Hvað er nú þetta og hvernig notar maður svona?

Mér finnst þetta spennandi áhald en ég hef ekki hugmynd um hvað maður gerir við þetta, skilst að það hafi eitthvað að gera með deig og djúpsteikingu.

Er einhver sem getur sagt mér hvað þetta er?

IMG_3742 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl, Soffía. Ég man því miður ekki í svipinn hvað þetta heitir, en rétt er það, þetta er notað til að djúpsteikja deig og er danskt að uppruna ef ég man það ekki mjög vitlaust, eitthvað ...jern. Ég myndi prófa að gúggla danskar matarsíður og vita hvað kemur upp. Einhvern veginn finnst mér eitthvað krumspr... eitthvað líklegt, veit ekki af hverju... Ég sendi þér aðra línu ef andinn kemur yfir mig.

Nanna Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 10.2.2011 kl. 13:15

2 identicon

Sæl Soffía

Þetta er kallað rósettur.

Anna Jensdóttir (IP-tala skráð) 10.2.2011 kl. 13:39

3 Smámynd: Soffía Gísladóttir

Frábært! Kærar þakkir fyrir þetta, og þú varst ekki langt frá því Nanna en með því að googla þá sé ég að þetta heitir rosettbakkelsjern á dönsku.

Soffía Gísladóttir, 10.2.2011 kl. 14:01

4 identicon

Sæl aftur. Ég stóðst náttúrulega ekki mátið og gúgglaði eins og vindurinn. Það var krumsprangsjern sem var að flækjast fyrir mér og það er danskt, þetta er aftur á móti norskt að öllum líkindum.  Deigið sem steikt er í þessu er líklega ekki ósvipað og í spænsku sætabrauðslengjunum sem stundum er hægt að kaupa t.d. í Tívolí í Köben, frekar þunnt og ofursætt.

Það er alltaf svo gaman og fróðlegt að lesa bloggið þitt, sérstaklega er ég hugfangin af tapas-pælingunum þínum og leggst yfir þær og þá er ekki laust við að maður slefi ögn...

Nanna Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 10.2.2011 kl. 14:16

5 identicon

Þetta er rósettujárn og ég öfunda þig ef þú átt þetta sjálf. Rósettur voru mjög vinsælar í veislum hér áður fyrr og með þeim var annaðhvort rjómi og sulta eða ávaxtasalat.Deigið sem ég þekki er ekki ósvipað djúpsteikingardeigi og er alls ekki sætt......

kveðja Sólveig. 

Sólveig Pétursdóttir (IP-tala skráð) 11.2.2011 kl. 15:42

6 Smámynd: Soffía Gísladóttir

En og aftur, takk fyrir hjálpina og falleg orð. Jú, ég á svona grip. Ég fékk þetta járn að gjöf frá tengdó og hlakka mikið til að prófa það. Þetta lítur svo vel út.

Er ekki hægt að fá svona járn lengur? spurning ef Þorsteinn Bergmann á skólavörðustíg selji svona...

Bestu kveðjur, Soffía

Soffía Gísladóttir, 11.2.2011 kl. 17:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband