Eldað á einni hellu - jólin 2011

Ég er með forláta ofn, svona lítinn sumarbústaðarofn.  Eini gallinn er sá að ef ég kveiki á hellu þá get ég ekki kveikt á ofninum líka eða öfugt og bara haft eina hellu í einu. Þetta stelur allt orku hvort frá öðru. Svo þannig eldaði ég allar jólamáltíðirnar.  Á einni hellu, eða með ofninn á.  Allt til skiptis.  Með góðu skipulagi gekk þetta stórvel og maturinn var betri en nokkru sinni fyrr.

Ég ætlaði að vera búin að tengja nýju gashellurnar mínar, en það er ekki á allt kosið þegar framtaksleysið tekur völdin...

hangikjöt

En það var matreitt tvíreykt hangikjöt frá bónda hér í sveitinni með öllu tilheyrandi og svo var það hamborgarahryggur fyrir tvo á jóladag, bara til að geta gert þessar rosalega góðu samlokur daginn eftir.

hamborgarahryggur

Það sem þarf er gott brauð sem hentar vel í panini grill, ost og Dijon sinnep, já og auðvitað sneiðar af hamborgarahryggnum, skornar eins þunnt eða þykkt og ykkur hentar.  Flóknara þarf það ekki að vera frekar en þið viljið. 

samloka með hamborgarahrygg

Samloka með hamborgarahrygg

  • Hamborgarahryggur
  • Ostur
  • Dijon Sinnep
  • Gott brauð

Skerið brauðið í sneiðar, smyrjið þær með Dijon sinnepi.  Setjið á milli þær sneiðar af hrygg og ostsneiðar.  Ég notaði Gouda brauðost og 3 mm kjötsneiðar.

Ef þið eigið ananassneiðar frá kvöldinu áður þá mætti henda þeim á, eða tómatsneiðum til að ferska þetta upp. Endalausir möguleikar en ég ákvað í þetta sinn að hafa þetta einfalt og það klikkaði ekki.

Einnig mætti nota afgang af hryggnum til að gera Kúbu samloku.

Ég kem með brauðuppskriftina sem ég notaði hér á morgun.  Það tekur næstum sólarhring að gera þetta brauð en það er biðarinnar virði.  Ef þið viljið gott brauð sem líkist Ciabatta þá er héreinföld uppskrift, sem er bara pizzadeig formað í brauð og ekki hnoðað með of miklu hveiti. 

Góða skemmtun á þessum síðasta degi ársins. 

GLEÐILEGT ÁR

...

fireworks

 


Gleðileg jól

Jólagjöfin mín í ár er app sem ég bjó til fyrir Android síma, íslenska stafrófið með myndum. Ég mun bjóða upp á þetta app ókeypis í óákveðin tíma.

stafir

Ég bjó það til fyrir dóttur mína sem fer að verða tveggja ára. 

Þetta app hentar börnum sem eru að læra stafrófið sem og smábörnum sem þarf að hafa ofan fyrir.  Börn allt að niður í níu mánaða gætu haft gaman að þessu.  Þau læra þá ýmisleg orð um leið og stafrófið dettur inn í undirmeðvitundina.

Einnig hentar þetta öllum þeim sem ekki kunna íslensku og langar til að læra íslenska stafrófið.

Ástæðan fyrir því að ég bjó þetta til er sú að ég hef ekki rekist á neitt þessu líkt fyrir síma nema þá á ensku.  Og þegar dóttir mín var farin að syngja ei, bí, cí, dí þá var komin tími til að taka málið í sínar hendur.

Það stendur til að setja þetta forrit inn á vefsíðu, þá gagnast það líka þeim sem ekki eiga Android síma.

Það má nálgast Stafrófið á Android market eða skanna það inn með QR kóðanum hér fyrir neðan. Það er líka hægt að fara inn á Android Market á símanum sínum og slá inn "Stafrófið" í leitarglugganum.

stafrofid_qr

Ef einhverjir fá Android síma í jólagjöf þá er hægt að ná sér í QR skanna hér.

 

jól

GLEÐILEG JÓL

 

 


Jóladagatal Soffíu - 1 dagur til jóla

Jæja, einn dagur til jóla.  Sit hér í sveitinni og hlusta á vindinn og rás 2 þar sem Erla Ragg færir mér miðbæjarstemmninguna beint í æð.  Húsið er (alveg nógu) hreint og tréð skreytt.  Það er frekar napurt hérna í sveitinni og því mjög kósí inn í hlýjunni.  Úti er niðamyrkur enda engir ljósastaurar og bara örfá hús sem gefa frá sér smá ljóstýru. 

Njótið Þorláksmessu.  Mér finnst alltaf skemmtileg stemmning á þessum degi.

Nú er ég líka pakksödd og sæl en grænpiparssalami-ið frá Ostabúðinni á skólavörðustíg fór á pizzu áðan með ferskum mossarella.  Ég segi það og skrifa, það er fátt sem slær þessu salami út. Pizzan verður stórfengleg :)

pizza

Ég er með ágætis uppskrift sem ég notaði í pizzabotninn.  Ég var einmitt að henda í annað deig áðan, en það verður notað til að gera brauð á morgun.  Trixið er nefnilega að láta það standa við stofuhita í 12 - 18 tíma. Ég skal koma með uppskriftina að því mjög fljótlega.

En nú ætla ég að koma með uppskrift að flatkökum.  Flatkökur eru ómissandi með afganginum af  hangikjötinu daginn eftir.  Í Brauðbrunninum er skemmtileg uppskrift af flatkökum og góð saga með, en þar notar amman eingöngu rúgmjöl og vatn. 

Ég hef notað heilhveiti með rúgmjölinu, það gerir baksturinn aðeins auðveldari held ég.  En það væri gaman að æfa sig að gera flatkökur eingöngu úr rúgmjöli, það þarf bara að vera með góð hlutföll.

Í uppskriftinni í Brauðbrunninum lætur amman deigið hvílast yfir nótt.  Það gæti verið betra, hef ekki prófað það.

Hlutföllin hér fékk ég úr bókinni Matarást.  Þar er ágætis klausa um flatkökur.

Flatkökur

  • 200 g rúgmjöl
  • 100 g heilhveiti
  • 2 1/2 dl sjóðandi vatn
  • 1/2 tsk lyftiduft

Blandið öllu vel saman, og vatninu smám saman þar til þið eruð komin með gott deig.  Kannski þarf aðeins meir af vatni.  Ég veit ekki með að sleppa lyftiduftinu, það mætti eflaust sleppa því. 

Skiptið því niður í kúlur sem þið rúllið út í flatar kökur.  Pikkið í þær með gaffli.

Eldið á heitri pönnu (t.d pönnukökupönnu) eða hreinni hellu.  Bakist í ca eina mín á hvorri hlið.

Setjið kökurnar ofan í skál með smá vatni í og svo í viskastykki eða geymið þær í blautu viskastykki, það er svo að þær þorni ekki.  Þegar þið hafið bakað þær allar geymast þær í plastpoka.

 

 

 

 


Jóladagatal Soffíu - 2 dagar til jóla

Jóladagatal...2

Þá er maður komin í góðan gír. Það góða við að búa í sveitinni er að nú er búið að versla allt, fullur ísskápur af mat, hellingur af pökkum og maður fer ekkert í borgina fyrr en eftir helgi.  Og ef eitthvað vantar, þá vantar það! 

Í grófum dráttum verður í morgunmat næstu daga Huevos rancheros, Egg benedicts, reyktur lax og sitthvað gott.  Nóg verður af afgöngum fyrir síðbúin hádegismat, þannig að á annan í jólum ætla ég að baka flatkökur með hangikjöts afgöngum og afbrigði af Kúbu samloku með hamborgarahryggnum á jóladag. 

Jólavínið með hamborgarahryggnum verður það sama og í fyrra, M. Chapoutier, Cotes du rhone, syrah frá Frakklandi.  Læt svo vita hvort það verður jafn gott í ár. 

Svo það sem ég hlakka mikið til að borða, pizza! Ég keypti grænpipars salami í Ostahúsinu á Skólavörðustíg.  Það er svo ótrúlega gott.  Ætli það verði ekki bara á morgun.

Þetta er að minnsta kosti einhver hugmynd að því sem koma skal.

Ef þið eruð ekki komin með jólatré þá má redda sér svona...

jólatré

Þessi færsla verður nú ekki jólalegri að þessu sinni því ég sit ég upp í rúmi og mín bíður stafli af matarblöðum til að blaða í fyrir svefninn.

 


Jóladagatal Soffíu - 3 dagar til jóla

Jóladagatal...3

Ef þið erum með smárétti um jólin þá má flikka upp á hlaðborðið með því að setja réttina í jólabúning.  Grænn, hvítur og rauður eru litir jóla og einnig litirnir í caprese salati og það væri hægt að bera það jólalega fram, til dæmis í formi jólatrés, kannski eitthvað svipað og sýnt er á þessari mynd.

jolamatartre

 


Jóladagatal Soffíu - 4 dagar til jóla

Jóladagatal...4

Ef maður mylur brjóstsykur og setur hann inn í ofn þá bráðnar hann og verður eins og litað gler.  Það kemur mjög vel út sem skraut í smákökum.  Ég fann flotta mynd á netinu, ein hugmynd hvernig nýta má þessa aðferð.

smákökur

Kínverski cashew kjúklingurinn sem ég var með um daginn í kínverska boðinu var mjög góður og hér er uppskriftin að honum.

Kínverskur cashew kjúklingur

Kínverskur Cashew kjúklingur

  • Kjúklingabringur
  • Vorlaukur
  • Paprika
  • 1 poki cashew hnetur
  • 1 msk  Soya sósa
  • 1 msk hvítlaukur, rifinn
  • 1 msk ferskt engifer, rifið
  • 1 rauður chile (eða magn fer eftir styrkleika hans)
  • 2-3 msk sesamfræ
  • 3 tsk sykur (eða hunang)
  • 3 tsk soya sósa
  • 1 eggjahvíta
  • Smá hveiti
  • Salt og pipar

Hrærið eggjahvítu með gaffli þar til hún byrjar að freyða, tekur enga stund.  Bætið við soya sósu og hrærið henni við.

Skerið grænmeti og rífið hvítlauk og engifer

Skerið kjúklinginn í bita og veltið þeim upp úr eggjahvítunni og svo upp úr smá hveiti. Saltið og piprið. Steikið á pönnu.

Bætið við grænmeti, hvítlauk og engifer.  Og að lokum hrærið saman soya sósu og sykri (eða hunangi) og bætið því við á pönnuna.  Setjið cashew hneturnar út í. Látið malla í smá stund. 

Setjið á fat og stráið sesamfræjum yfir.

Berið fram með hrísgrjónum.

Í kínverskum uppskriftum er gjarnan notuð kornsterkja á kjúklinginn áður en hann er steiktur.

 


Jóladagatal Soffíu - 5 dagar til jóla

Jóladagatal...5

Ég var að horfa á Food network áðan þar sem fjallað var um Punjab og indverska matargerð.  Ég er nú í óðaönn að leggja lokahönd á jólamatseðilinn og á þessari stundu langaði mér bara að hafa djúsí tandoori kjúkling og nýbakað chabati á aðfangadag. Þetta alveg ruglaði mig við innkaupalistann þannig að ég varð að taka pásu á að hugsa um jólamatinn.

En, svo fer maður aftur í raunveruleikann.  Ætlunin er að halda í hefðir þessi jól.  Ég fékk tvíreykt hangikjöt frá bónda í Kjósinni.  Þannig að maður er svolítið local í ár, jólatréð frá Fossá og Kjötið frá bóndanum.

Þetta finnst mér mjög flott, fæst á etsy.

skraut

Ég fann þetta á þessari síðu, en þarna er fullt af sætu í svona letterpress stíl.

xmas

fa la la la la....

Fyrri færslur jóladagatalsins...

6 dagar til jóla

7 dagar til jóla

8 dagar til jóla

9 dagar til jóla

10 dagar til jóla

11 dagar til jóla

12 dagar til jóla

13 dagar til jóla

14 dagar til jóla

15 dagar til jóla

16 dagar til jóla

17 dagar til jóla

18 dagar til jóla

19 dagar til jóla

20 dagar til jóla

21 dagur til jóla

22 dagar til jóla

23 dagar til jóla

 


Jóladagatal Soffíu - 6 dagar til jóla

Jóladagatal...6

Mér finnst ómissandi að baka Biscotti fyrir jólin.  Þær eru ómótstæðilegar með te eða kaffibolla...eða hverju sem er og einar og sér.  Þær að minnsta kosti hverfa stuttu eftir að ég baka þær.  ÞEss vegna er best að baka þær þegar það er mjög stutt til jóla svo maður geti gætt sér á þeim á jólum.

Hér er ein af mínum uppáhalds Biscotti uppskriftum.

biscotti

Biscotti með heslihnetum og möndlum

  • 100 g heslihnetur (ég notaði muldar)
  • 100 g möndlur (flögur eða heilar)
  • 120 g 70% súkkulaði
  • 210 g púðursykur
  • 230 g hveiti
  • 30 g Kókó
  • 4 g Instant espresso duft (má sleppa)
  • 1 tsk matarsódi
  • 1/4 tsk salt
  • 3 stór egg
  • 1 1/2 tsk vanilludropar


Hitið ofn í 150 °c

Skerið niður súkkulaði og blandið því saman við púðursykur í mixer þar til súkkulaðið er orðið smátt (púðurkennt)

Sigtið saman hveiti, kókó, expressó dufti, matarsóda og salti

þeytið egg og vanilludropa í matvinnsluvél eða með handþeytara.  Blandið því við hveiti og púðursykurs blönduna.

Bætið hnetunum við og blandið vel saman,

Stráið hveiti á flöt og búið til tvo pulsulaga drumba úr deiginu.  (u.þ.b 25 cm langa og 5 cm í þvermál). Setjið þá á bökunarpappír á plötu og bakið í 35-40 mínútur.

Takið úr ofni og látið kólna í 10 mínútur.  Skerið í 2 cm sneiðar (eins og þið væruð að skera brauðsneiðar) og leggið þær aftur á plötuna og bakið á sitthvorri hliðinni í 15 mín á hvorri hlið.

Kælið á grind

Fyrri færslur jóladagatalsins...

7 dagar til jóla

8 dagar til jóla

9 dagar til jóla

10 dagar til jóla

11 dagar til jóla

12 dagar til jóla

13 dagar til jóla

14 dagar til jóla

15 dagar til jóla

16 dagar til jóla

17 dagar til jóla

18 dagar til jóla

19 dagar til jóla

20 dagar til jóla

21 dagur til jóla

22 dagar til jóla

23 dagar til jóla


Jóladagatal Soffíu - 7 dagar til jóla og kínverskar pönnukökur

...Vika!

Það er gaman að kíkja á mismunandi hefðir varðandi jólamat á milli landa.  Á Wikipedia getur maður nálgast lista yfir hin ýmsu lönd og matarhefðir þeirra yfir hátíðar.

