Jóladagatal Soffíu - 21 dagur til jóla

JÓLADAGATAL...21

Það er hægt að gera ýmislegt jólalegt í dag.  Ég hef t.d lesið hér og þar að það eru ýmsir jólamarkaðir um allan bæ.  Meðal annars er jólamarkaður hjá okkur hér í Kjósinni.  Hann er frá 13.00 - 17.00 og ýmislegt á boðstólnum meðal annars afurðir beint frá býli.

Færðin inn í Hvalfjörð er ágæt ef maður er vel dekkjaður, en það borgar sig að keyra hægt og fara varlega.

Svo er örugglega jólalegt um að litast í húsdýra og grasagarðinum.  Ég hitti þennan jólalega náunga þegar ég var þar um daginn

nappi refur

Þegar ég er að vafra um á pinterest.com þá rekst maður oft á krúttaralegt jólaskraut.  Mér fannst þessir gaurar mjög sætir og það væri gaman að prófa að gera eitthvað svipað með krökkunum.

fondur

Það eru engar leiðbeiningar hvernig þetta er gert, en hér er síðan sem þetta kemur af. En það er hægt að hafa myndina til hliðsjónar og spila svo úr því föndurefni sem maður á eða getur nálgast.

Fyrir þá sem ætla að vera heima í dag og langar í eitthvað gott með kaffinu þá mæli ég með Letingjabrauði, og í því er kanill og negull þannig að það er meir að segja pínu jóló.

letingjabrauð

Letingjabrauð

  • 300 gr sykur  (en 200 er alveg nóg!!)
  • 240 gr haframél
  • 350 gr hveiti
  • 4 tsk sódaduft
  • 2 tsk kakó
  • 2 tsk kanill
  • 1 tsk negull
  • 7 dl mjólk.

Öllu hrært sama, bleytt með mjólkinni.  Sett í tvö form, og bakað við 200° í 45 mín -  1 klst. Þetta er best nýbakað með fullt af smjöri sem bráðnar á brauðsneiðinni.

Ég nota ekki meir en 200 gr sykur, og bý líka oft til bara hálfa uppskrift.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband