23.1.2009 | 10:41
Top 10 hollar uppskriftir sem ég hef bloggað um
Og allar drullugóðar. Þetta er samt ekkert anal detox uppskriftir, bara svona hollar og góðar og eins og við vitum þá er allt gott í hófi.
- Kleinuhringir úr pizzadeigi
- Hunangssmjör
- Majoneseggjasalat
Nei djók...
Hér koma þær, en í engri sérstakri hollusturöð samt bara sirka röðin eins og ég hef bloggað um þær. (Og ef eitthvað segir smjör þá má skipta því út fyrir holla olíu osfv..)
Top 10 hollar og góðar uppskriftir
- Svartar baunir og kjúklingabaunir dip
- Lambakjöt með Red Curry
- Saltfiskur með súkkíní og fleiru góðu
- Svartbaunasúpa
- Húrrandi holl grænmetissúpa
- Mango Tango ( Mango curry kjúklingur með hörpudisk)
- Taí kræklingur
- Gulrótar og appelsínu súpa
- Gallo Pinto
- DAHL úr rauðum linsum
Sx

22.1.2009 | 22:03
Efnisyfirlit
Þetta eru uppskriftirnar sem ég er búin að blogga um síðasta árið og í þessari röð, þ.e það fyrsta á listanum er það síðasta sem ég bloggaði um
- Spínat salat með rauðlauk og beikoni
- Hvítlaukssteiktar rækjur með hrísgrjónum soðnum í kókósmjólk
- Fallegasta samloka í heimi
- Lime Jalapeño aioli
- Kleinuhringir úr pizzadeigi
- Svartar baunir og kjúklingabaunir dip
- Humar á jóladag með rjómaostasósu
- Humarsúpa á annan í jólum
- Laxamauk borið fram í harðsoðnu eggi.
- Laxa-eggja salat
- Lax með rjómaosti og rauðlauk og kapers
- Lambafille með avacadomauki
- Lambakjöt með Red Curry
- Kjúklinga cannelone
- Saltfiskur með súkkíní og fleiru góðu
- Rækjutapas
- Kjúklingasúpa með núðlum
- Appelsínurjómasósa
- Hrísgrjón soðin í kókósmjólk
- Besta kombó í heimi,tapas rauðlauk pulsa ost ofl
- Fransbrauð með púðursykri
- Eggjatapas
- Ólífuolíukakódressing
- Kabab masala wannabe bollur
- Tikka Masala.
- Tvö tonn af osti... tetilla ostasamlokan
- Kartöflu-túnfisks-ítalskt salat
- Tagliatelle Bolognese eins og ég geri
- Kartaflan í örbylgjuofninum
- Bruchetta (Basic uppskrift)
- Kartöflumós
- Hunangssmjör
- Súper góð snitta með smurost og ólífum
- Papadams forréttur
- Tortilla og Krabbasalat
- Krabbasalat
- Fancy Patatas Bravas
- PATATAS BRAVAS
- Treo(Hráskinka-aspas-parmaostur)
- Tagliatelli Parma
- G&T - ekki fyrir stelpur
- Ansjósur barþjónsins
- Svartbaunasúpa
- Skinkurúlla
- Spínatpönnukökur (Gestgjafinn)
- Tinto de verano
- Húrrandi holl grænmetissúpa
- Tortilla de español
- Letingjabrauð
- Minn Hummus
- Papriku og chile sósa
- Lambið sem fór til Arabíu
- Mango Tango ( Mango curry kjúklingur með hörpudisk)
- Avacado mauk
- Manchego ostur
- Salat með Manchego og hunangsdressingu.
- Hunangsdressing
- Focaccia samloka með nautahakki
- Kúrbíts-gulrótarbrauð
- Hvítlauks-salatdressing
- Lahmacun
- Crêpes
- Sinnepssósa
- Sinneps kræklingur
- Taí kræklingur
- klettasalatspestókartöflusalat
- Verkamannaútgáfa af Paralyzer
- Humar og Avacado - match made in heaven
- Kúrbítsblóm (Zukkini flowers)
- Egyptian Walking Onions
- Rauðbeðsídýfa
- Belgbaunir með hnetum og hvítlauk
- Pizza Pizza. Nokkur ráð
- Ógeðslega einfalt (Rjómaostur og sweet and sour tai sósu)
- Gulrótar og appelsínu súpa
- Gallo Pinto
- Dürum
- Semi Raita
- Chile Olía
- DAHL úr rauðum linsum borið fram með Roti, Raita og Mango chutney

Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 22:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.1.2009 | 20:38
Spínat salat með rauðlauk og beikoni
Þetta er svaaaaka einfalt og mjög gott. Eins og alltaf....Rauðlaukur rokkar!
Spínat salat með rauðlauk og beikoni
- Ferskt spínat
- Rauðlaukur rokkar
- Beikon
- Olía
Steikja rauðlauk og beikon bita í olíu. Fyrir þá sem fíla vinegar hellið þá slettu út í. Blandið saman við fersk spínatið.
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 20:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.1.2009 | 15:00
Hvítlaukssteiktar rækjur með hrísgrjónum soðnum í kókósmjólk
Var að koma heim í gærkveldi frá Kamloops, Kanada. Vorum þar í 2 vikur. Kamloops er lítll bær ca 300 km frá Vancouver. Þetta er svona kúreka og indjánabær og svo fullt af rednecks. Kamloops er indjánamál og þýðir "Þar sem árnar mætast".
Við bjuggum þarna úti fyrir 2 árum og förum reglulega í heimsókn þangað og eigum því fullt af óheyrilega góðum og skemmtilegum vinum, og nokkrir þeirra algjört gourmet fólk og því oftar en ekki var elduð einhver snilldin.
Vorum á Íslandi í 2 vikur um jólin, matarboð á hverjum degi. Svo fyrir áramót fórum við til Kanada í 2 vikur, og enn og aftur matarboð og skemmtilegheit á hverjum degi. Ég hef því sankað að mér mörgum góðum uppskriftum síðasta mánuðinn.
Hér er ein þeirra sem til varð rétt um miðnætti hjá góðum vinum eitt kvöldið í Kamloops þegar við komum heim af hverfispöbbnum.
Hvítlaukssteiktar rækjur með hrísgrjónum soðnum í kókósmjólk
- Smjör
- Hvítlaukur
- Rauðlaukur
- Gul paprika
- Tómatsósa
- Sykur
- Salt og pipar
Þegar hrísgrjónin eru soðin og kæld mótið þau svona eins og Nigiri-sushi. Setjið svo rækjuna (skelflétta) ofan á grjónin og smá rauðlauk og papriku til hliðar á diskinn.
Þessi réttur var búin til úr því hráefni sem til var. Grjónin höfðum við soðið kvöldið áður og var þetta því bara spontant samsetning og uppskriftin til á staðnum...
Hrísgrjón:
Ég hef áður bloggað um þessa uppskrift af kókóshrísgrjónum og þau fóru rosa vel með rækjunum.
- 1 1/2 bolli hrísgrjón
- 2 bollar (eða ein dós) kókósmjólk
- 1 bolli vatn
- Smá salt
Hitið kókósmjólk og vatn, bætið við hrísgrjónum og salti og fáið upp suðu. Látið malla í 10 mínútur eða svo. Setjið svo á lægsta hita og mallið þar til grjónin eru komin á sama level og vökvinn. Flöffið grjónin með gafli, setjið lok á pottinn og mallið þar til allur vökvi er horfinn.
Svo er líka gott að mauka smá ferskt ginger eða skera smátt og setja í pottinn.
Matur og drykkur | Breytt 22.1.2009 kl. 23:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.1.2009 | 11:56
Fallegasta samloka í heimi
Og ég er ekki að grínast. Og hér kemur loksins uppskriftin.
En sagan er þessi, svona í stuttu máli: Bjuggum um tíma í Kaupmannahöfn. Kærastinn bauð mér út á fínasta og dýrasta stað bæjarins, svona fyrst að áhugamálið er matur og vín. Reikningurinn fyrir okkur tvö hljóðaði upp á 60.000 kr. (Miðað við gengið í dag örugglega nær 100.000 :P )
Svo kom að því að kærastinn átti afmæli og ég sagði að við gætum farið hvert sem hann vildi. Hann vildi fara á Salon og fá samlokuna. Eins og áður kom fram í þessu bloggi...
"Salon, kaffihús á Skt Peders Stræde. Þeir eru með bestu og fallegustu samlokurnar í bænum. Ég mæli með samloku sem nefnist King. Eldhúsið er á við fataskáp og maturinn frá þessu eflaust minnsta eldhúsi bæjarins er mjög góður. Stólar og borð eru fengin héðan og þaðan, og eru ansi sjúskuð, en þetta er mjög kósí. Staðurinn er mest sóttur af fólki á aldrinum 20-30 ára."
Ég skráði eins vel og ég gat innihald samlokunnar og hér kemur hún.
Fallegasta samloka í heimi
- Ógeðslega gott brauð, eða uppáhalds brauðið þitt eða t.d Ciabatta eða súrdeigsbrauð.
- Avacado
- Sólþurrkaðir tómatar
- Epli, mjög þunnt skorið
- Stökkt beikon
- Gott salat, eitthvað svona uppáhalds, blandað.
- Iceberg salat
- Hunangs-hvítlauks mareneraður kjúklingur, skorin nett
- Rauðlaukur
- Sólblómafræ
- Gulrætur, skornar svona þunnt með grænmetisskera
Dressingin
- Sýrður rjómi og/eða mæjó
- Karry de lux krydd
- Maple síróp
- Salt og pipar
Olían
- Góð ólífuolía. En ég myndi jafnvel nota Avacado olíuna sem fæst t.d í Hagkaup
- Hvítlauksrif
- Oregano
- Salt og pipar
Skerið tómatana í fallega teninga og leyfið þeim að marinerast í smá af olíunni.
Svo er eiginlega uppsetningin á samlokunni aðalatriðið. Er með mynd hér til að sýna hvernig á að bera hana fram. Mjög mikilvægt að nota Iceberg salat sem svona skál og setja svo brauðið hálft ofan í.
Berið olíuna á báðar hliðar brauðsins og setjið í panini grill í smá stund, eða á heita pönnu.
Svo er bara að raða öllu draslinu eins smekklega og þið getið. Leyfið listamanninum í ykkur að koma fram og njóta sín.
8.1.2009 | 21:32
Lime Jalapeño aioli
Þessi er meiriháttar með super nachos eða burrito og færi líka vel með fiski og hrísgrjónum.
Það er líka hægt að búa til sitt eigið aioli í staðin fyrir tilbúið majónes.
Lime Jalapeño aioli
- Majónes
- Smá lime safi, eftir smekk
- nokkrir jalapeño peppers, niðursoðnir. Líka eftir smekk
- Salt og pipar
- Hvítlauksrif ef þið viljið, fínt skorið eða með hvítlaukspressu
- Kóríander
Setjið lime safa, jalapeño, salt, pipar og kóríander (og hvítlauk ef hann er notaður) í blender eða maukið með töfrasprota. Bætið út í majónes og blandið létt sama. Líka hægt að nota 50/50 majó og sýrðan eða bara sýrðan.
Einnig er hægt að nota ferskan jalapeño, skerið frá fræin.
Ef þið viljið búa til ykkar eigið Lime Jalapeño aioli þá er þetta uppskriftin:
- 1 egg
- 1 eggjarauða
- 1 bolli Canola olía
- Smá lime safi úr einni lime, eftir smekk
- nokkrir jalapeño peppers bitar, niðursoðnir. Líka eftir smekk
- Salt og pipar
- Hvítlauksrif ef þið viljið, fínt skorið eða með hvítlaukspressu
- Kóríander
Maukið hvítlauksrif og salt í matvinnsluvél, bætið við eggi og extra eggjarauðu.
Blandið vel saman. Setjið vélina á slow og bætið við olíunni mjög rólega. Nokkra dropa til að byrja með og svo í mjórri bunu.
Þá fer þetta að taka á sig majónes mynd. Bætið við lime safa og jalapeño bitum og kóríander. Saltið og piprið.
8.1.2009 | 19:42
Kleinuhringir úr pizzadeigi
Sá þetta á Food Network áðan og fannst þetta doldið cool.
Taktu pizzadeig (heimatilbúið eða keypt tilbúið út í búð). Rúlla það út, u.þ.b 2 cm þykkt. Takið hringlótt mót og skerið út hringi, takið svo minna mót og skerið út innri hringinn svo þetta lítur út eins og kleinuhringur. Djúpsteikið í ca 45 sek á hvorri hlið. Svo má dýfa þeim í súkkulaði og hnetur, eða sykur osfv.
Afgangurinn af deiginu sem kemur úr innri hringnum er svo mótaður í kúlur og djúpsteiktur líka. Setjið svo kúlurnar í bréfpoka með flórsykri, hristið og ta-ta, þið eruð komin með ítalskan eftirrétt.
Sx
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 21:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.1.2009 | 18:13
Matarbloggið á ensku
Ég er svona smám saman að koma matarblogginu mínu yfir á ensku. / I´m translating my food blog to English.
http://chileandsalt.blogspot.com/
Ég var lengi að spá í hvað það ætti að heita, datt ekkert í hug. Vinkona mín hér í Kanada sem er mikil matar manneskja sagði svo við mig. Soffía! Þú elskar chile (chili pipar) og þú eeeelskar salt. Afhverju heitir það ekki þá bara chile og salt. Ég er algjörlega forfallin chile fan og hef miklar skoðanir á salti :)
Þannig að við látum það duga í bili.
Já, og ég nota spænsku útgáfuna á orðinu chili, sem er chile. Löng saga og eiginlega bara snobb stælar þess vegna. Þannig að það hefur ekkert skylt með landinu Chile, eða Síle eins og sumir segja.
Svo þarf ég að koma upp einhverju efnisyfirliti fyrir uppskriftirnar hér, tjekka á því við tækifæri.
Matur og drykkur | Breytt 11.1.2009 kl. 14:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.1.2009 | 00:30
Svartar baunir og kjúklingabaunir
Tilbreyting frá dæmigerðum hummus
- Svartar baunir ( í dós, eða þurrkaðar eldaðar)
- Kjúklingabaunir ( í dós, eða þurrkaðar eldaðar)
- Ferskur grænn jalapeño
- Lime, smá kreist
- pinku pons hvítlauksrif
- Cumin, pinku
- Salt og pipar
- smá paprikuduft
- smá cayenne pipar
- Avacado olía, svona smá
Svo verð ég að segja fyrir minn smekk þar sem ég er svartra bauna fanatic að það er gott að sleppa kjúklingabaununum og nota bara svartar baunir
Einhverstaðar var ég að heyra að það þyrfti ekki að leggja baunir í bleyti, en í staðin þyrfti að auka suðutímann, svona fyrir þá sem hafa tíma í það.
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 00:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.1.2009 | 19:35
Humar Heaven
Fékk dýrindis humar í jólagjöf. Snilldar gjöf. Þannig að í hádeginu á jóladag eldaði ég hann með rjómasósu og geymdi svo að sjálfsögðu allar skeljarnar og gerði svaka góða humarsúpu á annan í jólum.
Þar sem ég átti ekki von á að fá humar þá var ég ekkert búin að spekúlera í uppskriftum eða kaupa hráefni sérstaklega inn. En þar sem þetta er um jól þá var svo sem til hellingur af allskonar góðu hráefni svo að ég bara imprúvæseraði úr því sem til var.
Humar á jóladag
- Humarhalar
- Rjómaostur
- Hvítlaukur
- shallot laukur
- Hvítlaukur
- Rjómi
- Hvítvín
- Smjör
- Salt og pipar
Mallið í smjörinu mjög smátt skornum shallot lauk og hvítlauk. Bætið út í slatta af rjómaost,alveg 4-5 msk. Setjið góða skvettu af rjóma. Og að lokum smá skvettu af hvítvíni. Sjóðið smá svo þetta þykkist aðeins. Ef þið viljið hafa þetta þykkara þá bara meira af rjómaosti og minna af hinu.
Svo klippti ég með skærum skelina á humrinum. Semsagt rauða partinn ofan á humri, ekki undir humrinum og raðaði honum á eldfast mót með skelina upp. Opnaði aðeins skelina með puttunum og setti ca 2 msk af sósunni á hvern humar. Inn í vel heitan ofn á grill í ca 5 mínútur eða svo. Passið að ofelda ekki humarinn.
Svo bar ég þetta fram með afganginum af sósunni og olíu-hvítlauks panini grilluðu baguette.
Humarsúpa á annan í jólum
Sósan frá því deginum áður ásamt humarskeljunum var góður grunnur að humarsúpu.
- Humarhalaskeljar
- Humar
- Hvítlaukur
- Shallot laukur
- Paprika, rauð
- Karry de lux krydd
- Tomatpaste
- Cumin
- Rjómi
- Hvítvín
Ég lét malla í potti í góðri klípu af smjöri lauk, hvítlauk, papriku (allt gróft skorið þar sem ég sigta þetta frá) og humarskeljar. Svo set ég ca 1 og 1/2 til 2 lítra af vatni og læt sjóða í ca 2 klst.
Svo sigta ég soðið. Set það í pott og sýð með rjóma, hvítvíni, smá tómat paste og karry de lux. Ég set bara eina og eina teskeið og smakka til þar til ég er sátt. Sama með salt og pipar. Svo setti ég 1/2 tsk af cumin.
Það var pínkupons afgangur af sósu frá deginum áður og ég lét það flakka með.
Ég geymdi nokkra humarhala sem ég var búin að skelflétta og setti þá á pönnu með smá smjöri og hvítlauk í u.þ.b mínútu og svo út í súpuna rétt áður en hún var borin fram.
Svo þeytti ég rjóma og setti slettu af honum ofan í hvern súpudisk áður en ég bar hana fram.
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 20:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)