26.11.2008 | 11:58
Hrísgrjón soðin í kókósmjólk
Þetta er voða vinsælt í Asíu.
Soðin Hrísgrjón
- 1 1/2 bolli hrísgrjón
- 2 bollar (eða ein dós) kókósmjólk
- 1 bolli vatn
- Smá salt
Hitið kókósmjólk og vatn, bætið við hrísgrjónum og salti og fáið upp suðu. Látið malla í 10 mínútur eða svo. Setjið svo á lægsta hita og mallið þar til grjónin eru komin á sama level og vökvinn. Flöffið grjónin með gafli, setjið lok á pottinn og mallið þar til allur vökvi er horfinn.
Svo er líka gott að mauka smá ferskt ginger eða skera smátt og setja í pottinn.
Berið fram með einhverjum góðum karrírétti, eða kjúkling eða kannski einhverjum skemmtilegum fiskirétti í austurlenskum stíl.
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Bloggar, Lífstíll, Menning og listir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.