Er ekki eitthvað skakkt við það að...

.. versla erlent kolsýrt vatn á ódýrara verði en það íslenska í matvöruverslun hér á landi?

Í fyrsta lagi er það allt of fyndið að flytja inn vatn til landsins, og í öðru lagi, að það skuli vera ódýrara en það íslenska  segir sitthvað um uppsprengt verð á íslensku kolsýrðu vatni.

Það voru 79 krónur fyrir 2 lítra af innflutta vatninu en algengt verð er um 140 kr af því íslenska frá Vífilfelli, stundum fer það þó niður í 98 krónur í lágvöruverslun en það gerist svosem ekki oft.  

Svo er til kolsýrt vatn framleitt af bleika svíninu sem ég veit ekki hvað kostar en það er eitthvað um 100 kallinn held ég.

Magnað!

 

www.soffia.net

   Soffía Gísladóttir © www.soffia.net

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband