28.2.2009 | 19:09
Bjór, bjór, bjór...rauðvín
20 ár síðan bjórinn var leyfður, eiginlega ótrúlegt að hugsa til þess að það sé svo stutt síðan að það bara bannað að selja bjór hér. Algjört grín.
Og nú bíð ég spennt eftir að geta keypt vín í matvöruverslunum. Bjó allt síðasta árið í Danmörku og á Spáni og kunni vel við að geta gripið flöskur með mér þegar ég verslaði í matinn. Það var skemmtileg menning í því. Og að geta keypt príðis vín (Trivento frá Argentínu) á 30 dkr, og Faustino Vll á 4 evrur.
Ég hef reyndar ekki drukkið bjór svo telur í mörg ár en mun fagna þessum degi með því að kíkja á bar í kvöld og skála við bjórþyrsta í rauðvín :)
Skál fyrir góðu kvöldi.
Soffía Gísladóttir © www.soffia.net
27.2.2009 | 21:34
Okanagan og Tagliatelle með önd
Snilldar vínhérað í B.C, Kanada. Því miður hefur ekki fengist vín þaðan hér á Íslandi. En þeir sem eru að þvælast í Kanada þá mæli ég með að líta eftir Okanagan vínum.
Það eru ansi mörg góð. T.d Quails Gate, Dirty laundry, Mission Hill og Gray monk.
Osoyoos Larose, le gran vin frá 2006 er afbragð.
Einn besti veitingastaðurinn í Okanagan er veitingastaður Quails gate. Fékk svo gott Carpaccio þar. En veitingastaðurinn leggur áherslu á að elda úr local hráefni. Og nóg er til að því þarna í Okanagan.
Og hér er mynd af carpaccioinu. Oh nú langar mig í Carpaccio.
Eitt af því sem er á matseðlinum hjá þeim núna er Duck Tagliatelle og í því er
- Duck confit
- Smoked apples
- Braised fennel
- Fresh thyme
- cream
Hljómar ekkert smá vel...Er ekki með uppskrift en miðað við þessa innihaldslýsingu má google og svo imprúvæsera eitthvað hrikalega gott.
Svo sá ég þessa sem er mjög girnileg:
Tagliatelle og önd
- Önd
- Laukur
- Hvítlaukur
- Tómata paste
- Hveiti (ein msk eða svo)
- Kjúklingasoð (um 2 - 300 ml)
- Hálfur líter rauðvín
- Smá ferskt thyme
- Safi úr einni appelsínu og smá rifið appelsínuhýði
- Tagliatelle
Hitið ofn á 170°C
Steikið önd í smjöri í um 6 mín á skinninu, snúið við og steikið í um 4 mínótur.
Setjið öndina til hliðar, brúnið lauk og hvítlauk á sömu pönnu, bætið við tómat paste. Bætið við einni msk af hveiti og hrærið saman. Því næst vín, kjúklingasoð, krydd, appelsínusafi og hýðið. Hitið að suðu og látið malla. Bætið nú öndinni aftur á pönnu og mallið í 2 klst.
Takið önd til hliðar, veiðið frá fitu af yfirborðinu. Látið malla. Snyrtið öndina, takið skinn og bein og skerið kjötið í munnbita eða svo og bætið því við soðið aftur.
Sjóðið pasta samkvæmt leiðbeiningum.
Deilið pasta á diska, sósuna yfir og rífið parmasen yfir.
Berið fram með góðu salati.
Hrrrrikalega gott Carpaccio!
Salut, Sx
27.2.2009 | 15:20
Mælieiningar í matargerð
Ég hef minnst á þetta nokkrum sinnum í þessu bloggi að mælieiningarnar skipta ekki svo miklu máli. a.m.k yfirleitt í þessum uppskriftum hér. Ef það gerir svo þá hef ég þær með, annars er þetta bara slump, tilfinning og smekkur manna sem ræður.
Það er bara að láta vaða, og svo imprúvæsera með það sem til er hverju sinni í ísskápnum.
Þegar maður fer eftir uppskriftum þá skiptir sjaldnast máli hvort það eru ein eða tvær gulrætur, einn eða hálfur laukur, kúrbítur eða ekki.
Verið óhrædd við að prófa ykkur áfram, og það sem ég geri ef ég er að henda einhverju saman án þess kannski að vita hvað ég er að gera þá google-a ég oft sambærilegar uppskriftir og tek það besta úr öllum, og þá fær maður oft hugmyndir af hráefni sem maður datt ekki í hug að nota sem endar á að fullkomna réttinn.
Soffía Gísladóttir © www.soffia.net
22.2.2009 | 13:12
Kotasæla
Bjó til ýmsar útfærslur af pizzum. Það sem var eitthvað nýtt hjá mér var:
Pizza með kotasælu
- Pizzabotn, flattur út þunnt
- Kotasæla
- Camembert
- Brauðostur (eða mossarella)
- Parmagiano reggiano
- Stewed tomatos úr dós
- Hvítlauksrif skorið í þunnar sneiðar
- Salt og pipar, jafnvel smá chile krydd, oregano osfv....
- ...Og fyrir minn smekk má bæta við pepperoni, einhverju sterku og góðu.
Dreyfið úr tómötunum á pizzabotninn (ég hendi honum yfirleitt inn í ofn í hálfa mín áður en ég set dótið ofan á hann). Kryddið. Svo er það allir ostarnir ásamt kotasælunni. Og svo bara hvað annað sem ykkur dettur í hug.
Soffía Gísladóttir © www.soffia.net
19.2.2009 | 18:51
Tælenskur..
Er ég að fá vinkonu í mat í kvöld sem er algjör snillingur og ætla að elda handa henni tælenskan red curry rétt. Borið fram með dýrindis hvítíni.
Verður eflaust ekki ólíkt Thai kræklinga uppskriftini
Nema í staðin fyrir krækling mun ég eflaust steikja og svo sjóða nokkra kjúklingavængi sem eru mitt aðalsmerki í eldamennsku þessa dagana.
Það er algjört must að setja nokkrar msk af Thai sweetchili sósu í réttin og hafa svo flöskuna á borðinu til að grípa í á meðan það er borðað.
Og til að komast í réttu stemmninguna þá ætla ég að hlusta á snillingin hana vinkonu mína sem er í Amiina á meðan ég elda. Uppáhaldslagið mitt með þeim í dag er Rugla.
Soffía Gísladóttir © www.soffia.net
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 23:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.2.2009 | 11:28
Kúrekaborgari
Soffía Gísladóttir © www.soffia.net
Fyrir þá sem ekki vilja neitt helvítis grænmeti. Nema bara rauðlauk sem hvort eð er rokkar.
Kúrekaborgari
Hendið saman nautahakki, hvítlauk, salti, pipar, einhverju góðu beef & steak kryddi og búið til alvöru huge borgara. Kryddið hann.
kúreka bbq sósa
- Hvítlaukur
- Laukur
- Smjör
- Matarolía
- Jalapeno (í krukku)
- Tómatsósa
- Thai sweet chile sauce
- Ananas safi (notaði frá ananas í dós)
- taco krydd
- Pipar og Salt
- Sykur
- Dijon sinnep
- Sætt sinnep
- Hvítvín
- Safi frá Lime
Mýkið fínt skorinn lauk, hvítlauk, jalapeno í olíu og smjöri. Blandið svo restinni við, magni eftir smekk.
Látið malla í korter eða meir.
Steikið hamborgarann á grillpönnu ef þið eigið, annars bara venjulegri pönnu. Penslið borgarann með smá af bbq sósunni. Í lok eldunartímans setjið á hann nokkrar ostsneiðar.
Hitið brauðið í ofni. Maukið bbq sósunni á báða helminga, leggið borgarann á, og smá ferskan rauðlauk (Ég hafði ferska þunnt skorna papriku).
Borið fram með köldum bjór og Tim Mcgraw.
Ég hef gert margar bbq sósur, og engar tvær verða eins, nota bara það sem er til, mér finnst aðalatriðið tómatsósa og sykur (helst púðursykur). Svo má bara leika sér með restina
YEEE HAAAAA!
Soffía
Matur og drykkur | Breytt 19.2.2009 kl. 23:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.2.2009 | 18:44
Harðfiskur með hvítlaukssmjöri
Soffía Gísladóttir © www.soffia.net
Var að borða harðfisk með smjöri, en hef greinilega smitað með hníf sem hefur skorið hvítlauk í smjörið. Og viti menn að það var bara gott. Þannig að ég tók rifjárn og reif ööörlítinn hvítlauk og blandaði saman við klípu af smjöri. Ég passaði mig á að láta hvítlaukinn ekki yfirgnæfa smjörbragðið, heldur bara fá smá keim. En það er smekksatriði, fyrir hard core hvítlauksaðdáendur þá er um að gera að smakka sig bara til.
Harðfiskur með hvítlaukssmjöri
- Harðfiskur að eigin vali (Ég var með steinbít með roði)
- Hvítlauksrif, nota eins mikið af því og hver vill
- Íslenskt smjör
Borið fram með glasi af ávaxta og sýruríku ísköldu hvítvíni.
Spurning hvernig harðfiskur með chile-hvítlaukssmjör sé...
Salut, Soffía
Matur og drykkur | Breytt 19.2.2009 kl. 23:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.2.2009 | 22:01
Beikon og egg, en samt meira töff
Beikon og egg (Fyrir tvo)
þessi er með smá twist og virkar sem morgunmatur, hádegis eða eins og ég bar hann fram, sem kvöldmatur. (Ég fékk verðlaun kvöldsins fyrir framsetningu. Hvað var í verðlaun fylgir ekki sögunni)
- 2 beikon sneiðar
- Soðin og kæld hrísgrjón (6 msk eða svo)
- 1 egg
- Smá paprika (skorin smátt)
- tvær þunnar sneiðar kúrbítur (skorinn smátt)
- 3 sneiðar púrra (skorin smátt)
- Salt og pipar
- Smá chile, sterkur
- Dropi af red curry paste
- Hvítlaukur
- Smjör og olía
- Ananas ( 2 bitar úr diced dós)
- Sýrður rjómi
- Thai sweet chili sósa
Steikið beikonræmurnar á pönnu við ekki of háan hita, við viljum þær ekki krispí, heldur fremur mjúkar til að geta rúllað þær upp.
Bræðið smjör og olíu á pönnu. Setjið hvítlauk í gegnum hvítlaukspressu á pönnuna ásamt smá chile pipar. Bætið við kúrbít, púrru og papriku og svo soðnu hrísgrjónunum. Setjið bara smá red curry paste, ég notaði bara pinku pons, 1/5 teskeið eða svo. Ýtið dótinu til hliðar, bætið smá smjöri á pönnuna og skramblið eggið, og blandið vel saman við allt hitt.
Ég á svona hringi sem maður getur troðið mat í og þjappað, lítur út eins og hringlótt kökumót með ýmsum þvermálum. Notaði eitt sem var um 4 cm, og setti hrísgrjónablönduna þar í og vafði svo beikonræmu utan um og festi með tannstöngli.
Bar þetta fram með einum ananasbita, sýrðum rjóma og smá thai chili sósu.
Ef þið eigið engin form fyrir hrísgrjónin þá má bara setja þetta smekklega á disk með beikonræmuna ofan á. Ekki gleyma listræna eðlinu!
Soffía Gísladóttir © www.soffia.net
Matur og drykkur | Breytt 19.2.2009 kl. 23:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.2.2009 | 11:56
Óvænt Foodwaves!
Kærastinn kom á óvart, henti í nokkrar vatnsdeigsbollur og fyllti þær með snilldinni einni. Og við erum að tala um kvöldverð hér.
Fullorðinsbollur
- Vatnsdeigsbollur,í munnbitastærð.
Fylling:
- Sýrður rjómi
- Sprauturjómi
- Steikt beikon
- Púrra
- Salt og pipar
Keyptum tilbúið Vatnsdeigsbolludeig. Blandað með vatni, kviss bang búm, tilbúið!
Steikið beikon. Skerið púrru rosa rosa rosalega smátt og beikonið líka. Blandið við sýrðan. Saltið og piprið. Blandið sprauturjómanum við með gafli.
Ef þið eigið alvöru rjóma, þá er kannski betra að þeyta hann og nota í staðin fyrir sprauturjómann.
Þær voru svo litlar og krúttlegar
Soffía Gísladóttir © www.soffia.net
Matur og drykkur | Breytt 19.2.2009 kl. 23:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.2.2009 | 20:29
Pizza með banönum og camembert
Ok, ykkur finnst þetta kannski ekki hljóma svo vel, en þetta kemur á óvart. Og sérstaklega sem forréttur eða svona smakk.
Ég er ekki nógu dugleg við að prófa nýtt ofan á pizzur, en það kemur nú fyrir. Þess vegna er gaman að kaupa eða búa til pizzadeig og gera fullt af litlum pizzum og imprúvæsera með það sem ofan á fer.
Ég gerði það einmitt um daginn eftir að vinkona sagði mér frá því að hún hefði fengið sér pizzu með camembert osti og bönunum og líkað vel. Já ókey, var ekki svo viss með banana sjálf.
- Pizzadeig, rúllað út þunnt
- Tómatar í dós (stewed)
- Banani
- Cammebert ostur
Tómötunum dreyft á botninn, svo bananar í sneiðum og því næst camembertinn.
Og viti menn, þetta var bara lúmskt gott!
Soffía Gísladóttir © www.soffia.net
Matur og drykkur | Breytt 19.2.2009 kl. 23:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)