29.9.2008 | 15:59
Madrid, madre mia!
Ég er flutt til Madrid. Komum hér um 18.00 leytið í gær í íbúðina, og ákváðum að rölta um hverfið á meðan það var enn bjart.
Við búum í íbúðahverfi, en þurftum þó ekki að rölta lengi þar til við duttum niður á fyrsta barinn/restaurant. Þannig að við settumst við barinn og fengum okkur öl og vín, og svo var bara dælt í mann tapsréttum, on the house.
Þá mundi ég hvað ég saknaði Spánar. Röltum síðan áfram, og inn á annan stað þar sem eldri menn voru að spila borðspil, bara kallar þarna og engar kellingar, mjög spánskt. Stóðum við barinn og fengum okkur öl og vín, og aftur var byrjað að dæla í okkur mat. Þetta er almennilegt!
Þetta var það sem við fengum:
- Makkarónur í karrísósu með sjávarréttum
- Calamare patas (djúpsteiktar smokkfiskalappir)
- Grænar ólífur í kryddolíu
- Djúpsteiktar sardínur
- Tortilla de español (spænsk eggjakaka með kartöflum)
Hér kemur svo uppskrift af Tortilla de español
- 6 kartöflur
- 4-5 egg
- 1 laukur
- 1 bolli ólífuolía
- salt og pipar
Kartöflur skrælaðar og skornar í litla bita, og steiktar upp úr olíunni á lítilli pönnu. Þannig að þær eru hálfpartinn djúpsteiktar. Bætið svo lauknum útí.
Þegar kartöflur og laukurinn eru steikt, veiðið þetta þá upp úr olíunni og hellið svo olíunni af pönnunni, en geymið hana, við notum hana síðar.
Til að fá fallega fluffy eggjaköku, aðskiljið þá rauðurnar frá hvítunum, og hrærið hvíturnar þar til þær eru fallega fluffy.
Bætið eggjarauðunni saman við kartöflurnar og lauk, hrærið varlega. Bætið þá við eggjahvítunni og hrærið saman með gaffli. Leyfið þessu svo að chilla í 5-10 mínútur.
Setjið 2 msk af olíu á pönnu og hellið eggjablöndunni út í og steikið í ca 5 mín. Hristið pönnuna varlega af og til svo kakan brenni ekki við, takið svo disk leggið ofan á eggjakökuna og snúið henni við á diskinn, bætið við 2 msk af olíu á pönnuna og slædið kökunni svo aftur á pönnuna með óbökuðu hliðina þá niður.
Steikið þar til eggjakakan hefur eldast.
Ég er orðin ansi svöng, og er farin út að finna mér eitthvað að borða í þessu nýja hverfi mínu hér í Madrid. Já, ég var að gæða mér á 2 evru víni meðan ég skrifaði þessa færslu, það var bara ágætt, alveg tveggja evru virði, sem er alveg 285 kr í dag. Það er nú ekki verið að eyða í stórann miða á flöskuna, en hér segir:
Los Tinos, Vino de mesa, 12 % Embotellado por Bodegas Los Tinos, España
Hasta luego,
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Bloggar, Lífstíll, Menning og listir | Breytt 1.10.2008 kl. 09:42 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.