9.3.2009 | 21:35
SBOÐ 2009
Afmælisdinnerinn var snilld, vínin frábær og félagsskapurinn fallegur. Eyddi helginni með vinum í sumarbústað í Borgarfirði. Sátum frá 20.00 til að verða 04.00 að borða, enda 8 rétta matseðill. Þannig sem matarboð eiga að vera.
Spurði mömmu þegar ég var lítil hvað spoð væri, hún var ekki viss. Útskýrði þá betur, svona afmælisboð. Því jú, ég vissi hvað afmæli var en ekki sboð.
Fyrsti rétturinn var rjúpusúpa. Átti bein og ofl síðan um jólin í frysti.
Borið fram með Muga, Rioja frá 2004. Snilldarvín!
Let the game begin
- Rjúpusoð
- Smjör
- Sveppir
- Hvítlaukur
- Rjómi
- Hvítvín
Svitið pressaðan hvítlauk og sveppi, skornir fremur smátt í smjöri. Bætið við soði, svo hvítvíni og rjóma. Þegar þetta hefur mallað svoldið þá hrærði ég saman við súpuna smá þeyttum rjóma. Salt og pipar eftir smekk. Og þegar ég bar hana fram þá setti ég ofan á hana matskeið af þeyttum rjóma og fínt skorinn graslauk.
Soð: Steikið rjúpuafgangana í smjöri og olíu ásamt hvítlauk, púrru, rauðlauk, papriku og jalapeno eða hvaða grænmeti sem ykkur sýnist eða eigið til. Saltið og piprið. Bætið við vatni, ca 2 lítra, eftir því hvað þið eruð að sækjast eftir miklu magni. Látið malla í nokkra klst, munið bara að fylgjast vel með pottinum
Soffía Gísladóttir © www.soffia.net
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Bloggar, Lífstíll, Menning og listir | Breytt 17.3.2009 kl. 22:10 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.