Páskadagur, óvenjuleg eldamennska

Glaða sól, brjálað rok, haglél. Þetta veður þennan dag sem þetta var skrifað var með eindæmum. Það blæs og hvín og hafa fjölskyldumeðlimir sofið værum lúr í allan dag, enda svæfandi að heyra hvernig vindurinn leikur um húsið. Svona á þetta að vera í sveitinni.

Og á meðan laufin sváfu lá ég, spaðinn,  í matreiðslubókum og skrifum, og henti í einn rétt sem ég beið spennt eftir að geta klárað þegar fólkið mitt vaknaði.  (Hér var ég að vitna í snilldar frasa úr gömlu áramótarskaupi, á meðan laufin sofa liggja spaðarnir andvaka...)

Og svo fór að ganga á byrgðir. Engin ostur til né hvítlaukur og það er það sem ég helst tók eftir að mig langaði að grípa í.

hakk

Þetta er ekki kokteilsósa

Ég var með hrísgrjónapappír sem mig langaði að steikja en var ekki með nákvæma hugmynd um fyllingu, svona miðað við það sem til var, steikt nautahakk, paprika, agúrka... eitthvað svoleiðis... og svo var til svakalega góð sterk chili sósa.

Úr varð að ég tók steikta nautahakkið, setti það í pott með smjöri, myntu, fersku rifnu engifer og sveppum. Ég leyfði þessu malla við vægan hita í smá stund.

Þá tók ég hrísgrjónablöðin, bleytti þau, lét þau standa í eina mínútu á viskastykki og setti nautahakksfyllinguna á þau og rúllaði þeim upp svipað og vorrúllur.

Ég steikti rúllurnar í örfáar mínútur í olíu á pönnu.

Með þeim bar ég fram sýrðan rjóma sem ég hafði hrært við Sriracha chili sósu. Ég held að það sé hægt að fá hana þessa í austurlensku búðunum. Sósan leit út eins og kokteilsósa þegar ég hrærði chili sósunni saman við sýrða rjómann, og þegar kærastinn sá réttinn sagði hann, NEI! Kokteilsósa. Þannig að rétturinn ber nafnið “Þetta er ekki kokteilsósa”.

Svo skar ég niður agúrku og kreisti yfir hana lime, smátt skorna myntu og salt.

Og hvernig smakkaðist þetta svo....super duper ljómandi vel!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband