10.2.2011 | 12:43
Hvað er nú þetta og hvernig notar maður svona?
Mér finnst þetta spennandi áhald en ég hef ekki hugmynd um hvað maður gerir við þetta, skilst að það hafi eitthvað að gera með deig og djúpsteikingu.
Er einhver sem getur sagt mér hvað þetta er?
9.2.2011 | 22:10
Kjúklingur með sesame fræum, sýrópi og vorlauk
Þessi réttur er mjög einfaldur og ég henti honum upp sem smá appetizer fyrir matargesti á no time.
Kjúklingur með sesame fræum, sýrópi og vorlauk
- 1 kjúklingabringa
- 2-3 msk sesame fræ
- 1 msk sýróp
- 1 tsk dijon sinnep
- 3-4 msk ólífuolía
- Smá vorlaukur
- 1 hvítlauksrif
- Salt og svartur pipar
Steikið kjúklinginn á meðalheitri pönnu eða bakið hann í eldföstu fati í ofni. Skerið smá extra vorlauk og dreifið yfir kjúklinginn og jafnvel smá meir af sesame fræjum þegar þið berið hann fram.
Svona marineringar eru líka góðar á kjúklingaleggi eða vængi.
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 22:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.2.2011 | 20:58
Öðruvísi ostakaka, þessi er borin fram með nachos og salsa
Ég var með uppskriftir í kökublaði vikunnar fyrir síðustu jól og fyrir þá sem ekki náðu sér í eintak þá er hér uppskrift af aðeins öðruvísi ostaköku, en þessi er með salsa og borin fram með nachos.
Mér finnst þessi langtum betri á meðan hún er borin fram heit. Og alveg must að vera með góða ostasósu, jafnvel guacamole og allt þetta góða sem maður ber fram með taco eða burritos.
Ostakaka með nachos og salsa
- 4 dl muldar nachos flögur
- 50 g smjör (mjúkt við stofuhita)
- 400 g rjómaostur
- 1 dós sýrður rjómi
- 3 egg
- 4 dl rifinn ostur(brauðostur, mossarella eða cheddar)
- 2,5 dl salsa sósa
- 1/2 vöndur kóríander
- 1 tsk salt
- 200 g cheddar ostasósa (t.d Casa Fiesta cheese dip)
- 150 g sýrður rjómi
Hitið ofninn í 180°c Blandið saman muldum nachos flögum og smjörinu og þrýsið því niður í botn á 26 sm (10") smurðu kökuformi, með smellu.
Bakið í 12 míútur og kælið.
Blandið saman í matvinnsluvél rjómaosti og einni dós sýrðum rjóma og hrærið vel saman.
Bætið því næst við eggjum, einu í einu og svo rifnum osti og hrærið saman. Setjið út í að lokum salsa sósuna, salt og kóríander og blandið vel saman.
Setjið blönduna í kökuformið ofan á nachos mulningin og bakið í 40-50 mínútur.
Hrærið saman með gaffli cheddar ostasósunni (Casa Fiesta cheese dip) og 150 g sýrðum rjóma og hellið ofan á ostakökuna.
Bakið hana í 10 mínútur til viðbótar.
Kælið ostakökuna örlítið.
Dreyfið úr heimagerðu tómat salsa ofan á kökuna. (Einnig er gott að smyrja sýrðum rjóma ofan á ostakökuna áður en tómat salsað er sett á. Það mætti líka nota keypta salsa sósu í staðin fyrir þá heimagerðu. )
Tómat salsa
5 tómatar (eða ein dós "diced tomatoes" t.d frá Eden)
3-4 sneiðar niðursoðinn jalapeño
3 vorlaukar
1 lúka ferskur kóríander
Salt og pipar
Skerið tómatana í fremur smáa teninga, skerið laukinn og jalapeño piparinn smátt. Saxið kóíander. Blandið öllu saman og saltið og piprið eftir smekk.
Uppskriftin miðar við venjulegt kökumót en myndirnar sýna köku sem ég hafði skorið svo niður með litlu hringmóti...
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 21:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.2.2011 | 12:54
Klattar með byggflögum
Þá er ég búin að prófa allar byggafurðirnar, nú síðast byggflögurnar sem eru mjög skemmtilegar undir tönn. Bar fram með þeim egg frá hænsnabóndanum í Kjósinni.
