Einfalt hvítt brauð - galdurinn er að láta það hefast saman

Ástæðan fyrir öllum þessum uppskriftum mínum af hvítum brauðum er að ég kaupi ekki brauð í búð og stundum vantar manni svona hvítt brauð hér í sveitinni fyrir gesti og gangandi.

Þetta er eiginlega bara pizzadeig með olíu.  En hlutfölling til að fá fínasta hvítt brauð eru mjög góð.  Fullkomið brauð til að sneiða niður og bera fram með súpu eða pasta.

En þegar þið mótið úr því brauðlengjur eða bollur, látið þær vera nálægt hvor annari svo þær hefist saman í seinni hefun þegar þær eru komnar á ofnplötuna.

brauð 

Hvítt brauð

  • 1/2 L volgt vatn
  • 3 tsk þurrger
  • 12-14 dl hveiti
  • 1/2 dl olía
  • 2 msk sykur

Blandið öllu saman í kitchen aid (bætið hveitinu við eftir þörfum) og hnoðið rosalega vel.  Látið hefast í 1-2 klst.  Sláið niður og skiptið deiginu í 4 eða 5 "subs", þ.e svipuð stærð og lag og brauðin á Subway.  Raðið fremur þétt á ofnplötu. 

Leyfið þeim að hefast undir klút í hálftíma. Brauðin mega snertast þegar þau eru búnir að hefast, það má svo rífa þau í sundur þegar þau koma úr ofninum.

Bakið í ofni í ca 15 mín eða þar til þau hafa bakast í gegn.

 smokkfisksamloka

Ég notaði þetta brauð í smokkfisksamlokuna og það var mjög gott.  Ég þynnti það aðeins með að sneiða úr því langsum.

Munið bara að nota vel af ferskri basil og kóríander og fullt af chile-hvítlauksolíu sem hljóðar svona:

Chile- hvítlauksolía

  • 3-4 Hvítlauksrif
  • 2 Chile piprar
  • 1 dl Jarðhnetuolía
  • Smá salt 

Skerið hvítlauk og chile pipar í þunnar sneiðar.   Setjið olíu á pönnu við miðlungs hita og bætið út í chile og hvítlauk.  Látið malla í nokkrar mín, passið bara að laukurinn brenni ekki. Saltið eftir smekk.

Takið af hellunni og látið kólna.  Setjið olíuna í skál og berið fram með einhverjum dásemdar réttinum, í mínu tilfelli, smokkfisksamloku. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvaða hita á að baka brauðið?

Bryndís Embla (IP-tala skráð) 25.10.2014 kl. 14:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband