Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Sykurlaust snakk fyrir krakka og alla hina líka

Þar sem allt er að drukkna í sykri þá er þetta ágætt.  

Húsið við sjóinn.

 


Foodwaves í beinni

Ef J Cash er ekki mest töff í heimi, fyrir utan kærastann þá hvað?  Nema hvað, vorum að ljúka við rétt númer 2, framreiddur af kærastanum.  Þvílík snilld.  Það er einmitt þetta sem foodwaves "is all about".... Hráefnið og hugmyndaflug, ekkert flókið en samt cool.

Sætar fermingafranskar (Sweet bar mitzvah) 

  • Kartafla
  • Sæt kartafla
  • Brauðostur
  • Vorlaukur
  • Salt

Kartöflur skornar í fína strimla, svona svipað og potato sticks í dósunum, aðeins þykkari.  Djúpsteikt.  Borið fram með vorlauk og heimalagaðri kokteilsósu.

 

Fyrir ykkur sem vita hvað patchos eru frá kelly O! þá er þetta málið, og svo er bara að henda í sinnepssósu með!  Sem gæti hljómað svona:

Patchos sósa

  • Sýrður og eða mæjó
  • Sætt sinnep
  • Salt og pipar
  • Maple sýróp

Svo er eitthvað "leynikrydd" sem ég man ekki alveg hvað er...svona eins og dill eða eitthvað þannig...en samt ekki dill!

IMG

Og hér er svo mynd af snilldinni. 

 

 

 

 

 


Þetta er besta kombó í heimi, verðið að prófa.

Án gríns þá er must að smakka þetta kombó!!  Næst þegar þið setjist niður í góðra vina hóp til að fá ykkur í glas setjið þá þetta á borðið.
  • Baguette, nýtt, mjúkt og gott og skorið í sneiðar
  • Ítalska eða spænska pulsu, helst svolítið bragðmikla eða spicy
  • Brie eða Camembert
  • Rauðlauk, skorinn í þunnar litlar sneiðar
  • Rauð papríka, skorin fremur þunnt og í tvennt eða eitthvað svoleiðis
  • Góð sulta, hvort sem það er hindberja, jarðaberja, sólberja...

 

Svo er þetta sett krúttlega á bakka, og allir búa til sínar eigin snittur.

Svona geri ég þetta: Ostur settur á brauðið, svo sulta og því næst pulsusneið og að lokum smá rauðlaukur og papríka.

 

Ef þetta er hráefni sem ykkur geðjast að, þá bara verðið þið að prófa þetta, nákvæmlega allt þetta á einni baguette sneið.

 

ÞIÐ VERÐIÐ!

 

 

 


Grænmetissúpa, BARA HOLL!

Vinkona mín fékk hjá mér súpu og var svo húrrandi ánægð með hana.  Hún bað mig um uppskrift og hér kemur hún.

 

food01

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Húrrandi holl grænmetissúpa

  • Tómatar í dós, ein dós (hakkaðir)
  • 1/4 dós pizzasósu frá Hunts
  • 5 gulrætur
  • Hálfur kúrbítur
  • 1 rauð paprika
  • 1 dós kjúklingabaunir
  • 2 shallott laukar
  • 1-2 rif hvítlaukur
  • Hálfur poki ferskt spínat
  • Salt, pipar, oregano og basilíka
  • Grænmetiskraftur og 1 L vatn

 

Létt steikið upp úr olíu gulrætur, kúrbít, lauk, papriku og hvítlauk. 

Bætið við tómötum og pizzasósunni. (Átti ekki tomatpúrre og notaði því pizzasósu)

Kryddið með salt, pipar, þurrkuðu oregano og basil.

Svo kemur vatn og grænmetiskraftur og látið malla í 20 mín eða svo. 

Bætið við kjúklingabaunum og mallið í 5 mín í viðbót. 

Rétt áður en súpan er borin fram bætið þá við spínatinu.

 


Veitingastaðir í Köben

Fyrir ykkur sem eruð að fara til Köben, eða eruð þar nú þegar þá langar mig að minna á veitingastaða bloggið mitt um Köben, sem er með fyrstu færslunum hér á blogginu mínu.

 

inside01

 

 


Gúffað


Ég er í snilldar matarklúbb sem kallast guf. (Með litlu g og lesist GÚFF) Fjórir
meðlimir, algjört gourmet pakk.  Við hittumst í gærkvöldi þar sem
okkur var boðið upp á fylltar kjúklingabringur og humar, borið
fram m.a með klettasalatspestókartöflusalati. 

Sú uppskrift var í Fréttablaðinu í gær, og er fáránlega góð.


Hér kemur hún:

 

  • 400 g soðnar og stappaðar kartöflur
  • 100 g möndluhakk
  • 100 g graskersfræ
  • 1 poki klettasalat
  • 1 hnefi basilíkum
  • 2 dl græn ólífuolía
  • hvítlaukur, salt og pipar.

Allt nema kartöflur í matvinnsluvél og svo kartöflum hrært við.

 



Humarinn var steiktur upp úr hvítlaukssmjöri, í skeljunum, svo
var humar fjarlægður og smá rjóma bætt við á pönnuna svo úr varð
mjööög góða sósa! 

Síðar um kvöldið var svo drukkin verkamannaútgáfa af Paralyzer
við misgóðar undirtektir, Vodka og kókómjólk.
10


Takk fyrir okkur !
Sx

Oh Canada..