Það góða við klatta er að það þarf ekki að vera með neinar svakalega nákvæmar mælingar á hlutföllum hráefnis. Ég byrjaði á því að setja í skál allt þurrefni, svo eggið og ab mjólk og kláraði dæmið með að setja mjólk þarf til þetta var orðið hæfilega þunnt/þykkt. (Má ekki vera of þunnt.)
Klattar með byggflögum
- 1 dl Hveiti
- 1 dl Byggflögur
- 1 tsk salt
- 1 msk sykur
- 1 tsk matarsódi
- 1 egg
- 1/2 - 1 dl Ab mjólk
- Smá mjólk eftir þörfum
- 2 msk matarolía
Fyrst set ég þurrefni í skál, svo egg, ab mjólk og að lokum mjólk þar til deigið er orðið hæfilega þykkt. Þá bý ég til úr þessu klatta (lummur).
Svo væri ekki verra að bera fram með þessu smá reyktan lax.
Matur og drykkur | Breytt 9.5.2012 kl. 16:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ef þið eruð eins og ég og eigið til að setja alltaf sama áleggið á pizzuna af gömlum vana og af því að það er bara svo gott en langar að prófa eitthvað nýtt þá er hér skemmtileg leið til að brydda upp á nýjugum í áleggi.
Fletjið út nokkra 8" botna og finnið ykkur góðan félagsskap og góð vín og skiptist á að búa til pizzur úr því sem til er. Gætuð keypt nokkur exótísk eða skemmtileg hráefni, spennandi osta, spennandi grænmeti eða lambakjöt....
Það er svo alveg makalaust hvað ótrúlegustu hlutir smakkast vel, ég gerði t.d einu sinni pizzu með grísalund, súrum gúrkum og sinnepssósu og hún var hrikalega góð. Ég ætlaði ekki að þora því en lét vaða og sé ekki eftir því.
Það er hægt að kaupa fínar "pepperonistangir" úr lambakjöti frá Fjallalambi, þetta fæst í nokkrum búðum eins og kemur fram á heimasíðunni þeirra.
Ég bitaði þær niður og setti ofan á pizzu, það var ekki vont. Einnig átti ég smá emmental ost, ferska basil og shallot lauk, þetta var fínt kombó.
Ég sá mynd af geðveikt girnilegum hamborgara með þykka sneið af emmental, það verð ég að prófa einhvern tíman.
Með pizzunni drukkum við Gnarly frá Californiu, Old vine zinfandel, ferlega fínt vín. Þetta er svona pizzu og bbq vín. Ég ætla að prófa þetta vín aftur við tækifæri. Svo var ég að kaupa ný kristals vínglös, kannski það hafi gert vínið betra...
Góða helgi!
3.2.2011 | 21:16
Brandade, saltfisksréttur í tapas veislu á hlaðborðið eða sem forréttur, einfaldur og flottur réttur
Brandade er mjög góður saltfisksréttur og getur verið borinn fram kaldur eða heitur. Það eru til ýmsar útfærslur á þessum rétt. Það ætti t.d ekki að nota kartöflur, en það samt alveg gott líka. Næst ætla ég að prófa hann án þess að nota kartöflur.
Svona varð mín útgáfa af Brandade
- 500 g saltfiskur
- 3 mjög litlar kartöflur eða 1 stór (eða bara eftir smekk)
- Slatti af ólífuolíu (örugglega 1 dl)
- 1-2 rif hvítlaukur
- Salt
- Pipar
Sjóðið saltfiskinn (tekur ca korter). Roðflettið og passið að fjarlægja öll bein. Setjið fiskinn í matvinnsluvél ásamt slatta af ólífuolíu, pressuðum hvítlauk, pipar og salti eftir smekk og soðnum kartöflum ef þið viljið. Eflaust óþarfi að nota mikið salt ef fiskurinn er saltur fyrir.
Allt maukað vel, þar til blandan er orðin flauelsmjúk. Borið fram með grilluðu baguettesneiðum.
Ef þið viljið bera hann fram heitan setjið hann þá í eldfast mót og í ofn í smá stund áður en hann er borinn fram.
2.2.2011 | 19:11
Súpa með Cannellini baunum og grillaðri papriku
Ég gerði mjög milda en góða súpu, hún var ætluð barni þannig að ég hafði hana einfalda. Það má svo dansa í kringum þessa súpu og krydda að vild. Ég var með smá ferska basil sem fór vel með.
Súpa með Cannellini baunum og grillaðri papriku
- 1 dós canelli baunir
- 2 paprikur, settar í ofn á grill þar til skinnið brennur
- 2 shallot laukar
- 1 hvítlauksrif
- Salt og pipar
- Fersk basil
- Smá rjómi til að bæta á þegar súpan er borin fram
- Olía
Saxið lauk og svitið hann ásamt hvítlauk. Bætið við paprikunni og baunum, salti og pipar. Ég lét þetta malla í nokkrar mínútur áður en ég bætti við um hálfum líter af vatni. Sauð þetta saman og setti svo í blender, maukaði það vel og aftur í pott. Þá er þetta komið. Setti súpu á disk og bar fram með smá rjóma (mætti þeyta hann lauslega, en ekki nauðsynlegt) og feskri basil.
Þetta var mjög gott, ég ætla að halda áfram að þróa þessa. Það mætti t.d bæta við sætum kartöflum eða öðrum baunategundum, tómötum og svo væri hægt að krydda hana með ferskum kryddjurtum að eigin smekk.
Einn af mínum uppáhalds réttum er cannelloni með kjúklingafarsi. Í gær hélt ég að ég ætti lasagnaplötur inn í skáp og ætlaði því að búa til svipaðan rétt og cannelloni-ið. Svo barasta átti ég engar plötur þannig að við hentum í ferskt pasta deig og rúlluðum út nokkrum plötum. Þá hefði verið upplagt að nota þær í að rúlla þeim upp sem cannelloni en mig langaði að prófa að útfæra þennan rétt eins og lasagna. Og þetta var ótrúlega gott.
Sósan heppnaðist einstaklega vel og vil ég þakka því að tómatarnir (úr dós) eru mjög bragðgóðir, Crushed tomatoes frá Eden.
Einnig notaði ég shallotlauk í sósuna, það er mjög gott.
Lasagna með kjúklingahakki fyrir 2-3
Kjúklingahakk
- 2 kjúklingabringur
- skvetta af rjóma (1/2 dl)
- Lúka af ferskri basil
- 1 egg
- 1 hvítlauksrif
- Salt og pipar
Maukið öllu saman í matvinnsluvél
Tómatsósan
- 1 dós crushed tomatoes frá Eden
- 3 shallotlaukar
- 1-2 tsk Balsamic edik
- 1 tsk Agave sýróp
- Salt
- Pipar
- Ólífuolía
Svitið lauk og hvítlauk upp úr smá ólífuolíu. Bætið við tómötum og öllu öðru. látið malla við vægan hita í korter.
Hér er uppskrift af fersku pasta
Setjið sósu í botninn á eldföstu móti, þvínæst lasagnaplötur og dreifið svo úr kjúklingafarsblöndunni yfir lasagnaplötunar, svona svipað magn og ef um kjötsósu væri að ræða, kannski aðeins meira. Svo kemur aftur lag af pasta plötum og ofan á það slatta af tómatsósunni. Bakið í ofni í 25 mín. Bæti þá við rifnum osti ofan á og jafnvel ferskri basil og bakið í aðrar 10 mínútur.
sósa-lasagna-kjúklingafars-lasagna-sósa-ostur
Þetta var svona gott, að þetta rétt dugði ofan í tvo.....
Svo má móta bollur ef afgangur er af farsinu (nú eða bara gera bollur) og bera fram með sósunni og fersku basil.
31.1.2011 | 19:46
Útskorin melóna
Hér er krúttaraleg aðferð við að bera fram melónu á borð, hvort sem er á veisluborðið eða skemmtilegheit fyrir krakkana.
Skerið melónu í 1/2 - 1 cm sneiðar eða svo og skerið hana svo út með kökumótum. Það mætti fríska upp á melónuna áður, fyrir fullorðinsboð, með einhverjum skemmtilegum áfengum vökva.
29.1.2011 | 15:43
Plokkfiskur með byggmjöli í stað hveitis
Í mínu íslenska hráefnisævintýri notaði ég íslenska byggmjölið í staðin fyrir hveiti í plokkfisk og var þar með komin með íslenskt hráefni frá a-ö í plokkfiskinn.
Þeir sem eru að forðast hvítt hveiti geta því notað byggmjöl í staðin.
Uppskriftin er sú sama og í venjulegum plokkfiski...og ég mæli með plokkfiski með vorlauk
Húsráð: Ég hræri alltaf einu eggi saman við plokkfiskinn þegar allt er komið í pottinn.