19.12.2008 | 15:24
Lambakjöt með Red Curry
Þennan rétt þarf ég að fá mér reglulega, sérlega hressandi á köldu vetrarkvöldi. Það er eitthvað við þennan rétt sem er að svínvirka, þannig að ætli hann sé ekki bara líka í top 10. Eitthvað sem ég verð að fá áður en ég fer til Kanada eftir jól.
Lambakjöt með Red Curry
- Lambaframhryggsbitar, skornir í tvennt
- 1 laukur
- 2-3 hvítlauksgeirar, smátt saxað
- 2-3 cm engifer, saxað smátt
- 3 msk Red Curry Paste
- Salt
- 1 dós tómatar, stewed
- 1 rauð og 1 græn papríka
- 1 dós kókósmjólk
Látið lauk krauma í olíu ásamt hvítlauk og engifer. Curry paste og svo kjötið sett útí og velt upp úr gumsinu. Því næst koma tómatar í dós og paprikan og að lokum kókósmjólkin og svo salt eftir smekk.
Látið malla í klst. Svo má bæta við smá vatni eftir þörf svo sósan brenni ekki upp.
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Bloggar, Lífstíll, Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
HÆ,, ég elda þetta stundu,, þó með kjúklingi oftar,,, en ég nota hnetur mikið í indverska rétti,, mæli með að þú prófir,,,,
Daði Hrafnkelsson, 29.12.2008 kl. 20:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.