11.3.2009 | 10:15
Humar og koníak er alveg TERA gott saman
Um kl 23.00 var komið að þriðja réttinum. Það var humar með rjómasósu. Humar og koníak er match made in heaven, þannig að setjið koniaksslurk út í sósuna ef þið eigið.
Er að hlusta á soundtrack frá Twin Peaks, held það færi mjög vel með þessum rétti ásamt Vicar´s choice chardonnay.
HumarHallar
- Humarhalar
- Paprika, mjög fínt skorin
- pressaður hvítlaukur
- Rjómaostur
- Rjómi
- Hvítvín
- Koníak
- Smjör
- Salt
- Pipar
- Heitt Pizzakrydd
Takið humarinn hálfan upp úr skelinni með að skera ofan á skelina og lyfta humrinum ögn upp. Steikið bara örstutt á pönnu upp úr smjöri og hvítlauk. Leggið til hliðar. Þá er komið smá humarfílingur á pönnuna.
Mallið á pönnunni án þess að þrífa hana hvítlauk og papriku, bætið smá smjöri við, rjómaosti og svo rjóma og hvítvíni. Látið malla, setjið svo smá koníak. Ég kryddaði með salti og pipar og smá af heitu pizzakryddi frá Pottagöldrum (TERA krydd).
Setjið humarinn aftur á pönnuna í 1 mín eða svo til að fá smá hita í hann og blanda honum við sósuna, bara passa sig að ofsteikja hann ekki.
Geymið svo skeljarnar og gerið úr þeim humarsúpu.
Soffía Gísladóttir © www.soffia.net
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Bloggar, Lífstíll, Menning og listir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.