29.9.2008 | 10:00
Letingi - Kreppa
Svona í anda kreppunnar þá allt í einu mundi ég eftir Letingjabrauði, sem svo vinur minn kallar Kreppubrauð. Alveg hreint ógeðslega gott og allt það.
Letingjabrauð
- 300 gr sykur (en 200 er alveg nóg!!)
- 240 gr haframél
- 350 gr hveiti
- 4 tsk sódaduft
- 2 tsk kakó
- 2 tsk kanill
- 1 tsk negull
- 7 dl mjólk.
Öllu hrært sama, bleytt með mjólkinni. Sett í tvö form, og bakað við 200°í eina klst.
Ég nota ekki meir en 200 gr sykur, og bý líka oft til bara hálfa uppskrift.
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Bloggar, Lífstíll, Menning og listir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.