8.5.2008 | 12:23
Hrísgrjónamarkaðurinn
Ég skellti mér aftur á Ricemarket í gær. Það var steikjandi hiti, og við kældum okkur á flösku af þýskum Riesling, sem var mjög góð. Ég fékk mér kókóssúpu, sem smakkaðist virkilega vel, og maðurinn minn fékk sér tapas bakkan, sem er algjör snilld.
Þjónustustúlkan mundi eftir okkur frá því fyrr í vikunni, og tók vel á móti okkur. Það er verið að leggja lokahönd á að innrétta staðinn að innan, og það á víst að opna á morgun, en þar til hefur bara verið hægt að sitja úti.
Staðurinn lítur mjög vel út. Það eru hefðbundin borð, en einnig einhversskonar rúm með koddum, sem hægt verður að sitja í, veit ekki alveg hvernig það virkar, en er spennandi.
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Lífstíll, Menning og listir | Breytt s.d. kl. 12:27 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.