Þetta var svo gott á bragðið, BBQ tortilla pizza með grillaðri papriku og grilluðum avacado

Ég mæli með að þið prófið þennan rétt ef ykkur finnst bbq bragð gott.  Þetta var fremur einfalt þrátt fyrir smá maus eins og að grilla papriku í ofni og avacado á grillpönnu. En það er það sem gerði þennan rétt svo undursamlegan.

 

BBQ pizza tortilla, borin fram með grilluðum avacado og salati (fyrir tvo)

  • 2 mexikóskar tortilla kökur
  • 1 kjúklingabringa
  • 1/2 rauðlaukur
  • 1 paprika
  • Hvítlaukur, nokkur rif
  • Salt
  • Pipar
  • 5 msk Hunt´s Hickory and brown sugar bbq sauce
  • 2 msk Sýrður rjómi
  • Mossarella í kryddlegi, 1-2 kúlur
  • Brauðostur (eða einhver góður ostur)

bbq

Skerið papriku í bita og grillið í ofn, hér má sjá hvernig ég geri það. Ég setti nokkur hvítlaukrif með í eldfasta fatið í þetta sinn.

Skerið kjúkling í  munnbita. Steikið á pönnu með einu pressuðu hvítlauksrifi, salt, pipar og bbq sósunni, bætið svo nokkrum mín síðar við sýrðum rjóma og látið malla þar til kjúklingur er eldaður í gegn.

Dreifið úr kjúklingagumsinu á tortilla kökur, rífið yfir ost og mossarella í sneiðum.  Skerið grillaða papriku í strimla og dreifið yfir ásamt smátt skornum rauðlauk.

 

Avacado salatið er svo hér í færslunni á undan.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband