Færsluflokkur: Bloggar

Note to self...

Fartölvur drekka ekki rauðvín.

Hálft glas sullaðist yfir lyklaborðið.  Það kom að því. Tölvan fór að haga sér eins og hún væri full.  Það kom ekkert nema rugl þegar maður type-aði með lyklaborðinu  Það er ekki alveg runnið af henni en ég er komin með extended lyklaborð og það svínvirkar.

Þetta minnir mann á það að taka backup reglulega!  Á morgun segir sá lati en þið sjáið ekki eftir því að eiga backup ef illa fer, trust me!

Þá er komið að rétti númer tvö frá afmælisdinnernum

SKARFUR

  • Heitreiktur skarfur (fæst í Ostabúðinni)
  • Hindberja vinegrette
  • Klettasalat

Dreifið klettasalatinu á disk.  Skerið skarfinn niður í þunnar sneiðar og dreypið vinegrettinu yfir.

Borið fram með Red Rooster, Meritage, 2005 frá Okanagan í Kanada og White winter hymnal með Fleet Foxes.

www.soffia.net

  Soffía  Gísladóttir © www.soffia.net


SBOÐ 2009

Afmælisdinnerinn var snilld, vínin frábær og félagsskapurinn fallegur.  Eyddi helginni með vinum í sumarbústað í Borgarfirði.  Sátum frá 20.00  til að verða 04.00 að borða, enda 8 rétta matseðill.  Þannig sem matarboð eiga að vera.

Spurði mömmu þegar ég var lítil hvað spoð væri, hún var ekki viss.  Útskýrði þá betur, svona afmælisboð.  Því jú, ég vissi hvað afmæli var en ekki sboð.

Fyrsti rétturinn var rjúpusúpa.  Átti bein og ofl síðan um jólin í frysti.

Borið fram með Muga, Rioja frá 2004.  Snilldarvín! 

Let the game begin

  • Rjúpusoð
  • Smjör
  • Sveppir
  • Hvítlaukur
  • Rjómi
  • Hvítvín

Svitið pressaðan hvítlauk og sveppi, skornir fremur smátt í smjöri.  Bætið við soði, svo hvítvíni og rjóma.  Þegar þetta hefur mallað svoldið þá hrærði ég saman við súpuna smá þeyttum rjóma.  Salt og pipar eftir smekk. Og þegar ég bar hana fram þá setti ég ofan á hana matskeið af þeyttum rjóma og fínt skorinn graslauk.

Soð:  Steikið rjúpuafgangana í smjöri og olíu ásamt hvítlauk, púrru, rauðlauk, papriku og jalapeno eða hvaða grænmeti sem ykkur sýnist eða eigið til. Saltið og piprið.  Bætið við vatni, ca 2 lítra, eftir því hvað þið eruð að sækjast eftir miklu magni.  Látið malla í nokkra klst, munið bara að fylgjast vel með pottinum

 

www.soffia.net

  Soffía  Gísladóttir © www.soffia.net

 


Afmælismatseðillinn 2009

Það er komin mynd á afmælismatseðilinn minn.  Hann var hannaður í kringum eldunaraðstöðuna sem verður á staðnum. Því mun racklette koma sterkt inn í einum réttinum.

Leiðindaskarfurinn er snilld.   

 

a la carte

6. mars 2009 
 
 
 

Let the game begin

Þeir koma góðir þar sem góðir eru fyrir  
 

Útúr reyktur leiðindaskarfur

Gefðu mönnum mat, þá hlýða þeir þér 
 

HumarHallar í hvítlauksljóma

Erfitt er að sjá í gegnum konu og melónu 
 

Bólugrafinn foli, borið fram með hindberjavinegrette

Soltin björn dansar ekki  
 

Ceviche de Baccalà

Det der kommer let, går let

 

Lamb riding the mechanic bull in the racklet ring

Þeim verður ekki bjargað sem eta þangað til þeir springa 

 

70 % Kúrbítur

Vínið hefur verið tekið upp, það verður að drekka það

 

Manchego með sirop Canadien l'original de Elgin

Tvö glös eru of mikið, þrjú of lítið 

 

 

Ég kem svo með nánari uppskriftir af þessum réttum næst, ekki 100% fyrirfram ákveðið hvernig þetta allt verður eldað nákvæmlega.

 

Eigið gleðilegan dag og góða helgi!

Kv, Soffía (35)

www.soffia.net

   Soffía  Gísladóttir © www.soffia.net

 

 

 


 

 


Fiskurinn í sjónum

Eins og titillinn ber með sér þá minnir hann á snilldina sem syndir hér allt um kring. Keyptum ýsuflak á lítinn pening.