..so fucking pretty.  Snilldar lag, flutt af gaur sem heitir Þórir.  Var að koma frá Kanada, B.C.  Átti einu sinni heima þar, og á marga vini þar. Góðir vinir mínir eru með grænmetisgarð, sem er alveg met, ÖFUND!  hvað það er frábært að lifa í svona veðurfari og geta ræktað sitt eigið.  Við elduðum nokkra rétti þar sem undirstaðan var það sem finna mátti í garðinum.


Kúrbítsblóm (Zukkini flowers)

Ég hef nú ekki kynnt mér það hvort það fáist kúrbítsblóm hér á Íslandi, en fyrir þá sem búa svo vel að komast yfir slík blóm þá er þessi uppskrift frábær sem léttur for eða milliréttur.

Þetta er hefðbundin crepes uppskrift. Gæti verið nóg að gera bara hálfa uppskrift, fer eftir fjölda blóma. Eða þá bara gera crepes úr afgangs deiginu.

1 bolli hveiti
2 egg
1/2 bolli mjólk
1/2 bolli vatn
1/4 teskeið salt
2 matskeiðar bráðið smjör

Slatti af kúrbítsblómum

"Veltið" blómunum upp úr deiginu og steikið á pönnu.  Flóknara er það ekki.

 

Egyptian Walking Onions 

Þetta er í fyrsta sinn sem ég sé þessa lauka, hef ekki séð þá hér á landi.  Væri fróðlegt að prófa að rækta hann.

Setjið laukinn í eldfast mót með olíu, salti og pipar og setjið í 300° heitan ofninn í hálftíma - 45 mínútur.

 

Rauðbeðsídýfa

Þessi ídýfa er algjör sniiiiiiiilld.  Hef aldrei verið fyrir rauðbeður, og ég mana alla til að prófa þetta.

5-6 rauðbeður

250 g sýrður rjómi

1-2 hvítlauksrif

salt og pipar

 

Sjóðið rauðbeður, setjið í matvinnsluvél ásamt öðru hráefni.  Berið fram t.d með grilluðu pítubrauði.

 

 

Belgbaunir með hnetum og hvítlauk

Steikið belgbaunir upp úr smjöri og smá olíu, bætið við hvítlauk og salti og pipar.  Þurrristið valhnetur og furuhnetur og blandið við baunirnar.

bon appetit!

Sx

 

 

 


Pizza Pizza. Nokkur ráð

Þegar ég nenni ekki að gera mitt pizzadeig þá hef ég keypt þetta upprúllaða á smjörpappír í plastinu, sem maður bara rúllar út..NEMA...  hér koma nokkur tips.

Ég skeri deigið í tvo jafna helminga og rúlla þeim út með kökukefli þynnra á nýja smjörpappírs örk með smá hveiti svo ekki klístrist.  Svo miklu betra. 

  • Ég set botninn í ofninn í 30 sek til eina og hálfa mínótu (fer eftir hitanum í ofni)  áður en ég set á hann sósu og álegg.
  • Ég hef ofninn alltaf á heitasta hita og hita hann í 30 -  60 mínútur áður en ég set pizzu inn.
  • Góður pizzasteinn kemur sterkur inn.
  • Durum 00 hveiti er mjög gott, og svo jafnast ekkert á við mossarella di buffola, sem fæst því miður ekki hér en mossarella kúlurnar í vökvanum eru fínar.

Ég bæti svo við þetta þegar mér dettur meir í hug.

pizza

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ég fór til Napoli fyrir nokkrum árum í vikuferð, bara til að borða pizzur, pílagrímsferð til mekka pizzunnar, varð ekki fyrir vonbrigðum, besti staðurinn án efa var Pizzeria da Michele.  Langar biðraðir eftir borði myndast á háannatíma.  Okkur var skellt við borð með ókunnugum, bara gaman að því, nýta sætin. 

 Sx

 


Ógeðslega einfalt

Fyrir þó nokkru fór ég til vinafólks í matarboð og fengum við með fordrykknum ógeðslega góðan "rétt" 

Þetta var rjómaostur og yfir hann var búið að hella Tai sweet and sour sósu, borið fram með Dorritos nachosi.  Fáránlega einfalt og hefði ekki trúað því hvað þetta er gott.  Allir sem smakka þetta hjá mér eru non stop að fá sér.

Snilld ef ykkur vantar einfaldan og fljótlegan rétt, og fullkomið sem snakk á meðan verið er að grilla um helgina.

 Góða helgi!  Sx


Gulrótar og appelsínu súpa

Þessi súpa er ótrúlega góð...og holl.  Mjög einfalt, og súpergott.  Flott sem forréttur.

  • Ca 6 gulrætur
  • 1-2 tsk ferskt rifið engifer
  • 1 shalott laukur
  • Ólífuolía
  • 1 bolli appelsínusafi
  • Ca hálfur líter vatn
  • Grænmetiskraftur.
  • Salt og pipar

 

Bitið niður gulrætur og sjóðið í vatni með grænmetiskraftinum.  Í öðrum potti, svitið shalottlauk og engifer.  Þegar gulrætur eru soðnar bætið þeim þá við ásamt 1-2 bollum af soðinu, og einum bolla af appelsínusafanum ásamt shallot og engiferinu.  Setjið allt í blender eða matvinnsluvél, þar til allt er orðið vel maukað.  Bætið við soði í blenderinn eftir því hversu blauta þið viljið hafa súpuna.  Saltið og piprið (og kryddið með einhverjum öðrum kryddum ef þið viljið) eftir smekk. Setjið súpuna í pottin og hitið aðeins ef þess þarf.

Sx


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband