Færsluflokkur: Menning og listir
15.10.2008 | 12:16
Papadams og Vindaloo
Ég ELSKA indverskan mat, og er frekar ófrumleg þegar ég fer út að borða á indverskum, fæ mér eiginlega alltaf Tikka Malsala eða Tandoori. Sérstakega nota ég tækifærið og fæ mér Tandoori ef ég fer á staði sem eru með alvöru tandoori ofni. Naan brauð eru líka í sérstaklegu uppáhaldi, jafnast ekkert á við að fá alvöru naan úr tandoori ofninum. (Naan er fyrir mig eins og pizza, alltaf að leita að hinni fullkomnu pizzu og naan)
Er búin að ætla í indverskan síðan ég kom hingað enda úr nógu að taka, heil gata bara með indverskum stöðum. Ég varð ekki fyrir vonbrigðum með staðinn í gær. Ég sagði þjóninum að ég væri mikið fyrir tikka og tandoori en langaði í eitthvað sterkt. Hann mælti með Vindaloo og verð ég að segja að það var snilld. Og algjör snilld að geta setið úti í góðu veðri klukkan 21.0.
Á meðan beðið var eftir matnum var boðið up á papadams. Það var borið fram með mangó sósu, raita og laukblöndu.
Papadams forréttur
- Mangó
- Salt
- 1 Laukur
- 1/4 rauð paprika
- 1 grænn chili
- 2 bollar Ab mjólk
- 1/2 rauðlaukur
- Tæp hálf agúrka
- 1 tsk Garam masala
- Salt
Öllu blandað saman í skál og sett í kæli í ca 30 mín.
- Papadams
Svo er Papadams eldað eftir leiðbeiningum á pakka. (Yfirleitt stungið í örbylgju í einhverjar sekóntur). Með því er svo borið fram í þrem skálum, laukurinn, mangósósan og raita.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 12:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.10.2008 | 14:22
Tortilla og Krabbasalat
Ég setti inn hér áður uppskrift af spænskri eggjaköku og krabbasalati. Það er algjör snilld að skera eggjakökuna þvert og smyrja góðu lagi af krabbasalatinu á milli (svona eins og þegar maður setur krem á milli tveggja kökubotna) Þetta er algjört rokk!
10.10.2008 | 08:48
SAGARDI & KRABBASALAT
Fyrir þá sem eiga leið um Spán þá get vel mælt með Tapas bar sem heitir Sagardi. Krabbasalatið þeirra er rosalega gott og sangrían þeirra kælir vel á heitum degi og vermir á köldum.
Krabbasalat
- 2 bollar krabbakjöt eða surimi ef þið komist ekki í krabbakjöt, hakkað
- 1 bolli sellerí skorið fínt
- 1/4 bolli rauð paprika, skorin extra fínt
- 1 msk sítrónusafi
- 3-4 msk majones
- Salt og pipar
- 3 soðin egg, bara hvítan
- Baguette
Öllu blandað saman í skál, nema eggjum og baguette. Góður slatti af krabbasalati sett á hverja sneið af nýju og góðu baguette. Eggjahvítan er rifin í kurl með rifjárni og dreift ofan á krabbasalatið.
Hér er mynd sem er dæmi um framreiðslu.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 08:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.10.2008 | 14:02
CENTRE OF THE UNIVERSE 2007
Ég gaf út Centre of the Universe 2007 í dag. Ég get bókað það að þú þekkir einhvern á verkinu, enda margir íslendingar og margir kunnuglegir.
Verkið má sjá í góðri upplausn hér
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 14:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.10.2008 | 10:32
Matur klukkan sjö.
Vil minna á viðtalið sem var tekið við mig og má lesa hér. Mjög skemmtilegt og þar uppljóstra ég þremur atriðiðum sem þið vitið ekki um mig.
En talandi um mat, hér í Madríd fara allir út að éta um 22.00, stemmari sem maður þarf að aðlagast því ég er oftar en ekki tilbúin til að fara að sofa um þetta leyti. Vildi að ég nennti að fara á fætur fyrr þó því ég fæ oftar en ekki minn 10-11 tíma svefn....aaallt of mikið!
Hefðin að borða kl 19.00 heldur sér þó þegar við eldum eitthvað hér heima.
Fékk á Tapas bar Patatas Bravas með skemmtilegu tvisti.
Fancy Patatas Bravas
- Patatas Bravas (skv. uppskrift hér á síðunni)
- Spicy ítölsk eða spænsk pulsa
Skerið pulsuna niður í munnbita, steikið þá á pönnu og dreyfið þeim með kartöflunum og setjið svo Patatas Bravas sósu yfir.
8.10.2008 | 10:25
Beckhams - wish you were here :(
Verst að Beckhams eru flutt frá Madrid, ég og Vicky hefðum nefnilega náð svo vel saman, bara eitthvað að chilla, fara út i lunch og fá okkur í glas á meðan kallarnir eru í vinnunni. Svo hefði hún getað pósað fyrir mig.
En þýðir ekki að væla um það, ég get amk verið með kærastanum þegar hann kemur heim úr vinnunni. Og núna þegar evran er svona hagstæð þá gerðum við okkur glaðan dag og fórum út að borða á Pulcinella, ítalskur staður niðrí bæ. Væntingarnar voru miklar! Er búin að bíða eftir alvöru Napoli style pizzu, eins og þeir gefa sig út fyrir að vera.
Og ég get sagt að ég varð ekki fyrir vonbrigðum og gekk svo langt að taka ekki eina mynd af dýrðinni heldur njóta matarins.
Góður matur, góð þjónusta! 50 evrur fyrir tvo með vínflösku. Ég ætla ekki að reikna út hvað það er mikið en væri gott verð ef evran væri ennþá 90 kall :P
Það var tekið viðtal við mig um daginn og fyrir þá sem hafa áhuga þá má lesa það hér
Salut! Sx
3.10.2008 | 11:51
Servéttumenning á Spáni
Ekki eru allir staðir komnir í ruslafötumenninguna ennþá...
Myndin er tekin á staðnum Mueseo de Jamon.
Treo
- Hráskinka
- Aspas, ferskur
- Parmagiano Reggiano
- Smjör
- Salt og pipar
Aspasinn blancheraður, og svo steiktur upp úr smjöri. Hráskinkunni vafið um nokkra aspasa og létt steikt á pönnunni. Sett á disk og nóg af rifnum parmasen osti yfir. Salt og pipar eftir smekk. Hráskinkan er yfirleitt frekar sölt.
Í framreiðslu: Einnig er hægt að léttsteikja skinkuna sér, og setja hana á disk og svo aspasinn ofan á...um að gera að imprúvæsera.
Svo má fara út í pastarétt með svipuðu þema.
Tagliatelli Parma
- Tagliatelli
- Hráskinka
- Ferskur aspas
- Tómatar
- Shallott laukur
- Parmagiano Reggiano
- Hvítvín
- Smjör
- Salt og pipar
Steikið lauk og hráskinku og aspas upp úr smjöri, bætið svo við niðurskornum tómötum, eða hökkuðum tómötum úr dós. Saltið og piprið. Látið malla, bætið við hvítvín, malla smá meir.
Blandið við Tagliatelli og nóg af parmagiano reggiano yfir.
Ég er ekki með neinar mælieiningar hér, þetta er ekki svo nojið, dash of this, dash of that... bara smakka til.
Kveðja frá Madrid, Sxx
2.10.2008 | 13:18
Borð fyrir einn - Mesa para una...
Þá er maður dottin í "mesa para una" pakkann. Ég er þó nokkuð vön eftir að hafa búið í hinum og þessum löndum, og verandi listamaður þá er það víst í starfslýsingu að sækja bari og kaffihús og þar sem kallinn er í 9-5 vinnu, þá á ég það til að fara ein í lunch eða kíkja á kaffihús. Og ég get alveg mælt með því að fara einn út, svona af og til.
Hver þekkir það ekki úr bíómyndum hversu vandæðalegt það var þegar einhver fór einn út að borða. Þjónn sem fjarlægði hnífapör af borðinu með látum, svo allir á staðnum litu við. Það er nú ekki svona slæmt, þótt svo það hafi nú komið fyrir á fínni stöðum.
Ég hef tekið eftir því að þeir sem eru einir á veitingarstöðum, en augljóslega að bíða eftir einhverjum eru allir voða mikið að fikta í símanum sínum. Fólk á svo erfitt með að sitja og gera ekki neitt, þegar það er eitt og yfirgefið á stað þar sem tíðkast að vera í félagsskap.
Mannleg hegðun er alltaf áhugaverð. Og talandi um mannlega hegðun þá er þetta mjög góð svartbaunasúpa.
Svartbaunasúpa
- 1 dós svartar baunir (eða þurrkaðar og lagðar í bleyti í 8 klst)
- Hálfur rauðlaukur
- Chile pipar, eftir smekk og styrkleika
- 1 dós tómatar
- hálf paprika
- 1 hvítlauksrif
- 1 L vatn
- 1 grænmetisteningur eða kjúklinga
- smá smjör
- salt og pipar
Einnig er gott að setja ferskt kóríander út í.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 13:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.10.2008 | 10:10
Fylltar spínatpönnukökur
Eitt það besta á veisluborðum er aspas í skinku, á pinna. Flestir kunna nú þessa uppskrift en ég læt hana fljóta svona til að minna mig og aðra á hana.
Skinkurúlla
- Grænn aspas í dós
- Skinka í sneiðum (góð skinka, ekki ofurvatnsþynnt brauðskinka)
- Rjómaostur
Smyrjið smurosti á skinkusneiðar, leggið aspas svo á og rúllið upp, stingið tannstöngli í gegnum rúlluna.

Fann í Gestgjafanum eitt sinn mjög góða uppskrift að spínatpönnukökum. Algjör veislumatur. Get alveg 100 % mælt með þessari uppskrift.
Spínatpönnukökur (Gestgjafinn)
- 250 g spínat , fryst
- 3 egg
- 150 ml mjólk
- 1 msk olía
- 100 g hveiti
- salt á hnífsoddi
- 1 dós sýrður rjómi (18%)
- 100 g skinka , söxuð smátt
- 1 paprika , rauð, fræhreinsuð og söxuð smátt
- pipar , nýmalaður
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 10:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.9.2008 | 16:50
Klíptu mig, einhver!
Var að koma úr minni fyrstu verslunarferð í matvöruverslun. Ég hef ekkert sérlega gaman að því að versla, nema að það sé matur eða vín! Og það er alltaf svo gaman að versla í matinn í útlöndum. Nammi namm!
Það sem kallinn fær í kvöld þegar hann kemur þreyttur heim úr vinnunni er:
- Manchego ostur með hunangi
- Baguette með ólífuolíu, balsamik og salti
- Grænar ólífur
- Tinto de verano
Þetta ætti að vera ágætur forréttur áður en við kíkjum út.
GOTT RÁÐ:
Ef þið erum með rauðvín sem er ekkert sérlega gott, eða opin flaska frá deginum áður og orðin hálf oxuð, þá er um að gera að breyta henni í Tinto de verano eða Sangríu.
- Rauðvín
- Sódavatn eða Swepps Lime (eða Fanta Lemon)
- Sítróna, skorin í báta
- Appelsína, skorin í báta
- Klaki
Flóknara þarf það nú ekki að vera, öllu mixað saman í könnu (og ekki þarf að taka utan af sítrónunni eða appelsínunni). Smakkið til, ætli ein flaska af rauðvíni á móti hálfum líter af sóda sé ekki passlegt. Fer bara eftir stuði og stemmningu.....
Salut!