Rósettur - næstum því steiktar pönnukökur

Þá er ég búin að vígja rósettugræjuna.  Þetta er í sjálfu sér djúpsteikt pönnukökudeig með fancy aðferð. 

Þessar rósettur koma frá Noregi og er bara krúttaralega skemmtilegt og smakkast mjög vel.

rósettur

(ein var of lengi í pottinum...) 

Rósettur

  • 2 egg
  • 1 msk sykur 
  • 1 tsk salt
  • 2 msk olía 
  • 2.5 dl mjólk
  • 2.5 dl hveiti 
  • 1 tsk vanilludropar (ef þið viljið)
  • Olía til djúpsteikingar 

 

Þeytið egg, salt og sykur.  Bætið við olíu og svo mjólk og  hveiti til skiptis, hrærið vel.  Deigið á að vera eins og pönnukökudeig.  Mér fannst koma vel út að hafa sama magn af hveiti og mjólk.

Hitið rósettujárnið í olíunni, dreypið af því.  Setjið það í deigið og svo ofan í pottinn.   Það tók mig ekki nema 5 sek að steikja hverja rósettu, hugsanlega hefur olían verið aðeins of heit, en talað er um 20-30 sek í sumum uppskriftum.

Hér er fínasta myndband sem sýnir hvernig farið er að.

rósettur 

 


Tortillur gerðar úr maís úr dós

Það var lítið talað við matarborðið í kvöld. En mikið stunið. Ég gerði tortillakökur sem voru svo góðar að ég át yfir mig.

Einfaldar voru þær.

maís tortillas 

Maís tortillas

 

  • Ein lítil dós af Ora maísbaunum
  • Hveiti
  • Volgt vatn
  • 1 tsk salt
  • Olía til steikingar

 

Byrjið á að mauka maís og salt í matvinnsluvél með ca 1/2 dl af hveiti, setjið í skál og bætið við 1 dl vatni og því næst svolítið meira hveiti þar til þið eruð komin með deig ekki ósvipað pizzadeigi.

Ég er ekki með nákvæmt mál á vatninu og hveitinu, ég setti bara sittlítið af hvoru þar til deigið var farið að líta út eins og pizzadeig 

Hnoðið, takið klípu á við golfbolta, hnoðið í kúlu og fletjið út. Steikið á vel heitri viðloðunarfrírri pönnu í slatta af olíu á hvorri hlið.
 

Ég á svokallaða tortilla pressu en það er líka hægt að fletja kúkuna út með því að þrýsta á hana með diski eða fati sem er með sléttann botn, nú eða bara með kökukefli.  Gott er að hafa t.d frystipoka sitthvortu megin við kökuna þegar hún er flött út svo hún festist ekki við diskinn eða keflið.

 Ég hafði mína ekki mjög þunnar, ca 2-3 mm. 

tortilla 


Tataki nautalundir

Tataki er japönsk matreiðsla. Kjöti eða fisk er lokað á þurri pönnu, örsnöggt og svo skellt í ísvatn til að stöðva eldunarferlið. Því næst er því pakkað í álpappír og skellt inn í ísskáp þar til þess er neytt. Einnig má setja það í frysti.

Svo er það skorið í þunnar sneiðar og borið fram með t.d ponzu sósu. 

Ef þið viljið ná mjög þunnum sneiðum þá er sniðugt að frysta það, það auðveldar skurðinn. Þetta var réttur tvö í matar og vín boðinu, sem ég fjallaði um í síðustu færslu.

Ég ákvað að nýta mér eldunaraðferð Tataki, og bar kjötið svo fram með hvítlaukssósu.

Ég hef verið að leita að litlum diskum til að bera fram smárétti sem þennan.  Í Ikea fann ég svo diska sem koma vel út, en þá fann ég í kertastjakadeildinni. Þetta eru diskar undir kerti sem sagt.

nauta tataki 

Nauta Tataki með rótsterkri hvítlaukssósu

 

  • Nautalund (ca 50 g á mann sem forréttur)
  • Salt
  • Pipar

 

Hitið þurra viðloðunarfría pönnu. Saltið og piprið kjötið  Lokið nautinu á öllum hliðum með því að steikja það í 10 - 20 sekúntur á hverri hlið. Skellið því svo í skál í hálfa mínútu sem hefur verið fyllt með ísköldu vatni og kannski nokkrum klökum.  Þerrið kjötið og setjið í álpappír.  Það mætti salta og pipra kjötið aftur á þessu stigi ef þið viljið áður en þið pakkið því inn í álpappír.  Geymið í kæli eða frysti í nokkra klukkutíma, eða lengur.

Ég setti kjötið í ísskáp í sólarhring. Meirara hefði nautið ekki getað orðið.   

Hvítlaukssósa

  • 3-4 msk sýrður rjómi
  • Nokkur rif af hvítlauk (magnið fer eftir styrkleika hvítlauksins og smekk)
  • Salt
  • Pipar

 

Pressið hvítlaukinn, ég mæli með að nota vel af hvítlauk, þannig að það sé kraftur í henni.  Ekki vera hrædd við að prófa að hafa hana vel sterka.

Ég pipraði extra yfir lundina áður en ég bar hana fram.  

 vín

Með þessu bar ég fram  Peter Lehmann of the Barossa, Shiraz, Ástralía 2008 og Cono sur, Pinot Noir, Chile 2009.  Shirazinn var mjög góður með kjötinu, Pinot noir var meira söturvín en samt alveg ágætt engu að síður, fer eflaust betur með léttari mat, t.d túnfisk. 


5 réttir - 5 vín endaði á að vera 5 réttir - 11 vín

Já, þá er matarboðinu lokið.  Þetta var svona "food and wine pairing" matarboð. Það heppnaðist mjög vel, maturinn var góður, einfaldur og engir stælar og passaði skemmtilega með vínunum. Gestir sátu og átu frá 15.00 - 19.00.  

Það er fátt skemmtilegra en að njóta góðra vína og matar í góðum vinahóp að degi til.  Ég mæli eindregið með því að þið prófið að bjóða gestum í mat svona snemma að deginum til.  Og svo er hægt að fara snemma í háttinn og vakna ferskur á sunnudagsmorgni.

Til borðs sátum við gestgjafar og 6 gestir.  Og eins og mér finnst svo gaman þá var setið við borðið allan tímann og borðað og drukkið í 4 tíma og vínin rædd og hvernig hann dansaði með matnum, ásamt öðrum stórskemmtilegum samræðum sem urðu bara skemmtilegri eftir því sem leið á daginn. Þegar formlegum matseðli lauk var setið í aðra góða 4 tíma.  

matarboð 

Gestirnir komu úr sitthvorri áttinni og þekktust lítið sem ekkert en náðu vel saman og skapaðist frábær stemmning.

 

5 réttir og 11 vín - einhverjar krónur og nokkrir aurar

Félagsskapurinn og stemmningin - PRICELESS

 

Og svona hljóðaði vínlistinn og matseðillinn:

brandade 

Brandade (saltfiskur) með rauðbeðusósu og brokkólíspíru

Marques de Riscal, Verdejo, Spánn 2009

Domain de granges de Mirabel, Viognier, Frakkland 2009

 nauta tataki

Nauta tataki með rótsterkri hvítlaukssósu

Peter Lehmann of the Barossa, Shiraz, Ástralía 2008

Cono sur, Pinot Noir, Chile 2009

túnfisk tataki 

Túnfisk tataki með svörtum sesamfræjum, soya, wasabi og radísuspíru

Castillo Perelada, Brut Reserva, Cava, Spánn  

Georges Dubæuf, Beaujolais, Frakkland, 2009

 kjötbollur

Kjötbollur með hægelduðum tómötum

Brunelli di Montalcino, Baroncini, Il Bosso, Ítalía 2005

 manchego

prima donna 

Manchego með valhnetukjörnum og agave sýrópi og Prima Donna

Lan, Crianza, Spánn 2006

 

Að lokum var setið og sumblað á:

Ibericos, Crianza, Spánn 2008

Silver Sage, The Flame, Ísvín frá Okanagan, Canada 2004 

Og svo síðast en alls ekki síst

Faustino I, Gran reserva, Spánn 1999.

Með þessu öllu fóru svo 10 lítrar af sódavatni!   

 

Ég hef nýlega gefið ykkur uppskrift af Brandade, en hér kemur hún eins og gerði hana í gær.

brandade 

Brandade með rauðbeðusósu og brokkólíspíru (fyrsti rétturinn)

 

  • 800 g saltfiskur
  • U.þ.b 2 dl rjómi 
  • 2-3 hvítlauksrif
  • Tellicherry pipar (svartur pipar)
  • 1 dl ólífuolía 

 

Sjóðið saltfiskinn. Roðflettið og sjáið til þess að hann sé beinalaus.  Setjið olíu á miðlungs heita pönnu ásamt fiskinum og maukið hann niður.  Bætið við pressuðum hvítlauk og rjóma og hrærið vel saman.  Piprið eftir smekk.  Ég notaði tellicherry pipar frá Jamie Oliver sem er mjög bragðmikill og bragðgóður.  Maukið fiskinn í flauelsmjúkt paste í matvinnsluvél.

Setjið í glas eða á disk og skreytið með ofurlítilli doppu af rauðbeðusósu og brokkolíspíru. 

Rauðbeðusósa

 

  • 1 rauðbeða
  • 3 msk sýrður rjómi
  • slatti af salti (2-3 tsk)
  • 1-2 tsk safi úr lime

 

Öllu hrært saman

 riscal

Berið réttinn fram með t.d Marques de Riscal. Það vín var að dansa með matnum.  "Eins og rétturinn og vínið séu góð systkin" orðaði einn gesturinn það í gær.

Mirabel 

Domain de granges de Mirabel, Viognier var aðeins of þurrt og kryddað.  Spes vín en ekki að gera sig með saltfisknum.  Væri gaman að prófa það með öðruvísi mat. 

 matarboð

Og þarna er ég í hægra horninu spræk eftir vel heppnaða veislu. 

Svo koma fleiri uppskriftir í vikunni. 

  

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Matarboð, sólblómafræ í gosflösku, djúpsteiktar eggjarauður og helgin framundan...

Ég er að undirbúa matarboð, 5 réttir - 5 vín...reyndar aðeins fleiri vín þar sem mig langar með sumum réttum að prófa mismunandi þrúgur.

Ég ætla ekki að segja meir um þetta boð í bili þar sem matargestir eiga það til að lesa það sem ég skrifa hér.

En það má með sanni segja að það er lærdómsríkt og gaman að undirbúa svona matarboð sem gengur út á að para saman mat og vín og smakka og gera tilraunir.

foodblog 

Heilaga þrenningin, rauðvín, sódavatn og minnisbókin mín með uppskriftum 

Hver réttur verður í formi smáréttar og með hverjum rétt þaulhugsað vín.  Ég er búin að gúgla, tala við vínþjóna vínbúðanna og lesa mig til. Svo er bara að sjá hvernig til tekst og ég mun segja ykkur frá hverjum rétti og vínunum eftir helgi.

Á ferð minni um veraldarvefinn í undirbúningi þessa boðs hef ég lent á mörgum skemmtilegum matarbloggsíðum og uppskriftasíðum.

Ég er þannig að ég byrja að gúgla t.d wasabi smjörsósu og áður en ég veit af er ég farin að skoða síður um brokkólífræarræktun eða djúpsteiktar eggjarauður, sem mér fannst reyndar spennandi og mun prófa við tækifæri.

Og ég get sagt ykkur að ég er komin með brokkólífræin í mold... alfalfa murg, og sólblómafræ og margt annað og það sprettur eins og ég veit ekki hvað. Meir um það síðar.  Þannig að nóg um að blogga á næstunni, fræræktun í gosflöskum, djúpsteiktar eggjarauður og matarboðið mikla!

Ég þurfti aðeins að smakka til vínin fyrir matarboðið og get mælt með Lan, crianza frá Rioja með t.d góðum osti og Brunelli di montalcino, Il bosso frá Ítalíu með einhverri gourmet þunnbotna tómatapizzu.   

Góða helgi! 


Folaldaborgari með ofngrilluðu brie, pomegranate, steinseljurótarmauki og möndlum

það var ævintýramennska í eldhúsinu í kvöld.  Við keyptum rosalega meyrt og gott folalda fille.  Gerðum steik úr part af því í gær og í kvöld hökkuðum við það sem eftir var með eggi, byggflögum og kryddum og bárum fram með því það sem til var í ísskápnum.  Úr varð:

folaldaborgari

Folaldaborgari með brie, pomegranate, steinseljurótarmauki og möndlum

 

Folaldaborgari:

  • Folaldafille (ca 300 g)
  • 1 egg
  • lúka af byggflögum
  • Salt
  • Pipar
  • chilepiparduft
  • Fersk steinselja, ein lúka
  • Hvítlauksrif
  • Rifinn börkur af einu kumquat og kreist úr honum
  • 2-3 msk svört sesamfræ

Kjötið hakkað og öllu blandað saman í skál og hrært saman með gaffli.  Mótið buff og steikið á grillpönnu eða útigrilli.

hakk

hakk

sesamfræ

Brie

  • Hálfur brie

Osturinn skorinn í sneiðar og settur á smjörpappír og undir grill í ofni þar til hann bráðnar vel.  Kælið hann svo ögn til að hann harðni aðeins.

brie

 

Steinseljurótarmauk

  • 2 Steinseljurætur
  • 2 dl mjólk (eða rjómi)
  • Salt
  • Pipar
  • Smjör

Skerið rótina í smáa teninga og sjóðið í mjólkinni (eða rjóma). Saltið og piprið. Leyfið smá smjörklípu bráðna útí.  Maukið þar til það verður silkimjúkt.

steinseljurótarmauk

Möndlugrín

  • Lúka af möndlum
  • Fræ innan úr einu granatepli (pomegranate)

Ristið möndlur á pönnu, bætið granateplafræum við og hitið í 1-2 mínútur.  Látið standa úti á borði í skál.

möndlur

Kartöflu og steinseljurótarskífur

Skerið kartöflur og steinseljurót í þunnar skífur.  Djúpsteikið.

steinseljurót

Ég skar svo steinseljurótarskífurnar með hringskera til að fá fallegara form á þær.

 

steinseljurót

 ...Herlegheitin borin fram með panini grilluðu jacob´s pita brauði, ferskri steinselju og sinnepssósu (sýrður, dijon, sætt sinnep, salt, pipar, hvítlaukur og agavesýróp).

Í glasinu var svo Black river, Merlot, 2008 frá Argentínu.  Það var bara ágætt.

 


Saltaðar sítrónur, geymast vel og lengi og frábærar í matargerð

 Það er leikur einn að salta sítrónur og setja þær í sótthreinsaðar krukkur og leyfa þeim að marinerast.

saltaðar sítrónur

1. Setja krukkur í uppþvottavél eða í sjóðandi vatn til að sótthreinsa

2. Skera sítrónu, eins og sýnt er hér

sítrónur 

3. Setja 1 tsk af salti í hvern skurð, og troða þeim í krukkurnar og loka.

sítrónur 

4. Þrýsta reglulega á þær til að ná djúsinu úr þeim, u.þ.b einu sinni á dag.  Á þriðja degi er hægt að troða meiri sítrónu ofan í krukkuna því þær hafa linast, þá flæðir djúsinn yfir.

5. Svo er víst bara að bíða í mánuð eða svo.....Og þá læt ég ykkur vita hvernig fer...

sítrónur 

Hér er ég að stikla á stóru, þannig að ég mæli með að þið kíkið á eftirfarandi linka til að fá nánari upplýsingar ef þið hafið áhuga á að prófa þetta.  En þetta á víst að vera ógeðslega gott, og er " the secret ingredient" í arabískri matargerð eins og ég las einhvers staðar.

Ef þið viljið gúggla meira þá notaði ég  "preserved lemons" fyrir leitarorð

Hér eru nokkrir linkar sem ég hafði til hliðsjónar þegar ég saltaði sítrónurnar:

davidlebovitz

simplyrecipes

seasonalchef

og youtube...

 og bók sem er ekkert smá girnileg 

 


Matarþættir með Gwyneth Paltrow og að para saman mat og vín.... meir en að segja það.

Ég er að undirbúa matarboð þar sem ég mun para saman mat og vín. 5 réttir, 5 vín. Ég er mikið búin að stúdera þetta matarboð, enda er það mikil kúnst að bera fram góða máltíð með réttu víni, ég er búin að komast að því eftir að hafa gúgglað þessi heil ósköp til að undirbúa matarboðið.

Hér er eitt skemmtilegt video sem lýsir stemmningunni sem ég er að sækjast eftir í mínu matarboði.

  

Og í leit minni að uppskriftum og fróðleik datt ég niður á þætti með Gwyneth Paltrow (vá hvað ég þurfti að gúggla hvernig átti að stafsetja Gwyneth Paltrow).  Hlakka til að kíkja á þá, en ég elska Spán og matarmenninguna þar.

Hér koma nokkrar vel valdar stemmningsmyndir frá Spáni...

logrono

logrono

madrid_servietta

tapasbar

wine

madrid

logrono

madrid

 


Lambaborgari með avacado, kirsuberjatómötum og mangó

Ég verð að blogga um þennan borgara áður en ég gleymi öllu því sem í hann fór. Ég keypti myndarlegan lambavöðva sem fór beint í hakkavélina og út kom þetta mega flotta lambahakk.  (Það er líka hægt að mauka þessu saman í matvinnsluvél eða með töfrasprota....)

lambahakk 

Lambaborgarar

Hakk:

 

  • Lambahakk (300 g)
  • 1 egg
  • Lamb rub, krydd frá NOMU, 2-3 tsk
  • Lúka af byggflögum
  • Salt
  • Pipar
  • Hvítlaukur
  • Fersk mynta, mjög smátt skorin
  • 1 msk ólífuolía

 

Hnoðið þetta allt vel saman með sleif eða höndunum. Kreistið hakkinu á milli fingranna, það er svo notalegt.Mótið úr þessu tvö buff.  Steikið á grillpönnu. (Eða venjulegri pönnu eða útigrilli)

 

Svo setti ég nokkrar sneiðar af brie osti á smjörpappír og inn í ofn og grillaði smá, þar til hann var farin að bráðna.

Hitaði hamborgarabrauð...

Mangó, tómat salsa:

Skar niður mangó í litla teninga og steikti á pönnu upp úr smjöri, skar kirsuberjatómata í tvennt og setti á pönnuna með mangó.  Salt og pipar.  Bandaði þessu við avacado sem ég skar í teninga og saltaði.

Gerði sinnepssósu, sýrður rjómi, agave sýróp, dijon, sætt sinnep og salt.... öllu hrært vel saman.  

(4 msk sýrður, 1 msk agave, hálft msk af dijon og 1 msk af sætu, eða eitthvað svoleiðis, setjið slettu af hinu og þessu og bætið svo við því sem á vantar, meira sinnep ef hún er of sæt, meira sýróp ef þið viljið hana sætari ....og svo salta til að komplimenta bragðið) 

 

Brauð, sósa, salatblað, lambaborgari, rauðlaukur

og 

Brauð, sósa, ostur, mangó tómatsalsa

...skellið brauðunum saman og berið fram með heimagerðum djúpsteiktum frönskum.

 

 

 

 

 


Heimagert límonaðe getur bjargað ekki besta rauðvíni í heimi

Ég var að drekka rauðvín með vinkonu minni úr belju sem okkur þótti ekki sérlega gott. Þannig að við brugðum á það ráð að blanda því saman við límónaðe úr nýkreistum sítrónum.

Þá lifnaði rauðvínið við og við sötruðum á yndislegum svaladrykk, sem er ekki ósvipaður sangríu eða Tinto de verano.

IMG_6148 

Límonaðe

 

  • 2 dl sykur
  • 2 dl vatn
  • 2 dl sítrónusafi, kreistur úr ferskum sítrónum.
  • 700 ml af vatni eða eftir smekk, til að blanda út í að lokum
  • Gerið sýróp með því að hita sykur og vatn í potti þar til sykurinn er bráðnaður.
  • Kreistið safa úr 4-6 sítrónum (u.þ.b 2 dl)

 

Setjið sítrónusafann í könnu og bætið sykurblöndunni (sýrópinu) saman við.

Hrærið þessu saman og bætið við vatni til að þynna þetta út, það fer eftir smekk, hversu bragðmikið þið viljið límonaðið, smakkið ykkur bara til.

Kælið í klukkustund.

Berið fram með klökum og sítrónusneiðum, og ef til vill góðri slettu af ekki besta rauðvíni í heimi.   


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband