Avacadoís og hundasúruís

Ég er búin að ráða mig sem ráðskonu í sveit í sumar, reyndar á eigin heimili en hingað til hef ég ekki gert annað en að baka, elda, þrífa, passa barnið og fæða hænurnar. En það er ekkert leiðinlegt við þetta hlutskipti. Reynar er þetta launalaust djobb en maður leggur nú heldur ekki verð á ánægjuna sem ég fæ út úr þessu.

Þegar ég fæ stund aflög þá leggst ég í matreiðslubækur og síður um mat á netinu, nóg er af matarbloggum, sérstaklega á ensku. Ég er búin að bookmarka svona 100 uppskriftir sem ég hef fundið á hinum og þessum vefsíðum og mig langar að prófa. Eitt af því var avacadoís.

Ég hef ekki verið mikið í ísgerð en það á eftir að breytast. Það tekur enga stund að skella í ís og maður getur haft uppskriftina misflókna.

 

Einöld grunnuppskrift af ís er t.d þessi:

ís

Vanilluís

  • 5 eggjarauður
  • 5 msk sykur
  • 5 dl rjómi, léttþeyttur
  • 1 tsk vanilludropar

 

Þeytið saman egg og sykur. Bætið við léttþeyttum rjóma og vanilludropum og blandið varlega saman. Frystið. Hrærið í ísnum öðru hvoru á meðan hann er að frjósa.

Svo má bragðbæta hann, eins og t.d með hundasúrum sem smakkast mjög vel.

Þá maukaði ég lúku af hundasúrum með smá sykri með töfrasprota og 2-3 msk af mjólk þar til hann var orðinn að paste-i. Þá blandaði ég honum saman við 1/3 af vanilluísnum (miðað við uppskriftina hér að ofan). 2-3 lúkur af hundasúrum myndi þá duga í heila uppskrift.

Svo er hægt að gera nokkuð hollan ís. Ég prófaði það áðan og hann var svo góður að ég þurfti að hemja mig að borða hann ekki allan áður en ég frysti hann.

avacadoís

Avacadoís

  • 1 avacado
  • 1 banani
  • 2 msk agave sýróp
  • 2 dl rjómi, léttþeyttur
  • Safi úr hálfri sítrónu
  • 1/2 dl mjólk

 

Maukið saman í blender eða matvinnsluvél avacado, banana, mjólk, sítrónusafa og agave sýrópi. Létt þeytið rjóma. Blandið saman rjómanum og avacadoblöndunni. Frystið.

Einnig er hægt að skera avacado og banana í grófa bita, kreista yfir þá sítrónusafa og frysta. Og þegar ykkur langar í eitthvað hressandi og næringarríkt þá má skella þessu í blender með smá mjólk eða soya mjólk og úr verður fínasti sjeik.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband