27.8.2013 | 15:32
Food revolution
Hafið þið séð Food revolution með Jamie Oliver? Þetta er flottir þættir, Jamie er að reyna að ná til hins dæmigerða kana sem lifir á skyndibita og hugsar ekki um afleiðingar þess að borða unninn skít.
Ef einhvernvegin væri hægt að ná til þessa fólks sem ekki hugar að matarræði og þar með heilsunni þá væri það eflaust í gegnum raunveruleikasjónvarp.
Það er áhugavert að sjá hann berjast við kerfið til að komast í mötuneyti skólanna.
Þróunin hér heima er að vera álíka, stórmarkaðir hérna fyllast af unnum matvörum, frosið, niðursoðið, þurrkað...
Ég hef áður talað um það og segi það aftur, farið í stórmarkað og verslið í útjaðri búðarinnar, ferskvörunni og látið unnar og tilbúnar matvörur eiga sig.
Ef manni langar í góðan og einfaldan mat , langar helst í pizzu en nennir ekki fyrirhöfninni þá er þetta málið!
Súrdeigsbrauð pizzastyle
- Ótrúlega gott súrdeigsbrauð úr bakaríi, loftkennt og létt!
- Tómat passata
- Ferskur mossarella
- Ofur gott salami úr kjötborði
- Ferskan og góðan lauk, ef þið eigið, bestur í Frú laugu!
- Oregano, salt og pipar
*hráefnið í réttinn hér að ofan fæst í Frú Laugu, þau eru yfirleitt með salami frá Kjötpól, sem er annars bara beint á móti Frú Laugu í Laugarnesi.
Dreyfið úr tómat passata á brauðsneið, leggið ostsneiðar, salami og lauk yfir. Bakið í ofni á grilli þar til osturinn byrjar að brúnast. Stráið oregano, salti og pipar yfir þegar brauðið kemur úr ofninum.
Ef þið eigið ferskt oregano (timian) þá er það frábært annars hefur mér fundist oregano kryddið frá Himneskt alveg ágætt.
Ef þið eigið börn þá minni ég á heimasíðuna mína www.soffia.net með allskonar skemmtilegu og lærdómsríku efni. ég var að setja inn nýjan leik um formin.
Flokkur: Matur og drykkur | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.