkk, svo skiptist fólk á að elda eitthvað, (munið að hafa skammtana smáa, og elda fleiri rétti ) og það mega allir nota hvaða hráefni sem er, þannig að þegar kemur að þér þá er hugsanlega búið að elda úr því sem þú keyptir, ekkert hægt að liggja á neinu. Svo er bara skipts á að elda þar til allir eru orðnir saddir.
Presentation er mikilvæg, og svo er gefin einkunn, í formi m-a. Mest hægt að gefa 5 m (mmmmm).
Einnig verður að gefa hverjum rétti skemmtilegt nafn.
Ég mæli með að skrifa niður réttina, og jafnvel uppskriftina ef eitthvað er það gott.
Verkamannaútgáfan af Foodwaves er svo að elda má bara úr því sem er til á heimilinu :)
Þetta er mjög skemmtilegt, og fullt af nýjum hugmyndum sem kvikna. Hér kemur ein uppskrift sem við elduðum á fyrsta Foodwaves-inu okkar.
Mango Tango ( Mango curry kjúklingur með hörpudisk, fyrir 4)
- Mango Curry Hot Spot sósa
- 1 Kjúlingabringa
- 20 stk litlir hörpudiskar
Kjúklingurinn skorin í litla bita, á stærð við hörpudiskinn og hörpudiskar marineraðir upp úr Hot Spot sósunni. (bara í 5 mín ef ekki er tími í meira, annars helst amk 2 klst).
Svo er þetta eldað á grillpönnu eða venjulegri, passa að elda hörpudiskinn ekki of mikið.
Þetta er borið fram með soðnu spínati og avacado mauki.
Avacado mauk
- 1 avacado
- Salt
- Kóríander
- Smá Lime
Allt maukað saman með gafli, gott að hafa avacadóinn svolítið chunky. Soðið spínat bætt við og sett í skál. Kjúklingabitar og Hörpudiskur lagt ofan á.
Borið fram með súrdeigsbrauði sem er skorið í þunnar sneiðar, borið á það avacado olía, og grillað í panini grilli.
Með þessu var drukkið La Joya Reserve, 2005, Merlot, Chile
Myndin að neðan er rétturinn eins og ég bar hann fram.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 13:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.9.2008 | 11:36
Manchego ostur
Í Köben uppgötvaði ég ostinn Manchego. Og snilldin er að dreypa yfir hann fljótandi hunangi eða sýrópi, svona smá slettu, og bera fram með nokkrum ristuðum valhnetukjörnum.
- Manchego ostur
- Fljótandi hunang, eða sýróp
- Ristaðir valhnetukjarnar
Þessi ostur fer sérlega vel með medium bodied bjór.
Salat með Manchego og hunangsdressingu.
- Gott salat, t.d endive og red leaf salat
- 2-3 epli
- 300-500 g Manchego ostur
- 3/4 bolli af Marcona möndlur, eða e-jar góðar möndlur eða hnetur
Hunangsdressing
- 2 msk hunang
- Safi úr einni sítrónu
- Salt and pipar, eftir smekk
- 1 msk vatn
- 3 msk ólífu olía
Setjið allt nema ólífuolíu í skál, hrærið vel saman, og bætið svo ólífuolíunni við smám saman á meðan þið hrærið.
Skerið eplin og ostinn í ca 1-2 cm teninga. Í skál, blandið saman eplunum, hnetunum og ostinum við dressinguna, blandið svo salatinu við.
Strikið, Kaupmannahöfn, 2008
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 11:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.9.2008 | 09:43
Focaccia samloka með nautahakki
Fyrir margt löngu fékkst á Aktu taktu samlokur sem kölluðust Jeppar, Fólksbílar og Sportbílar, það sem kemst næst Jeppanum í dag eru svokallaðar Kjötlokur. Eftir að þetta hætti að fást, fyrir svona 10 árum, þá hef ég verið að þróa mína eigin kjötloku.
