24.9.2008 | 09:33
Þegar eitt hráefni vantar...
Hér áður fyrr var ég engin sérstakur kokkur. Gjörsamlega kunni ekki að elda, nema ég færi eftir uppskrift frá A - Ö.
Eitt sorglegt dæmi er þegar ég var yngri og ætlaði að bjóða vinum í mat og langaði að gera nokkurs konar lasagna og eitt innihaldið var nautahakk.
Svo fæ ég að vita ð einn gesturinn er grænmetisæta. Þannig að mér dettur ekki í hug að gera sömu uppskrift og t.d bæta við grænmeti í stað hakksins, hélt nefnilega að það væri ekki hægt. þannig að ég síð pastaskrúfur og hendi Knorr pastasósu pakka í pott.
Á meðan allir voru að gæða sér dýrindis nautahakksrétti var greyið svo kurteis og sagði að pastað væri svaka fínt. Síðar þegar ég lærði að elda og var komin í matarboðsmenninguna þá skammaðist ég mín extra mikið fyrir þessa ó-gestrisni mína.
Í dag fer ég sjaldnast eftir uppskriftum frá A-Ö. Og ef eitthvað hráefni er ekki til þá bara sleppi ég því, eða finn eitthvað í staðin.
Eitt dæmi er Hummus, ég hélt að ég gæti ekki gert almenninlegt Hummus nema hafa Tahini, en núna sleppi ég því alltaf, og finnst það betur þannig.
Það sem fer í minn Hummus er:
- Kjúklingabaunir
- Maldon salt
- Góð ólífuolía
- paprikuduft
Allt blandað saman nema paprikuduftið, sem er deyft ofan á í skálina sem Hummusinn er borin fram í ásamt extra slettu af ólífuolíunni. Ég mauka Hummusinn ekki of mikið, finnst betra að hafa hann smá chunky. Og galdurinn er að hafa nóg af salti.
Þetta er best borið fram með pítubrauði. Það er ágætt að eiga í frysti þessu týpísku pítubrauð sem maður fær út í búð, og svo er gott að skera þau niður í þríhyrninga, dreypa á þau ólífuolíu og hita á grilli í ofni, eða setja þau í panini grill.
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Bloggar, Lífstíll, Menning og listir | Breytt s.d. kl. 16:11 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.