Fiskurinn í sjónum

  • Ýsuflak
  • Matreiðslurjómi
  • Heimalöguð chile og hvítlauks-basil olía
  • Sveppir, mjög smátt skornir
  • Búnki af púrrulauk
  • Engifer
  • Fersk basil
  • Salt og pipar
Þessu er skellt á álpappír og inn í ofn þar til fiskurinn er eldaður.

 

Sósan

  • Matreiðslurjómi
  • 26 % Óðals ostur
  • Sveppir, skornir í skífur
  • Smjör
  • Smá hvítlauksrif, skorið í skífur
  • Salt og pipar

Svona var þetta, ekkert flókið.  Mér fannst alveg óþarfi að hafa nokkuð meðlæti.  En fyrir þá sem þurfa meiri magafylli þá er upplagt að bera þetta fram með hrísgrjónum.

Kv, Soffía

www.soffia.net

 

 


Eyddi 80.000 kalli í kvöldmat

Ég hef hugsanlega eytt 20.000 kr í föt á síðasta ári en ég get engan vegin áætlað hvað ég hef eytt í mat og vín og mér er eiginlega alveg sama.  Því það er hverrar krónu virði ( og sérstaklega 4000 króna afmælisdinnerinn minn, og þá er ég að tala um 4000 kr í dönskum krónum).

Einhver spurði mig um daginn hvað ég hafði fengið að borða þetta kvöld  og ætla ég að deila því með ykkur hér á netinu.

Svona hljóðaði  Tradititional wine menu 6th of March

Antipasti

Cod fish wrapped in grilled squach and it´s own juice

Monk fish tail rolled in Lardo Di Colonnata over swiss chard

Dorade royal in chrispy chrust over braised savoy cabbage

Millefoglie of artichoke in love with "Marzolina" cheese and green sauce

 

Quails leg in a variation of wild fennel

Guinea fowl stuffed of herbs in a radicchio and balsamici combination

Rabbit salad over sundry tomatos

Soup of Cardo emphasized by a bruschetta of Parmigiano cheese

 

Primi Piatti

Riso al salto with saffron, liquorice tuille and spinach sauce

Cavatelli for organic broccoli and chilli

 

Secondi Piatto

Halibut in a Cicerchia soup and tomato leaf

Roasted lamb, eggplant pure and potato chip with cicorino salad

 

Formaggi di Carlo Fiore

Nico´s sorbet of  coconuts

"Formaggi in controluce"

 

Dolce

Syrup of "Amarena" mousse praline and graniteof tangerine

Marinated pineapple and memory of passion fruit mousse and spicy chocolate sorbet

 

Hljómar þetta ekki bara of gott, og nú er ég einmitt að vinna í matseðlinum fyrir afmælið mitt

...to be continue :)

 kv, Soffía

www.soffia.net


Hugmynd til að fá góðar hugmyndir..

..af skemmtilegum réttum til að elda.

Lesið matseðla hjá góðum veitingastöðum út um allan heim.  Var einmitt eins og sést á síðustu færslu að lesa það sem í boði er á Quails Gate.  www.quailsgate.com  og síða veitingastaðarins hér

Svo er bara að google sambærilegar uppskriftir og fylla í eyður með eigin hugmyndaflugi.  

 

Og hér er ég á vínekru Quails Gate

www.soffia.net

   Soffía  Gísladóttir © www.soffia.net

 


Bjór, bjór, bjór...rauðvín

20 ár síðan bjórinn var leyfður, eiginlega ótrúlegt að hugsa til þess að það sé svo stutt síðan að það bara bannað að selja bjór hér. Algjört grín.

Og nú bíð ég spennt eftir að geta keypt vín í matvöruverslunum.  Bjó allt síðasta árið í Danmörku og á Spáni og kunni vel við að geta gripið flöskur með mér þegar ég verslaði í matinn.  Það var skemmtileg menning í því.  Og að geta keypt príðis vín (Trivento frá Argentínu) á 30 dkr,  og Faustino Vll á 4 evrur.

Ég hef reyndar ekki drukkið bjór svo telur í mörg ár en mun fagna þessum degi með því að kíkja á bar í kvöld og skála við bjórþyrsta í rauðvín :)

Skál fyrir góðu kvöldi.

www.soffia.net

  Soffía  Gísladóttir © www.soffia.net


Okanagan og Tagliatelle með önd

Snilldar vínhérað í B.C, Kanada.  Því miður hefur ekki fengist vín þaðan hér á Íslandi.  En þeir sem eru að þvælast í Kanada þá mæli ég með að líta eftir Okanagan vínum.