Trixið við þessa, er að nota focaccia brauð, skera það þvert (kljúfa það) og snúa því úthverft og setja fyllinguna á milli, þannig að skurðurinn snýr út. Svo er þetta sett á panini grillið.
Um að gera að prófa allskonar focaccia, t.d með ólífum. Í Kanada fékk ég focaccia brauð með Jalapenos, sem var snilld!
Fylling: Nautahakksblanda, Sinnepssósa og Mossarella ostur.
Nautahakksblanda
- 400 g nautahakk
- 5-10 sveppir
- Hálfur laukur
- hvítlaukur
- smá ferskur chile
- Salt, pipar, smá oregano.
Allt steikt á pönnu.
Sinnepssósa
- Mjones eða sýrður rjómi
- Sinnep
- Smá Dijon sinnep
- Fljótandi hunang
- Salt
Nautahakksblanda, Sinnepssósa og Mossarella ost (eða annar góður mildur ostur) sett á aðra focaccia sneiðina og svo samlokuni lokað og grillað í panini grilli.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 09:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.9.2008 | 09:42
Hvítlauks-salatdressing
Brilliant salat dressing, og mjög fljótleg, og er góð með flestu salati. Sérstaklega salati með m.a avacado, kjúkling og cammebert osti skorinn í "sneiðar" og hitaður á pönnu, svo hann verður svona hálf bráðnaður.
- Sýrður rjómi ( kannski 1-2 dl)
- Hvítlaukur, 2-3 rif eða eftir smekk
- U.þ.b hálfur dl fljótandi hunang
- Salt og Pipar
Hvítlaukurinn pressaður útí. Öllu hrært saman. Ég reyndar slumpa á mælieiningar, betra að smakka þetta til. Þetta er ekki ósvipað og sinnepssósan hér að neðan, nema bara meira hunang (og ekkert sinnep.)
15.9.2008 | 16:42
LAHMACUN
Lahmacun, er eitt af mínu uppáhaldi! GEÐSJÚKT gott!
- Pizzadeig:
- 350 g hveiti
- 1 tsk salt
- 2 msk ger
- 250 ml volgt vatn
- 2 msk ólífuolía
(eða hvaða pizzadeig sem er...)
Mikilvægt er að rúlla deigið út mjög þunnt!
Hitið ofninn á hæsta.
- 600 g lambahakk
- 1 laukur
- Hálf rauð paprika, hálf græn
- 1 hvítlauksrif
- Smá fersk steinselja
- Smá rauður chile ( fer eftir hvað hann er sterkur)
- 2 tsk salt og slatti svartur pipar
Saxið lauk og paprikur gróft og setjið í matvinnsluvél, þar til það er vel hakkað, en samt ekki orðið að mauki. Sigtið burt vökva, blandið við lambahakkið ásamt hvítlauk, saxaðri steinselju, chile pipar og kryddi. Mixið saman með höndum þar til þetta er orðið að hálfgerðu mauki.
Skiptið blöndunni í 12 jafna portsjónir.Skiptið pizzadeiginu í 12 skammta, og fletjið þunnt út, setjið
lambahakksblönduna á deigið og passið að hún nái vel út í alla kanta. Bakið í 8 -10 mín í mjög heitum ofni.
Oft er þetta borið fram með extra saxaðri steinselju og sítrónusafi kreistur yfir, svo er þessu rúllað upp og borðað.
Það er líka hægt að nota nautahakk í stað lambahakks. Einnig er gott að setja smá mintu með kjötblöndunni. Hakkið má líka steikja á pönnu áður en það fer á pizzadeigið og inn í ofninn, ef ykkur líst ekkert á hrátt hakkið.
Svo er um að gera að þróa sig áfram, sumir setja saxaða tómata, og jafnvel smá tómat paste út í hakkið, og svo má setja ristaðar furuhnetur, og ýmis krydd, s.s cummin, cinnamon eða allspice.
Mér finnst líka gott að fínsaxa rauðlauk (RAUÐLAUKUR ROKKAR) og dreifa ofan á.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 18:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)