5.5.2008 | 11:28
PIZZA PIZZA
Það eru þó nokkrir pizzastaðir hér í Köben. Ég er fyrir þunnbotna ítalskar pizzur, og lang LANG besti staðurinn heitir Il Peccio og er með eldbakaðar pizzur. Þetta er mjög flottur ítalskur staður, og af því að mér finnst pizzurnar svo geggjaðar þá hef ég ekki prófað neitt annað af matseðlinum.
Áður en ég uppgötvaði þennan stað þá hef ég farið á nokkra ítalska, en mér fannst engin þeirra neitt sérstakur, get búið til betri pizzur heima hjá mér. ( En ég er reyndar áhugamaður um pizzur og fór t.d í viku ferð til Napolí, bara til að borða pizzur, og reyna að finna hina fullkomnu pizzu)
Hér er upptalning á ítölskum pizzastöðum sem ég hef prófað.
Langbestu pizzurnar.
Flott umhverfi.
Góð þjónusta, oft þéttsetinn um helgar og því gott að panta borð.
Flestir þjónarnir tala spænsku, ítölsku, ensku og dönsku.
Pizzurnar eru stórar, ég og maðurinn minn deilum alltaf einni pizzu.
Verð er um 110 dkr fyrir pizzu.
Vín hússins er fínt, bæði rautt og hvítt. ( Mér finnst hvíta aðeins betra )
Þetta er ágætur staður. Yfirleitt þéttsetin og frekar þurr þjónusta.
Fór með vini okkar og honum fannst þetta fínar pizzur.
Ágætis staður í Fredriksberg. Kósí og fín þjónusta, ágætis pizzur.
Ristorante Italiano
Þetta er mjög mikill túristastaður, pizzurnar eru ekki sérstakar, fjöldaframleiddar, eiginlega
með smá frosnu pakka bragði. En staðsetningin á sumrin er góð, því það eru fullt af borðum úti.
Ég myndi hugsanlega fara þarna ef mig langaði að setjast niður úti í sól og sumri, og nennti ekki að leita lengra. En þá bara fá mér salat. Rauðvín hússins var bara ágætt. Þjónustan er líka ágæt, þeir eru með einhvern lista inn í eldhúsi með löndum og borgum og rassgat í bala orðaforða á öllum tungumálum, svo spurja þeir þig hvaðað þú ert og þegar þeir koma svo með matinn þá slá þeir um sig með íslenskum rassa setningum.
Restaurant Navona
Þessi staður er á Skindergade 42, og er alveg glataður. Held þeir séu nú ekki með pizzur.
EN! Það er eins og þeir viti hvað þeir séu ömurlegir, og séu að fara á hausinn og gæti ekki verið meira sama. Alveg metnaðarlaus, og vínið (Frascati) sem við fengum fæst í Netto á 30 dkr, og er ekki gott vín.
GLATAÐUR STAÐUR, fer ekki aftur þangað.
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Dægurmál, Lífstíll | Breytt s.d. kl. 11:44 | Facebook
Athugasemdir
Il Peccato - við þangað. Við erum mikið í pizzunum - þegar ég vil reyna að gera eins ítalskar pizzur og ég get þá nota ég grillið http://vinogmatur.wordpress.com/2005/05/15/uppskrift-pizza-margarita/
Arnar (IP-tala skráð) 7.5.2008 kl. 10:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.