Það eru ansi mörg góð.  T.d Quails Gate, Dirty laundry, Mission Hill og Gray monk.

Osoyoos Larose, le gran vin frá 2006 er afbragð.

Einn besti veitingastaðurinn í Okanagan er veitingastaður Quails gate.  Fékk svo gott Carpaccio þar.  En veitingastaðurinn leggur áherslu á að elda úr local hráefni.  Og nóg er til að því þarna í Okanagan. 

Og hér er mynd af carpaccioinu. Oh nú langar mig í Carpaccio.

www.soffia.net

Eitt af því sem er á matseðlinum hjá þeim núna er Duck Tagliatelle og í því er

  • Duck confit
  • Smoked apples
  • Braised fennel
  • Fresh thyme
  • cream

Hljómar ekkert smá vel...Er ekki með uppskrift en miðað við þessa innihaldslýsingu má google og svo imprúvæsera eitthvað hrikalega gott.

 

Svo sá ég þessa sem er mjög girnileg:

Tagliatelle og önd

  • Önd
  • Laukur
  • Hvítlaukur
  • Tómata paste
  • Hveiti (ein msk eða svo)
  • Kjúklingasoð (um 2 - 300 ml)
  • Hálfur líter rauðvín
  • Smá ferskt thyme
  • Safi úr einni appelsínu og smá rifið appelsínuhýði
  • Tagliatelle

Hitið ofn á 170°C

Steikið önd í smjöri í um 6 mín á skinninu, snúið við og steikið í um 4 mínótur.

Setjið öndina til hliðar, brúnið lauk og hvítlauk á sömu pönnu, bætið við tómat paste.  Bætið við einni msk af hveiti og hrærið saman. Því næst vín, kjúklingasoð, krydd, appelsínusafi og hýðið.  Hitið að suðu og látið malla.  Bætið nú öndinni aftur á pönnu og mallið í 2 klst.

Takið önd til hliðar, veiðið frá fitu af yfirborðinu.  Látið malla.  Snyrtið öndina, takið skinn og bein og skerið kjötið í munnbita eða svo og bætið því við soðið aftur.

Sjóðið pasta samkvæmt leiðbeiningum. 

Deilið pasta á diska, sósuna yfir og rífið parmasen yfir.

Berið fram með góðu salati.

 

Hrrrrikalega gott Carpaccio!

www.soffia.net

Salut, Sx

 


Mælieiningar í matargerð

Ég hef minnst á þetta nokkrum sinnum í þessu bloggi að mælieiningarnar skipta ekki svo miklu máli. a.m.k yfirleitt í þessum uppskriftum hér.  Ef það gerir svo þá hef ég þær með, annars er þetta bara slump, tilfinning og smekkur manna sem ræður.

Það er bara að láta vaða, og svo imprúvæsera með það sem til er hverju sinni í ísskápnum.

Þegar maður fer eftir uppskriftum þá skiptir sjaldnast máli hvort það eru ein eða tvær gulrætur, einn eða hálfur laukur, kúrbítur eða ekki. 

Verið óhrædd við að prófa ykkur áfram, og það sem ég geri ef ég er að henda einhverju saman án þess kannski að vita hvað ég er að gera þá google-a ég oft sambærilegar uppskriftir og tek það besta úr öllum, og þá fær maður oft hugmyndir af hráefni sem maður datt ekki í hug að nota sem endar á að fullkomna réttinn.

www.soffia.net

  Soffía  Gísladóttir © www.soffia.net


Kotasæla

Bjó til  ýmsar útfærslur af pizzum.  Það sem var eitthvað nýtt hjá mér var:

Pizza með kotasælu

  • Pizzabotn, flattur út þunnt
  • Kotasæla
  • Camembert
  • Brauðostur (eða mossarella)
  • Parmagiano reggiano
  • Stewed tomatos úr dós
  • Hvítlauksrif skorið í þunnar sneiðar
  • Salt og pipar, jafnvel smá chile krydd, oregano osfv....
  • ...Og fyrir minn smekk má bæta við pepperoni, einhverju sterku og góðu.

Dreyfið úr tómötunum á pizzabotninn (ég hendi honum yfirleitt inn í ofn í hálfa mín áður en ég set dótið ofan á hann).  Kryddið.  Svo er það allir ostarnir ásamt kotasælunni.  Og svo bara hvað annað sem ykkur dettur í hug.

www.soffia.net

  Soffía  Gísladóttir © www.soffia.net

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband