Kúrbítur - galdur í matargerð

Hann er algjör snilld.  Ef ég elda taí, indverskt eða mexikóst þá yfirleitt sleppi ég kjöti eða kjúkling og nota bara grænmeti.  

Rassinn á ameríkönum er eitt stórt hormón og ég er búin að búa undafarið í útlöndum þar sem kjöt og kjúklingur er svo hormónasprautað og bringurnar líta út eins og steraboltar, ekki girnilegt...  Samt er ég mikil kjötæta og tek mína steik bleu. En ég reyni að forðast kjötið þegar ég veit ekki meðferðina á því, og þá sérstaklega kjúkling, erlendis.

Nema hvað, kúrbítur er með svo skemmtilegan texture og það er gott að mýkja hann á pönnu.  Hann virkar með öllu.  Og ég tala nú ekki um kúrbítsbrauðið sem ég bloggaði um hér um daginn.

Nú er maður alltaf að spara og eldar bara úr því sem er til.  En það var nú alveg slatti til í gær.  

 Grænmetis Tagliatelli

  • Tagliatelli (eldað skv leiðbeiningum á pakka)
  • Kúrbítur
  • Laukur
  • Sveppir
  • Púrra
  • Paprika
  • Hvítlaukur
  • Chile
  • Matarolía (t.d Isio)
  • Smjör
  • Rjómi
  • Hvítvín
  • Salt og pipar

Mýkið kúrbít, lauk, púrru, papriku og sveppi á pönnu úr olíu og smjöri.  Bætið svo við hvítlauk og chile. (Magn fer bara eftir hversu sterkur hann er) Ég keypti pakka af þeim um daginn og þeir voru sætari og mildari en paprika...lítið gagn í þeim)

Svo þegar grænmetið var "ready" þá bætti ég við meira smjöri og svo smá rjóma og að lokum skvettu af hvítvíni.  Salt og pipar eftir smekk.

Ef ég hefði átt beikon þá hefði ég steikt það og mulið útí.

Magnið er ekki aðalatriðið í þessari uppskrift, heldur bara að skera smátt það grænmeti sem er til og svo  skvetta af rjóma og hvítvíni, sem í mínu tilviki var svona hálfur dl af hvoru.  En smjörið spara ég ekki, alveg 5-6 msk.

Svo má setja tagliatelli-ið í skál og henda þessu yfir og blanda vel saman.  Þegar þið eruð búin að sletta smá á diskinn ykkar er alveg möst að rífa yfir nóg af parmagiano og mossarella osti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband