Grillaðar paprikur

Ég keypti helling af íslenskum paprikum á svo góðu verði.  Þá þarf að passa sig þegar maður kaupir svona magn að það endi ekki í ruslinu því maður kemst ekki í að borða það.

Ég brá á það ráð að skella þeim undir grillið í ofninum og þá er komið frábært hráefni í svo marga rétti, og það væri líka hægt að frysta þær. 

Grillaðar paprikur eru svakalega góðar í súpur, pestó, salat, vefjur, samlokur og hummus svo eitthvað sé nefnt. 

Málið er að brenna af henni hýðið, það er gert með því að setja þær í ofninn á háan hita eða undir grill þar til hýðið verður svart.  Þá fá þær að kólna og hýðið fjarlægt.

Ef þið eruð með gashellur þá má setja paprikuna beint í logann og snúa henni með töng þegar hýðir verður svart. 

Grillaðar paprikur

Fyrst skolaði ég paprikurnar

paprika 

Því næst kjarnahreinasði ég þær og skar í tvennt.  (Ég hef heyrt að ef þær eru grillaðar heilar, sem er líka hægt, þá eru þær svo mjúkar og því erfiðara að kjarnahreinsa). Ég raðaði þeim á álpappír í ofnskúffu og setti í ofninn, sem var stilltur á grillið, mesta styrk.  Ég hellti smá ólífuolíu yfir þær

paprika 

 

Eftir 8-10 mínútur voru þær farnar að svertast vel, þá fylgdist ég með þeim á mínútu fresti þar til þær voru tilbúnar.  Þær brenna nefnilega ansi hratt í lokin og við viljum ekki kolamola.

paprika 

Til að auðveldara sé að fjarlægja brennda skinnið setjið þær í lokað ílát, t.d skál með plastfilmu.

paprika 

Þegar þær eru orðnar nógu kaldar til að meðhöndla þær þá fjarlægi ég brennda skinnið, eflaust bara best að taka það af með puttunum.

paprika 

Þá eruð þið komin með dásamlegt hráefni, því paprikurnar verða svo sætar og bragðgóðar við þessa eldun. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband