3.2.2009 | 20:11
Hot House fajitas
Jæja, hvað segið þið í dag? Allir búnir að fá sér eitthvað gott að éta?
Ég imprúvæseraði svona smá við eldamennskuna í kvöld og hendi inn þeirri uppskrift við tækifæri.
En ég ætla að segja ykkur frá uppskrift af Fajitas sem mér finnst mjög góð. Galdurinn við þessa uppskrift er að grilla grænmetið í ofni áður en það fer á pönnuna. Þá fær það sætan keim.
Hot House fajitas
- Kúrbítur, skorinn í fremur þunna strimla
- Rauðlaukur, skorinn í sneiðar
- Gul paprika, skorin í fernt
- Hvítlaukur
- Chile, frekar sterkur
- Maískorn (í dós)
- Salt og pipar
Setjið rauðlauk og papriku í eldfast mót með smá olíu, salti og pipar. Setjið ofninn á grill og grillið í 20 -30 mín, eða þar til skinnið á paprikunni er farið að taka á sig lit, verða svart.
Setjið svo paprikuna í skál og lokið fyrir með plastfilmu. (Eða í hitaþolinn plastpoka). Stuttu síðar verður auðvelt að fjarlægja brennda skinnið af paprikunni.
Setjið olíu á pönnu, brúnið kúrbít, hvítlauk og chile. Skerið papriku í strimla og bætið við á pönnuna ásamt rauðlauk og maísbaununum. Kryddið með góðu taco kryddi, salti og pipar. Hellið smá vatni yfir, ekkert of miklu, kannski hálfum dl eða svo og eldið þar til allt vatn er gufað upp.
Hitið fajitas kökur í álpappír í ofni. Berið fram með heimagerðri ferskri tómat salsa og lime jalapeno sósu, sýrðum rjóma og avacadomauki.
Tómat salsa gæti hljómað svona.
- Ein dós Stewed tomatoes. (Mæli með þessum ítölsku sem fást í Krónunni, mér finnst Hunts of súrir)
- Kóríander
- Hvítur laukur
- Chile, sterkur
- Jalapeño, niðursoðnu
- Hvítlauksrif, bara smá
- Skvetta af lime safa
- Salt
- pipar
Skerið smátt og blandið öllu saman í skál og kælið. (Sigtið tómatana svo sósan verði ekki of blaut)
Ég vil ekkert vesen með minn avacado, heldur bara mauka hann í skál með fullt fullt afsalti.
Hef áður bloggað um Lime Jalapeño aioli
- Majónes
- Smá lime safi, eftir smekk
- nokkrir jalapeño peppers, niðursoðnir. Líka eftir smekk
- Salt og pipar
- Hvítlauksrif ef þið viljið, fínt skorið eða með hvítlaukspressu
- Kóríander
Setjið lime safa, jalapeño, salt, pipar og kóríander (og hvítlauk ef hann er notaður) í blender eða maukið með töfrasprota. Bætið út í majónes og blandið létt sama. Líka hægt að nota 50/50 majó og sýrðan eða bara sýrðan.
Einnig er hægt að nota ferskan jalapeño, skerið frá fræin.
Vona að kaldur og hvass hvalfjörðurinn á myndinni hér fyrir neðan kæli ykkur aðeins niður eftir allt þetta jalapeño-chili tal.
Kv, Soffía
Soffía Gísladóttir © Hvalfjörðurinn 2008
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Bloggar, Lífstíll, Menning og listir | Breytt 4.2.2009 kl. 12:07 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.