5.2.2009 | 00:19
Niðursoðið
Mér finnst alveg ferlega leiðinlegt að henda mat. Sérlega leiðinlegt að horfa á eftir fyrrverandi fersku grænmeti í tunnuna.
Hvað með dósamat, er eitthvað óhollt við að borða niðursoðinn mat. Ég heyrði af konu sem borðar ekki mat úr niðursuðudósum eða gos í áli út af einhverjum efnum...?
Eini gallinn sem ég sé við frosið grænmeti er að maður veit ekkert hvernig það hefur verið meðhöndlað frá því það var fryst. Hefur það þiðnað og frysts 100 sinnum og ef svo er, er það slæmt?
Svo langar manni samt að borða ferskt og sem minnst af unni eða niðursoðnu. Ég er engin matvælafræðingur en væri mikið til í að vita meira um t.d hvort frosið grænmeti eða niðursoðið sé eitthvað verra (eða betra) en ferskt.
Svo er það örbylgjuofna myth. Nóg hægt að lesa sig til um með og á móti örbylgjuofnum, ég er nú samt alveg með á þeim.
Nóg til af myth emailum sem ganga um, og fullt af fólki sem gleypir við þessu Til dæmis þá las ég einhverstaðar að maður ætti ekki að setja plastfilmu yfir mat í örbylgju því út af hitanum þá leka einhver eiturefni úr filmunni og ofan í matinn. En þetta er bara "urban legend".
En það er aldeilis auðvelt að koma allskonar vitleysu upp á mann þegar maður veit ekkert í sinn haus.
Jæja, ég er komin aðeins út fyrir efnið, en það sem ég var reyndar að hugsa með þessari færslu er hvað gott er að eiga í skápum sem skemmist ekki fljótt.
Til að geta hent í eitthvað gott þá finnst mér must að eiga í skápnum Kókósmjólk, svartar baunir, kjúklingabaunir, bakaðar baunir, maísbaunir (og bara allsskonar baunir) tómata, og túnfisk. Þá er maður nokkurn vegin fær í flestan sjó.
Ég eldaði úr því sem til var í gær og gerði rosalega góða sósu.
Appelsínukókóssósa
- 1/3 dós kókósmjólk
- Hálfur dl eða svo af ferskum appelsínusafa (bara svona bónus trópí eða e-ð)
- Tæplega dós heilir eða "stewed" tómatar
- Matarolía
- Hvítlaukur, bara smá rif
- Ferskur chile, ponsu
- Smá ferskt rifið engifer
- Salt og pipar
Brúnið hvítlauk, engifer og chile í smá olíu, bara ponsustund. Bætið við tómötunum svo kókósmjólkinni og að lokum appelsínusafa. Smakka sig til, og svo salt og pipar.
Ég setti þetta í blender í smá stund til að mauka tómatana. Svo má bera þessa sósu fram kalda eða heita. Ég skellti henni í kæli.
Ég henti líka í linsubaunasósu.
Linsubaunasósa
- Matarolía
- Laukur
- Hvítlauksrif
- Chile
- Ferskt engifer
- Tómatar í dós
- Rauðar (eða grænar) linsubaunir (ca 1 dl)
- Vatn (ca 2 dl)
- Fínt skorin paprika
- Kókósmjólk
- Salt og pipar
Brúnið lauk, papriku, hvítlauk, chile og engifer. Bætið við tómötum, linsum og vatni. Látið malla þar til linsur eru soðnar. Ég bætti svo út í þetta skvettu af kókósmjólk síðustu 10 mínúturnar.
Þetta er ekki svo ólíkt því sem Indverjinn eldaði fyrir mig, nema nú átti ég ekki allt í þá uppskrift plús það að ég var að reyna að tóna þetta við fiskbollurnar og appelsínusósuna.
Svo hefði mátt henda í þetta spínat eða gulrætur eða hvað svo sem ykkur dettur í hug, og krydda eins og ykkur lystir.
Svo átti ég fiskbollur sem ég bar fram með þessu. Heimagerðar taífiskibollur hefði verið AWESOME.
Kv, Soffía
Soffía Gísladóttir© www.soffia.net Salamanca, 2008
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Bloggar, Lífstíll, Menning og listir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.