Jóladagatal ...6

Ég bjó til piparkökur í gær.  Þær heppnuðust vel.  Galdurinn var að hafa ofninn á 180°c og passa sig að baka þær ekki of lengi.

piparkökur 

 

Piparkökur

  • 250 g hveiti
  • 125 g sykur
  • 75 g smjör
  • 1/2 bolli sýróp (150 g)
  • 1 tsk kanill
  • 1 tsk negull
  • 1 tsk engifer
  • 1 tsk matarsódi
  • 1 egg

Það var sérstaklega tekið fram að nota Golden sýrópið í grænu dósunum.

Blandið öllu saman í hrærivél.  (Ég skellti öllu í skálina og hrærði vel saman í ca 1 mín, það gekk vel.  

Látið deigið standa í 1-2 klst í ísskáp eða jafnvel yfir nótt.

Takið deigið út úr ísskápnum, fletjið það  út með kökukefli í þá þykkt sem þið viljið, mínar voru rétt undir 1/2 cm. 

Skerið út með piparkökumótum eða hvernig sem þið viljið gera það...

Setjið þær á smjörpappír á bökunarplötu og bakið við 180°c í tæpar 10 mínútur.  Fylgist vel með þeim því það borgar sig að baka þær ekki of mikið.  

6 dagar eftir.  Þegar maður er að telja svona niður þá er maður sérstaklega meðvitaður um það hvað tíminn líður hratt.  Ég var að tala um að það væru 18 dagar til jóla...bara í GÆR!

calendar18 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband