Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

SVONA KEBAB-ISH

Er enn þá að elda með uppskriftina af ROTI brauðinu, þetta er jú bara hveiti, vatn og salt.  Í kvöld hafði ég gríðarlega löngun í Kebab, sem ég eeeelska... hvort sem það er Kebab, Gyros, shawarma, Pita, Dürum...

Ég var að koma frá tveggja vikna siglingu um Svartahaf og Miðjarðarhaf, það var alveg geðveikt.  Fórum frá Grikklandi til Tyrklands, Rúmeníu, Búlgaríu, Úkraínu, Ísrael, Kýpur og Egyptalands.  Kebab menning allstaðar, sérstaklega í Tyrklandi og Egyptalandi, og Ísrael kom sterkt inn með brauðið og hummusinn. Hin löndin sterkt smituð af þessari menningu með kebab sem götumat.  Og ég ætla ekki að lýsa Falafel vagninum í Egyptalandi, a.m.k ekki í þessari færslu.  Sé það núna,ég geri bara sér blogg um matarmenninguna  frá siglingunni. 

Neeema hvað, og ég minni ykkur á að horfa á myndbandið með krúsídúllunni henni Manjula, þetta hér, til að sjá taktíkina við að gera almenninlegt Roti, sem blæs upp eins og falleg blaðra á 17. júní. (....já ok...er að drekka Carmen, Chile, Merlot, 2006, MJÖG GOTT, ég er komin í spar ham, og kaupi bara ódýrustu vínin í ríkinu,svona til daglegrar neyslu og þau eru yfirleitt mjöööög góð)

Í kvöld var sem sagt skellt í Roti, og dinnerinn endaði sem grænmetis útgáfa af Dürum.

Uppskriftin:

  • Roti deigið
  • Semi Raita
  • Chile olía
  • Fyllingin

ROTI: Hent í eitt Roti deig, kíkið á myndbandið sem ég linkaði á hér að ofan, þar er  fín uppskrift.

Semi Raita:  (enn í þróun)

  • 2 dl AB mjólk
  • 2-3 tsk MALDON salt (eftir smekk)
  • 1 tsk paprikkuduft
  • 1 tsk Kebab krydd frá Pottagöldrum
  • Hálft lítið rif af hvítlauk, bara svona smá, án þess að vera afgerandi
  • 2 msk matarolía (ekki EVOO)

Chile Olía:

  • 3 ferskir chile, smakkið þá áður til að vera viss að það sé smá  power í þeim
  • 2-3 dl Matarolía, t.d Isio, Canola eða Ólífuolía (en samt ekki Extra Virgin )
  • 1 tsk salt

Sett í eldfast mót og hitað í vel heitum ofni (um 240°c ) í 20-30 mín.  Þá er þetta tekið úr ofninum og leyft að kólna.   Chile-inn fjarlægður og olíunni helt í eitthvað geymsluílát. ( Það er líka hægt að hafa chile-inn í olíunni til að bæta á bragðið)

FYLLINGIN:

Auðvitað bara smekks atriði, en mér finnst þetta "must" og þetta var það sem ég notaði 

  • Iceberg
  • Tómatar
  • Rauðlaukur (rokkar)
  • Agúrka

 

Ef þið viljið meira en bara grænmeti þá er um að gera að steikja kjúkling upp úr kebab kryddinu eða einhverju sambærilegu. Næst þegar ég býð í mat þá ætla ég að nota þetta og hafa íslenskt lambakjöt sem ég mun krydda upp á tyrkneska vísu.

Og endilega ekki horfa of nákvæmt í mælieiningarnar, um að gera að slumpa bara eftir smekk og stemmningu.

Jæja, nóg í bili, heyri mig vera að tala upphátt á köflum og heyri í kærastanum inn í stofu í  sinni tölvu, líka að röfla við sjálfan sig.  Ætla að fara að heilsa upp á hann.

Sxx

 

 

 

 


Kaffihús í Köben


Nóg af þeim.  Hér eru þau sem ég hef kíkt á.

Zirup Vinsælt Kaffihús í Strædene.  Mér finnst maturinn þarna mjög fínn.  Ágætis borgarar, og indverska salatið fínt.  Oft þéttsétinn staður, sérstaklega á sumrin í sólinni, en þá er nice að sitja úti.


Paludan Bogcafe Þetta er mjög nice kaffihús og bókabúð.  Mjög gott Irish coffie.  Rauðvínið og hvítvínið fínt, og mjög gott að kaupa eina flösku af scwepps lime og setja út í rauðvínið á heitum dögum, og þá komin með fínasta Tinto de Verano.  Þessi staður er bara opin til sirka 18.00

Roberts Coffee Mjög vinsælt kaffihús, kósí innréttað í kjallaranum, mjög gott kaffi.

Við Halmtorvet eru nokkur kaffihús, öll svona frekar svipuð, í frönskum kaffihúsa stíl.  Apropos ágætt, fínn tapas bakkinn og fínn brunch bakki.  Við hliðina á því er svo Carlton og það er líka ágætt, góður brunch bakkinn, og mjög gott brauð.  Stundum svoldið slök þjónusta.

Dalle Valle  Kaffihús á horninu þar sem við búum, mjög vinsæll staður.  Ágætis vín, og mjög fínn matur.  Svaka trendí innréttaður.  Þjónustan er svona upp og ofan. Fólk hefur bæði jákvæðar og neikvæðar skoðanir á þessum stað.  Mér finnst ágætt að kíkja þarna í einn drykk af og til.  Opin samloka með lax, capers og rauðlauk smakkaðist vel, og mossarella salatið var fínt. Þetta var stór skammtur og ég gat ekki klárað svo ég spurði þjóninn (smástelpa) hvort ég gæti fengið restina í doggy bag, og hún horfði á mig eins og ég væri fáviti, og sagði svo, nei það er ekki hægt.... o well :P


Bankorat Þetta er mjög kúl staður, spes skreytingar, eiginlega þess virði að kíkja.  Fékk mér salat með mossarella og serrano, það var mjög fínt.  Mjög vinsæll staður, og yfirleitt mikið að gera. 

cafe Illum Ágætis kaffihús í þessu stóra vöruhúsi, svona ef maður er þarna hvort eð er, og nennir ekki lengra.  Annars er kampavíns lounge á einhverri hæðinni.

Salon Kósí kaffihús fyrir unga fólkið, og bestu samlokur bæjarins

Cafe Katz Frekar nice staður, svona Sólon style.  Ágætis matur, vel útlátið.  Á hinu horninu er annar staður með sama nafn, sem er vínbar, hálfgert útibú frá hinum staðnum, en þar má víst reykja.

Stella  Staður í Stræded. Ágætis staður, fékk mér tortilla með spinat og kjúkling og það smakkaðists mjög vel.

Cafe Ciao.  (Hægra megin við Zirup)
Fékk mér kókóssúpu sem var dúndurgóð. 

Cafe Kys Hef nú bara kíkt þarna í einn drykk, sat úti, eflaust ágætis staður.

Barbar bar Staður á Vesterbrogade, mjög sætur, rólegur staður.  Fínn matur.

Laundromat  Staðurinn hans Frikka, fínn staður, get mælt með kúbu samlokunni.

Cafe Sommersko Hef kíkt þarna í einn drykk, virðist vera rótgróinn staður, og frekar vinsæll.

Cafe Klimt Hef bara kíkt þarna í drykki, en virðist vera svaka nice til að grabba eitthvað að borða.

Cafe Björg  Ágætis staður, a.mk til að fá sér einn drykk.  Hef ekki prófað að borða þarna.

Wanna B Enn einn staðurinn í Stræded, hef komið þarna nokkrum sinnum í rauðvín, sem eru yfirleitt góð.  Virðist vera með ágætan kaffihúsa matseðil, en hef ekki borðað þarna.

kveðja,  Soffía

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband