18.2.2009 | 11:28
Kúrekaborgari
Soffía Gísladóttir © www.soffia.net
Fyrir þá sem ekki vilja neitt helvítis grænmeti. Nema bara rauðlauk sem hvort eð er rokkar.
Kúrekaborgari
Hendið saman nautahakki, hvítlauk, salti, pipar, einhverju góðu beef & steak kryddi og búið til alvöru huge borgara. Kryddið hann.
kúreka bbq sósa
- Hvítlaukur
- Laukur
- Smjör
- Matarolía
- Jalapeno (í krukku)
- Tómatsósa
- Thai sweet chile sauce
- Ananas safi (notaði frá ananas í dós)
- taco krydd
- Pipar og Salt
- Sykur
- Dijon sinnep
- Sætt sinnep
- Hvítvín
- Safi frá Lime
Mýkið fínt skorinn lauk, hvítlauk, jalapeno í olíu og smjöri. Blandið svo restinni við, magni eftir smekk.
Látið malla í korter eða meir.
Steikið hamborgarann á grillpönnu ef þið eigið, annars bara venjulegri pönnu. Penslið borgarann með smá af bbq sósunni. Í lok eldunartímans setjið á hann nokkrar ostsneiðar.
Hitið brauðið í ofni. Maukið bbq sósunni á báða helminga, leggið borgarann á, og smá ferskan rauðlauk (Ég hafði ferska þunnt skorna papriku).
Borið fram með köldum bjór og Tim Mcgraw.
Ég hef gert margar bbq sósur, og engar tvær verða eins, nota bara það sem er til, mér finnst aðalatriðið tómatsósa og sykur (helst púðursykur). Svo má bara leika sér með restina
YEEE HAAAAA!
Soffía
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Bloggar, Lífstíll, Menning og listir | Breytt 19.2.2009 kl. 23:46 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.