29.10.2009 | 16:35
Veistu ekki hvað á að vera í matinn í kvöld?
Langar þér í eitthvað einfalt, hollt og gott? Hvað með kjúklinga pítu með grískri stemmningu. Eða ef þú nennir að henda í falafel, þá fer það vel með í stað kjúklingsins.
Svona gerum við til að hafa þetta einfalt.
- Tortilla (burritos) kökur (þessar stærstu frá Casa fiesta finnst mér bestar, eru aðeins þynnri en minni stærðin held ég)
- Fetaostur í kryddolíu
- Grænmeti, smátt skorið
- Kjúklingur ( eða falafel)
- Ab jógúrt sósa.
Byrjum á sóunni
- Ab mjólk
- Rauðlaukur
- 1 hvítlauksrif
- Salt, pipar og e.t.v smá garam masala eða annað gott krydd
Skerið laukinn fremur smátt, blandið öllu við ab mjólkina og geymið inn í ísskáp.
Svo er þetta ekki flóknara en svo:
- Hitið tortilla/burritos kökurnar í ofni. Setjið þær í álpappír og inn i ofn á ca 200¨ í 10 - 15 mín, eða þar til þær eru heitar.
- Skerið niður grænmeti, tómata, agúrku, papriku, iceberg eða annað salat....eða það grænmeti sem ykkur finnst gott . Ólífur ganga vel með ef ykkur finnst þær góðar.
- Skerið kjúklingabringu(r) í munnbita. Kryddið með t.d karry de lux eða turmeric og cumin eða einhverju góðu kryddi. Steikið á pönnu.
Setjið kjúkling og grænmeti í tortilla köku, sullið á smá jógúrtsósu og fetaost. Voilá!
Ég nota tortilla kökurnar, finnst þær mjög góðar, amk betri en sum keypt pítubrauðin. en ef þið lumið á góðum pítubrauðum þá er um að gera að nota þau.
Svo ef þið hafið EEEEKKERT betra að gera þá má alltaf henda í roti kökur í stað tortilla eða pítu brauðs.
Ef þið viljið eyða aðeins meira púðri í þetta þá mæli ég með falafel í stað kjúklingsins. Það er ekki mikið mál að gera falafel. En bollurnar vilja stundum vera svoldið lausar í sér þannig að það þarf að taka varlega á þeim.
Falafel
- 1 dós kjúklingabaunir
- Hálfur laukur, smátt skorinn
- 3-4 hvítlauksrif (eða eftir smekk)
- 2 msk hveiti
- 1/2 - 1 tsk cumin
- 1-2 - 1 tsk túrmeric
- Chili pipar, smátt skorinn, magn fer eftir styrkleika piparsins
- Fersk kóríander, smátt skorið, 2-3 msk.
- Salt
- Pipar
- 1 msk matarolía
- Olía til steikingar
Sigtið vatnið frá kjúklingabaununum. Maukið allt í matvinnsluvél. Mótið litlar bollur, stærðin skiptir ekki öllu en reynið að hafa þær allar svipaðar af stærð. Mínar eru ca 3-4 sm í þvermál. Steikið í slatta af olíu. (Má líka djúpsteikja). Leggið þær á eldhúspappír sem sígur í sig eitthvað af steikarolíunni
Það er í góðu lagi að sleppa kóríander ef þið eigið það ekki og chili piparnum. Grunnurinn hér eru kjúklingabaunirnar og svo má leika sér með kryddin.
www.soffia.net
Flokkur: Matur og drykkur | Facebook
Athugasemdir
Kæra Soffía takk fyrir þessar frábæru uppskriftir þínar......það er svo auðvelt að gleyma sér á gómsætri síðu hér hverja af annari ...
josira, 30.10.2009 kl. 12:59
Takk Josira og verði þér að góðu, gaman að vita að því að þær geta komið að einhverjum notum
Sx
Soffía Gísladóttir, 5.11.2009 kl. 12:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.