29.1.2009 | 11:56
Kúrbíts súkkulaði kaka
Ég er ekki mikið fyrir eftirrétti og sætindi en ég fékk kúrbíts súkkulaði köku fyrir meir en ári síðan sem var svo góð að ég hef ekki fengið neitt jafn minnisstætt í langan tíma.
Fór að googlea uppskrift um daginn, en sá svo uppskrift í Gestgjafanum, 11 tbl. 2008, sem hljómar mjög svipað. En ég hendi inn þessari sem ég googlaði.
Kúrbíts súkkulaðikaka
- 2 bollar hveiti
- 2 bollar sykur
- 3/4 bollar kakó
- 2 tsk matarsódi
- 1 tsk lyftiduft
- 1/2 tsk salt
- 4 egg
- 1 1/2 matarolía
- 3 bollar rifinn kúrbítur
- 3/4 bolli hakkaðar valhnetur
Hitið ofninn í 175°
Smyrjið form (9x13 ")
Hrærið saman hveiti, sykur, kókó, sód, lyftidufti og salti (ef þið fílið kanil þá má bæta hér við einni tsk). Bætið svo við eggjum, matarolíu. Hrærið vel saman. Blandið við hnetum og kúrbít jafnt í deigið. Hellið þessu í formið. Bakið í 50-60 mín. Kælið, setjið á e-ð gott krem og étið.
-1 bolli er 2,4 dl
Kremið úr Gestgjafanum hljómar alveg stórkostlega, því ég er 70% + súkkó fan
- 1/2 dl rjómi
- 100 g 70% súkkulaði, saxað
Hitið rjómann að suðu, bætið við súkkó svo bráðnar. Hellið yfir kökuna.
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Bloggar, Lífstíll, Menning og listir | Breytt s.d. kl. 17:06 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.