Það er skondið að sjá hefðina í Japan.  En þar er KFC fried Chicken jólaréttur hjá þeim og þarna er talað um að það þurfi að leggja inn pöntun, hjá KFC, allt að tveim mánuðum fyrir jól.  Merkilegt.

Þarna má meðal annars finna Ísland og þar stendur:

Það gæti verið skemmtilegt í næsta matarboði yfir jólin að taka fyrir eitt land elda nokkra þjóðarrétti þeirra í anda jólanna.  Eða hver og einn gestur kemur með einn frá landi að eigin vali.  Nú eða vera með kökuboð og vera með sætabrauð frá ýmsum löndum...

Á þessum alþjóðlegu nótum verð ég að minnast á að ég eldaði kínverskt um daginn og bauð vinum í mat.  Matseldin heppnaðist sérlega vel.

Ég var með Kjúkling með cashew hnetum, Anís kjúklingabita og kínverskar pönnukökur.

Kínverskar pönnukökur eru frábærar.  Það er ekki mikið mál að gera þær sjálfur.  Þar sem þær eru eldaðar á mjög lágum hita kemur engin reykbræla í eldhúsið.

mandarin

Kínverskar pönnukökur

  • 2 bollar hveiti
  • 1 bolli sjóðandi vatn (kannski ögn meira)
  • Sesame olía (eða matarolía) sem er notuð til að dýfa í, en ekki blandað við deigið!

Hrærið saman hveiti og vatni, hnoðið vel saman svo úr verði silkimjúkt deig.  Ég geri þetta í höndunum, tekur ekki langa stund og deigið er fljótt að kólna, ég byrja á að hræra saman með gaffli.

Geymið deigið undir plasti í hálftíma.

mandarin

Skiptið deiginu í um 16 kúlur.  Þetta gerði ég með því að skipta einni kúlu í fjóra parta.  Og svo hverjum parti í aðra fjóra.

Takið eina af þessum 16 kúlum og skiptið henni í tvennt og rúllið í tvær kúlur, dýfið annarri kúlunni í smá olíu og leggið hina kúluna ofan á og þrýstið saman.  Rúllið þunnt út með kefli.

Eldið á pönnu við mjög lágan hita, svona 4-5.  Það tekur um eina mín á hvorri hlið.

Þegar þið takið kökuna af pönnunni kljúfið hana þá í tvennt.  Það er mjög auðvelt þar sem olían á milli heldur þeim í sundur.

Geymið þær kökur sem eru tilbúnar undir gleri, plasti eða rökum klút.

Ég horfi meðal annars á þetta myndbandtil að fá tilfinningu fyrir þessu.  Annars er hægt að google-a mandarin pancakes til að fræðast betur um þessar pönnukökur.

Þessar pönnukökur eru mjög góðar með "Peking duck" eða þessum rétti hér

 


Jóladagatal Soffíu - 8 dagar til jóla

Jóladagatal...8

Ég hef alltaf verið veik fyrir svona litlum dúkkulegum jólaþorpum, þar sem að alltaf er dúnmjúkur snjór, litlir kórar að syngja jólalög, krakkar að leik, jólatré og snjókarlar.  Þetta er eitthvað svo fullkomin lítill heimur þar sem allir eru alltaf í góðu skapi....jólaskapi

Martha lætur ekki sitt eftir liggja þegar kemur að því að búa til jólaþorp.  Á síðunni hennar má finna skapalón að sætu þorpi.

Á síðunni hjá Country Living er einnig að finna skapalón að húsum og kirkju.

jólaþorp

Jólaþorp

 

Fyrri færslur jóladagatalsins...

9 dagar til jóla

10 dagar til jóla

11 dagar til jóla

12 dagar til jóla

13 dagar til jóla

14 dagar til jóla

15 dagar til jóla

16 dagar til jóla

17 dagar til jóla

18 dagar til jóla

19 dagar til jóla

20 dagar til jóla

21 dagur til jóla

22 dagar til jóla

23 dagar til jóla


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband