Fyrirsætur, hamborgarar og smokkfiskur

Fór í rosalega skemmtilega myndatöku um daginn, var að mynda fyrir fáránlega flottan fatahönnuð.  Stemmningin í tökunni var awesome.  Fatahönnuðurinn alveg frábær, stílistinn flottur og módelið fallegt.  Rosa pro gengi og útkoman varð því ekkert annað en AWESOME.  Hlakka til að sýna ykkur útkomuna.

Fórum svo á Vitabar eftir tökuna til að fá okkur smá rauðvín og svo módelið gæti fengið sér hamborgara. 

Svo fór ég í matarboð heim til mín.  Þá var kærastinn búinn að henda upp í veislu og gestirnir mættir, þau Magga og Frikki.  Ég tók ókunnuga stílistann með í boðið og allir skemmtu sér mjög vel.

Við buðum upp á þetta hefðbundna á  raclette grillið.  Kind, naut, kjúkling, grænmeti.....  En það sem kom skemmtilega á óvart var smokkfiskurinn. 

Og best af öllu þegar Frikka datt í hug að ná í smá smjör og setja á grillið og pressa hvítlauk ofan í það og svo henda smokkaranum á herlegheitin.  Svínvirkar, passið bara að ef grillið er of heitt að smjörið frussist ekki framan í ykkur.   Þetta tókst amk mjög vel í okkar tilfelli.

Svo er bara að setja Yeah yeah yeahs á fóninn og dansa upp á sófaborðinu, ef borðið það er að segja bíður upp á dans, nú eða í dans.

www.soffia.net

Soffía Gísladóttir © www.soffia.net

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband