Engar smá súkkulaðibitakökur. Mæli með þessum!

Þessar súkkulaðibitakökur stóðust alveg undir væntingum.  Og vegna þess að þær eru frekar stórar þá verða þær mmmmmmjúkar í miðjunni. 

Þetta er svona uppskrift sem allir súkkulaðibitakökuaðdáendur

verða að prófa að minnsta kosti einu sinni. 

Ég hefði ekkert á móti því að vera að narta í eina núna í tilefni dagsins, því ég á afmæli í dag.  En ég læt mér duga að narta í afmælisgjöf, súkkulaðið frá Hafliða Ragnars...

súkkulaði

  

Það sem er lykilatriði við þessa uppskrift og verður að gera, er að geyma deigið í ísskáp í amk sólarhring.

Það er sniðugt á minni heimilum að baka 4 stk í einu því þær eru svo stórar, deigið geymist í kæli í 3 daga og svo má líka geyma það í frysti.  Ekki amalegt það :)

súkkulaðibitakökur

 Súkkulaðibitakökur

  • 3 2/3 bollar hveiti
  • 1 1/4 tsk matarsódi
  • 1 1/2 tsk lyftiduft
  • 1 1/2 tsk salt
  • 1 1/4 bolli smjör
  • 1 1/4 bolli púðursykur (ljós, en ég notaði dökkan)
  • 1 bolli sykur
  • 2 stór egg
  • 2 tsk vanilludropar
  • 120 g 70 % súkkulaði eða annað svakalega gott súkkulaði, verður að vera gæða!
  • Sjávarsalt

Setjið þurrefni í skál.  Setjið smjör og sykur í aðra skál og hrærið saman með hrærivél þar til blandan er létt (3-5 mín). Hér er gott að vera með smjör við stofuhita.

Bætið við eggjum, einu í einu. 

Því næst vanillu.

Bætið við þurrefnum.

Setjið súkkulaðið í deigið og blandið því saman við svo það dreyfist  jafnt úr því.  Pakkið deiginu inn í plastfilmu.

súkkulaðibitakökur 

Geymið deigið í ísskáp í sólarhring eða í allt að 72 klst.

súkkulaðibitakökur 

DAGINN EFTIR: Mótið kúlur úr deiginu, hver kúla hjá mér var um 100 g.  Það er u.þ.b á við golfkúlu.  Já, þær eru svolítið stórar, það er best!

Raðið 4 kúlum á smjörpappír á ofnplötu með góðu millibili því þær fletjast út og þurfa sitt pláss.

Bakið við 180° c í 18-20 mín.

Ef þið notið ekki allt degið þá er hægt að gera kúlur úr öllu deginu og setja rest í frysti.

Passið að baka þær ekki of lengi sem þær verði ekki of harðar.

Þessi uppskrift er birtist fyrir ó nokkrum árum í New York times.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband